Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2018 13:01 Jón Svanberg segir að enn sé ekki búið að finna upp græna flugelda og fólk verði að átta sig á því að björgunarsveitirnar eru stór þáttur í almannavarnaverki landsins alls. Flugeldar eru meginstoð fjáröflunar fyrir björgunarsveitir landsins; sú mikilvægasta. Þetta segir framkvæmdastjóri Landsbjargar, Jón Svanberg Hjartarson í samtali við Vísi. Hann bendir jafnframt á að nú í ár eru 50 ár síðan flugeldasala hófst til á Íslandi til að fjármagna björgunarsveitirnar. Flugeldasala á þannig hálfrar aldar afmæli en það eru blikur á lofti. Þær raddir gerast æ háværari að banna beri flugelda með öllu. Íslendingar, sem gjarnan líta til Svíþjóðar þegar svo ber undir ef menn vilja banna á hitt og þetta, geta nú vitnað til þess að þar er svo gott sem búið að banna flugeldana. Sjónarmið sem snúa að umhverfisvernd, mengun og öðrum óþægindum og hættum sem fylgja flugeldum eru nefnd þessu til stuðnings. En víst er að þetta er og verður talsvert hitamál því fyrir mörgum er þetta ómissandi þáttur tilverunnar, hið árlega flugeldaæði sem þykir svo einstakt að fjölmargir ferðamenn koma til Íslands yfir áramót, meðal annars til verða vitni að þessu. „Það syngur allt ágætt í okkur. En, þetta horfir þannig við okkur að öll þessi umræða um hugsanleg mengunaráhrif flugelda, við tökum hana alvarlega og tökum þátt í henni,“ segir Jón Svanberg. Hann er furðu rólegur þegar Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, er nefndur til sögunnar en hann er meðal þeirra sem hafa talað fyrir banni. Jón Svanberg segir það einfaldlega svo að sala flugelda sé langstærsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna. Tekjur af henni hlaupa á hundruðum milljóna.Væru alveg til í að selja gallabuxur ef það gerði sama gagn „Blákalt, þetta er hin hliðin á peningnum. Flugeldar fjármagna verkefni björgunarsveitanna að langstærstum hluta. Ef menn vilja breytingar; hömlur eða takmarkanir eða bann, svo langt sem það næði, þá þyrfti í raun að endurhugsa fjármögnun björgunarsveitanna og þau lögbundnu verkefi sem þær sinna.“ Jón Svanberg segir það alls ekki vera svo að björgunarsveitarmenn séu einhverjir sérstakir varðhundar flugeldasölu.Mikil svifryksmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu tvenn síðustu áramót.Vísir/Vilhelm„Nafni minn sem er með markaðsmálin segir að ef við gætum selt gallabuxur fyrir sömu tekjur þá væri það sennilega hentugara. En, þetta er hryggjarstykkið í fjáröflum félagsins og stór þáttur í fjármögnun almannavarna í landinu.“ Nýjasta dæmið er þetta hörmulega slys við Núpsvötn í gær þar sem allt viðbragð var sett af stað. „Við verðum þá bara að finna leið til að fjármagna tilurð og verkefni björgunarsveitanna. Ef hægt er að leysa það með öðru en flugeldasölu, væri það ekkert verra. Flutningar á flugeldum er hættulegur í sjálfu sér. Stormur getur sett allt í vitleysu. Innflutningur á þessu er ekki einfaldur,“ segir Jón Svanberg og rekur ýmsar takmarkanir og annmarka sem eru á þessari starfsemi. Um er að ræða viðkvæman og hættulegan varning, svo mjög að hann þarf að fara um ákveðnar hafnir þar sem farmi er skipað til og frá.Engir andstæðingar umhverfisverndarsjónarmiðaEn, má ekki segja að það sé óbilgirni í málflutningi þeirra sem vilja banna?„Ég hef fullan skilning á þessum sjónarmiðum. Umræðan, það er erfitt að setja niður hælana og segja að hún sé í einhverju rugli. Hún á fullan rétt á sér. En við hvetjum til þess að hún sé tekin af skynsemi og með rökum. Við viljum forðast upphrópanir á hvorn veginn sem er.