Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2018 21:45 Frá Bíldudalsflugvelli. Jetstream-flugvél frá Flugfélaginu Erni á flughlaðinu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, ef vel tekst til með útfærsluna, að mati Harðar Guðmundssonar, forstjóra Flugfélagsins Ernis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir fagnaði nýrri Dornier-skrúfuþotu í gær en forstjórinn leynir því ekki að reksturinn sé þungur. Innanlandsfluginu fylgi áskoranir um þessar mundir. „Já, heldur betur. Það verður að segjast alveg eins og er að innanlandsflugið hefur bara ekki gengið neitt sérlega vel, - ekki frekar en millilandaflugið. Það þekkja það allir sem hafa fylgst með fréttum af því,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugi til fimm staða á landsbyggðinni; Bíldudals, Gjögurs, Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja.Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfshópur á vegum samgönguráðherra skilaði í byrjun vikunnar tillögum um að svokölluð skosk leið verði farin, þannig að íbúar fjarri Reykjavík fái helmingsniðurgreiðslur af flugfargjöldum að ákveðnu hámarki. „Það gæti gert það að verkum að farþegum myndi eitthvað fjölga í innanlandsfluginu og vonandi gerist það,“ segir Hörður. Hann gagnrýndi það í fyrra að innanlandsflugið nyti ekki jafnræðis gagnvart öðrum almenningssamgöngum. Flugið þyrfti að keppa við ríkisstyrktar ferjur og niðurgreiddar strætóferðir, og auk þess að standa undir farþegasköttum, lendingargjöldum og margskyns eftirlitsgjöldum. Nú virðist ætlun stjórnvalda að jafna þennan aðstöðumun. „Ef vel tekst til á þetta að geta orðið til góðs. En svo á maður bara eftir að sjá hvernig útfærslan verður. Ef hún verður eins og maður er að vona þá hefur maður trú á því að þetta geti orðið svolítil lyftistöng. Vonandi gerir það það,“ segir Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Hornafjörður Norðurþing Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, ef vel tekst til með útfærsluna, að mati Harðar Guðmundssonar, forstjóra Flugfélagsins Ernis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir fagnaði nýrri Dornier-skrúfuþotu í gær en forstjórinn leynir því ekki að reksturinn sé þungur. Innanlandsfluginu fylgi áskoranir um þessar mundir. „Já, heldur betur. Það verður að segjast alveg eins og er að innanlandsflugið hefur bara ekki gengið neitt sérlega vel, - ekki frekar en millilandaflugið. Það þekkja það allir sem hafa fylgst með fréttum af því,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugi til fimm staða á landsbyggðinni; Bíldudals, Gjögurs, Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja.Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfshópur á vegum samgönguráðherra skilaði í byrjun vikunnar tillögum um að svokölluð skosk leið verði farin, þannig að íbúar fjarri Reykjavík fái helmingsniðurgreiðslur af flugfargjöldum að ákveðnu hámarki. „Það gæti gert það að verkum að farþegum myndi eitthvað fjölga í innanlandsfluginu og vonandi gerist það,“ segir Hörður. Hann gagnrýndi það í fyrra að innanlandsflugið nyti ekki jafnræðis gagnvart öðrum almenningssamgöngum. Flugið þyrfti að keppa við ríkisstyrktar ferjur og niðurgreiddar strætóferðir, og auk þess að standa undir farþegasköttum, lendingargjöldum og margskyns eftirlitsgjöldum. Nú virðist ætlun stjórnvalda að jafna þennan aðstöðumun. „Ef vel tekst til á þetta að geta orðið til góðs. En svo á maður bara eftir að sjá hvernig útfærslan verður. Ef hún verður eins og maður er að vona þá hefur maður trú á því að þetta geti orðið svolítil lyftistöng. Vonandi gerir það það,“ segir Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Hornafjörður Norðurþing Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45
Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08