“Það er útlit fyrir smávægilegan vind yfir áramótin en veðurspár gætu breyst næstu daga.Vísir/VilhelmÍ árbók Landsbjargar frá 2017 er þetta nefnt sérstaklega, að viðbúið sé að umræðan um mengun tengd flugeldum muni aukast. Í fyrra og um þarsíðustu áramót var logn þá lagðist talsvert mikið mengunarský yfir höfuðborgarsvæðið. Þá var ryk- og reykmengun mæld og þótti mörgum nóg um. Nú í ár er því spáð að verði vindur og þá er viðbúið að almenningur verði ekki eins mikið var við púðurskýið, að mökkurinn fjúki burt. Jón Svanberg ítrekar að honum þyki umhverfisverndarsjónarmið góð og gild. Og þannig sé það með eitt og annað sem þótti í lagi í gær, sé það ekkert endilega í dag. Slíkt sé viðbúið.Grænir flugeldar ekki til „Við þrætum ekki fyrir það. Ljóst að flugeldar menga. Gerðar voru miklar breytingar á flugeldunum og þeim efnum sem leyft var að nota við gerð þeirra á árunum 2010 eða 2011. Þá voru teknir út mikið af þessum mest mengandi efnum. Flugeldar menguðu minna í kjölfarið en það varð breyting á litasamsetningunni, þeir voru ekki eins skærir og áður. Þar voru stigin skref, en það er spurning þegar þú ert með efni, flugelda, púður og efni sem þarf bruna við þá leiðir það af sér mengun. Ég er ekki farinn að sjá „græna“ flugelda, í þeim skilningi að þeir séu umhverfisvænir. Það verður sennilega seint.“Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Víst er að Landsbjörg nýtur mikillar velvildar almennings, og ekki að ástæðulausu. Þeir sem selja flugelda á Íslandi aðrir en þeir fá það oft óþvegið og eru kallaðir öllum illum nöfnum. Jón Svanberg er ekki einn af þeim. „Við erum með á að giska 75 prósent markaðarins. Það er ekki nema gott eitt um það að segja. Þetta er samkeppnisrekstur. En, mikilvægt að allir standi jafnfætis og hlíti sömu reglum. Við kvörtum ekkert undan samkeppninni ef allir eru við sama borð.“Flugeldasalan burðarstykkið í fjármögnun björgunarsveitanna Ef gluggað er í árskýrslu Landsbjargar má sjá að helstu tekjur koma frá styrktaraðilum svo sem Landsbankanum, Sjóvá, Sýn og Olís. Þá eru Íslandsspil, spilakassarnir umdeildu, ein af grunnstoðum í rekstri félagsins, en blikur á lofti vegna aukinnar spilunnar á netmiðlum. Því er spáð að afkoma þar muni versna. Neyðarkallinn er svo jafnan seldur fyrstu helgina í nóvember. Og svo er það flugeldasalan, sem gekk ágætlega: „ „Vegna veðurblíðu var aukin umfjöllun í fjölmiðlum um svifryksmengun og má vera ljóst að sú umræða eykst með árunum.“ Þá kemur fram að WOW Cyclothon skilaði Landsbjörgu í áheitum 20.655.210 krónum. Rekstrarreikningurinn lítur svona út:Af þessu má meta gróflega að flugeldasalan skili í tekjum um þriðjungi. Jón Svanberg segir þetta alls ekki svona einfalt. „Félagið flytur inn flugeldana, lætur framleiða þá og svo eru það sveitirnar okkar sem selja þá. Þær eru sjálfstæðar rekstrarlega. Sölutölur flugelda birtast ekki í ársreikningi heildarsamtakanna. Til að átta sig á heildarmynd í því þyrfti að rýna alla ársreikninga allra eininga. Við erum heildsalinn,“ segir Jón Svanberg.Fjármögnun björgunarsveitanna kemur öllum viðEins og fram kemur í þessari frétt frá ári er flugeldasalan allt að níutíu prósent tekna hinna ýmsu björgunarsveita. Jón Svanberg segir að taka verði tillit til þess að her manna vinni að þessu, þegar sveitirnar fara af stað, en þar eru allir í sjálfboðavinnu, enginn launakostnaður inni í því. „Ágóðinn fer allur í uppbyggingu og verkefni björgunarsveitanna. Enginn þiggur laun hjá sveitunum sjálfum. Sjálfboðaliðastarf alls staðar úti í einingunum. Þetta eru 93 björgunarsveitir, ekki allar selja flugelda en langflestar gera það,“ segir Jón Svanberg. Hann bendir á að fókusinn sé á fjármögnun verkefna björgunarsveitanna. Og leggur áherslu á að fólk sé sér meðvitað um að ef á að gera breytingar á fyrirkomulagi, það er sölu flugelda, þurfi að huga að þessum þáttum sem eru fráleitt einkamál björgunarsveitanna. Heldur liður í almannavörnum landsins alls. Flugeldar Tengdar fréttir Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi. 28. desember 2018 10:35 Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30 Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. 27. desember 2018 20:00 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Flugeldar eru meginstoð fjáröflunar fyrir björgunarsveitir landsins; sú mikilvægasta. Þetta segir framkvæmdastjóri Landsbjargar, Jón Svanberg Hjartarson í samtali við Vísi. Hann bendir jafnframt á að nú í ár eru 50 ár síðan flugeldasala hófst til á Íslandi til að fjármagna björgunarsveitirnar. Flugeldasala á þannig hálfrar aldar afmæli en það eru blikur á lofti. Þær raddir gerast æ háværari að banna beri flugelda með öllu. Íslendingar, sem gjarnan líta til Svíþjóðar þegar svo ber undir ef menn vilja banna á hitt og þetta, geta nú vitnað til þess að þar er svo gott sem búið að banna flugeldana. Sjónarmið sem snúa að umhverfisvernd, mengun og öðrum óþægindum og hættum sem fylgja flugeldum eru nefnd þessu til stuðnings. En víst er að þetta er og verður talsvert hitamál því fyrir mörgum er þetta ómissandi þáttur tilverunnar, hið árlega flugeldaæði sem þykir svo einstakt að fjölmargir ferðamenn koma til Íslands yfir áramót, meðal annars til verða vitni að þessu. „Það syngur allt ágætt í okkur. En, þetta horfir þannig við okkur að öll þessi umræða um hugsanleg mengunaráhrif flugelda, við tökum hana alvarlega og tökum þátt í henni,“ segir Jón Svanberg. Hann er furðu rólegur þegar Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, er nefndur til sögunnar en hann er meðal þeirra sem hafa talað fyrir banni. Jón Svanberg segir það einfaldlega svo að sala flugelda sé langstærsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna. Tekjur af henni hlaupa á hundruðum milljóna.Væru alveg til í að selja gallabuxur ef það gerði sama gagn „Blákalt, þetta er hin hliðin á peningnum. Flugeldar fjármagna verkefni björgunarsveitanna að langstærstum hluta. Ef menn vilja breytingar; hömlur eða takmarkanir eða bann, svo langt sem það næði, þá þyrfti í raun að endurhugsa fjármögnun björgunarsveitanna og þau lögbundnu verkefi sem þær sinna.“ Jón Svanberg segir það alls ekki vera svo að björgunarsveitarmenn séu einhverjir sérstakir varðhundar flugeldasölu.Mikil svifryksmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu tvenn síðustu áramót.Vísir/Vilhelm„Nafni minn sem er með markaðsmálin segir að ef við gætum selt gallabuxur fyrir sömu tekjur þá væri það sennilega hentugara. En, þetta er hryggjarstykkið í fjáröflum félagsins og stór þáttur í fjármögnun almannavarna í landinu.“ Nýjasta dæmið er þetta hörmulega slys við Núpsvötn í gær þar sem allt viðbragð var sett af stað. „Við verðum þá bara að finna leið til að fjármagna tilurð og verkefni björgunarsveitanna. Ef hægt er að leysa það með öðru en flugeldasölu, væri það ekkert verra. Flutningar á flugeldum er hættulegur í sjálfu sér. Stormur getur sett allt í vitleysu. Innflutningur á þessu er ekki einfaldur,“ segir Jón Svanberg og rekur ýmsar takmarkanir og annmarka sem eru á þessari starfsemi. Um er að ræða viðkvæman og hættulegan varning, svo mjög að hann þarf að fara um ákveðnar hafnir þar sem farmi er skipað til og frá.Engir andstæðingar umhverfisverndarsjónarmiðaEn, má ekki segja að það sé óbilgirni í málflutningi þeirra sem vilja banna?„Ég hef fullan skilning á þessum sjónarmiðum. Umræðan, það er erfitt að setja niður hælana og segja að hún sé í einhverju rugli. Hún á fullan rétt á sér. En við hvetjum til þess að hún sé tekin af skynsemi og með rökum. Við viljum forðast upphrópanir á hvorn veginn sem er.“Það er útlit fyrir smávægilegan vind yfir áramótin en veðurspár gætu breyst næstu daga.Vísir/VilhelmÍ árbók Landsbjargar frá 2017 er þetta nefnt sérstaklega, að viðbúið sé að umræðan um mengun tengd flugeldum muni aukast. Í fyrra og um þarsíðustu áramót var logn þá lagðist talsvert mikið mengunarský yfir höfuðborgarsvæðið. Þá var ryk- og reykmengun mæld og þótti mörgum nóg um. Nú í ár er því spáð að verði vindur og þá er viðbúið að almenningur verði ekki eins mikið var við púðurskýið, að mökkurinn fjúki burt. Jón Svanberg ítrekar að honum þyki umhverfisverndarsjónarmið góð og gild. Og þannig sé það með eitt og annað sem þótti í lagi í gær, sé það ekkert endilega í dag. Slíkt sé viðbúið.Grænir flugeldar ekki til „Við þrætum ekki fyrir það. Ljóst að flugeldar menga. Gerðar voru miklar breytingar á flugeldunum og þeim efnum sem leyft var að nota við gerð þeirra á árunum 2010 eða 2011. Þá voru teknir út mikið af þessum mest mengandi efnum. Flugeldar menguðu minna í kjölfarið en það varð breyting á litasamsetningunni, þeir voru ekki eins skærir og áður. Þar voru stigin skref, en það er spurning þegar þú ert með efni, flugelda, púður og efni sem þarf bruna við þá leiðir það af sér mengun. Ég er ekki farinn að sjá „græna“ flugelda, í þeim skilningi að þeir séu umhverfisvænir. Það verður sennilega seint.“Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Víst er að Landsbjörg nýtur mikillar velvildar almennings, og ekki að ástæðulausu. Þeir sem selja flugelda á Íslandi aðrir en þeir fá það oft óþvegið og eru kallaðir öllum illum nöfnum. Jón Svanberg er ekki einn af þeim. „Við erum með á að giska 75 prósent markaðarins. Það er ekki nema gott eitt um það að segja. Þetta er samkeppnisrekstur. En, mikilvægt að allir standi jafnfætis og hlíti sömu reglum. Við kvörtum ekkert undan samkeppninni ef allir eru við sama borð.“Flugeldasalan burðarstykkið í fjármögnun björgunarsveitanna Ef gluggað er í árskýrslu Landsbjargar má sjá að helstu tekjur koma frá styrktaraðilum svo sem Landsbankanum, Sjóvá, Sýn og Olís. Þá eru Íslandsspil, spilakassarnir umdeildu, ein af grunnstoðum í rekstri félagsins, en blikur á lofti vegna aukinnar spilunnar á netmiðlum. Því er spáð að afkoma þar muni versna. Neyðarkallinn er svo jafnan seldur fyrstu helgina í nóvember. Og svo er það flugeldasalan, sem gekk ágætlega: „ „Vegna veðurblíðu var aukin umfjöllun í fjölmiðlum um svifryksmengun og má vera ljóst að sú umræða eykst með árunum.“ Þá kemur fram að WOW Cyclothon skilaði Landsbjörgu í áheitum 20.655.210 krónum. Rekstrarreikningurinn lítur svona út:Af þessu má meta gróflega að flugeldasalan skili í tekjum um þriðjungi. Jón Svanberg segir þetta alls ekki svona einfalt. „Félagið flytur inn flugeldana, lætur framleiða þá og svo eru það sveitirnar okkar sem selja þá. Þær eru sjálfstæðar rekstrarlega. Sölutölur flugelda birtast ekki í ársreikningi heildarsamtakanna. Til að átta sig á heildarmynd í því þyrfti að rýna alla ársreikninga allra eininga. Við erum heildsalinn,“ segir Jón Svanberg.Fjármögnun björgunarsveitanna kemur öllum viðEins og fram kemur í þessari frétt frá ári er flugeldasalan allt að níutíu prósent tekna hinna ýmsu björgunarsveita. Jón Svanberg segir að taka verði tillit til þess að her manna vinni að þessu, þegar sveitirnar fara af stað, en þar eru allir í sjálfboðavinnu, enginn launakostnaður inni í því. „Ágóðinn fer allur í uppbyggingu og verkefni björgunarsveitanna. Enginn þiggur laun hjá sveitunum sjálfum. Sjálfboðaliðastarf alls staðar úti í einingunum. Þetta eru 93 björgunarsveitir, ekki allar selja flugelda en langflestar gera það,“ segir Jón Svanberg. Hann bendir á að fókusinn sé á fjármögnun verkefna björgunarsveitanna. Og leggur áherslu á að fólk sé sér meðvitað um að ef á að gera breytingar á fyrirkomulagi, það er sölu flugelda, þurfi að huga að þessum þáttum sem eru fráleitt einkamál björgunarsveitanna. Heldur liður í almannavörnum landsins alls.
Flugeldar Tengdar fréttir Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi. 28. desember 2018 10:35 Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30 Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. 27. desember 2018 20:00 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi. 28. desember 2018 10:35
Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30
Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. 27. desember 2018 20:00
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00