Opinbert fé leitt til slátrunar Eyþór Arnalds skrifar 14. janúar 2019 07:00 Viðmið um hvað má breytast í tímans rás. Lög og reglur líka. Lög um meðferð opinberra fjármuna og upplýsingar hafa styrkst og viðurlög verið hert. Engu að síður sjáum við dæmi þess að opinberu fé er stundum sólundað án þess að nokkur axli á því ábyrgð. Skólabókardæmið er braggamálið, þar sem hátt í hálfum milljarði var sólundað í ólögbundið verkefni. Allt brást frá upphafi til enda, en verkinu er reyndar ekki enn lokið. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin. Og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. Eftir standa tvö mál sem þarfnast frekari skoðunar. Í fyrsta lagi var ekki kannað hvort hinir undarlegu, háu reikningar væru tilhæfulausir, en fjárhæð einstakra verka hefur vakið athygli. Í öðru lagi hvernig á því stóð að lög um skjalavörslu voru brotin líkt og staðfest er í skýrslunni. Og tölvupóstum eytt án þess að tryggja að skjöl og upplýsingar væru vistuð í skjalakerfi eins og lögin gera ráð fyrir. Hvort tveggja þarf að kanna. Við höfum lagt til að Borgarskjalasafn fari yfir skjalamálin enda er mikilvægt að braggamálið verði að fullu upplýst sem víti til varnaðar. Braggaverkefnið hófst á síðasta kjörtímabili en þá voru Píratar við völd. Árið 2015 gaf Innri endurskoðandi út svarta skýrslu um skrifstofu eigna (SEA) með 30 ábendingum. Ef farið hefði verið eftir þeim hefði braggahneykslinu verið afstýrt. Píratar bera því ábyrgð á stöðunni enda með formennsku í stjórnkerfisráði borgarinnar. Viðreisn kom ný inn í borgarmálin og hefur tækifæri til að taka af festu á málinu. Það er öðru nær. Enginn hefur axlað ábyrgð. Það er kominn tími á ný viðmið í því hvernig farið er með skattfé. Þeir flokkar sem talað hafa gegn spillingu og boðað gagnsæi hafa nú prófmál á herðum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Viðmið um hvað má breytast í tímans rás. Lög og reglur líka. Lög um meðferð opinberra fjármuna og upplýsingar hafa styrkst og viðurlög verið hert. Engu að síður sjáum við dæmi þess að opinberu fé er stundum sólundað án þess að nokkur axli á því ábyrgð. Skólabókardæmið er braggamálið, þar sem hátt í hálfum milljarði var sólundað í ólögbundið verkefni. Allt brást frá upphafi til enda, en verkinu er reyndar ekki enn lokið. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin. Og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. Eftir standa tvö mál sem þarfnast frekari skoðunar. Í fyrsta lagi var ekki kannað hvort hinir undarlegu, háu reikningar væru tilhæfulausir, en fjárhæð einstakra verka hefur vakið athygli. Í öðru lagi hvernig á því stóð að lög um skjalavörslu voru brotin líkt og staðfest er í skýrslunni. Og tölvupóstum eytt án þess að tryggja að skjöl og upplýsingar væru vistuð í skjalakerfi eins og lögin gera ráð fyrir. Hvort tveggja þarf að kanna. Við höfum lagt til að Borgarskjalasafn fari yfir skjalamálin enda er mikilvægt að braggamálið verði að fullu upplýst sem víti til varnaðar. Braggaverkefnið hófst á síðasta kjörtímabili en þá voru Píratar við völd. Árið 2015 gaf Innri endurskoðandi út svarta skýrslu um skrifstofu eigna (SEA) með 30 ábendingum. Ef farið hefði verið eftir þeim hefði braggahneykslinu verið afstýrt. Píratar bera því ábyrgð á stöðunni enda með formennsku í stjórnkerfisráði borgarinnar. Viðreisn kom ný inn í borgarmálin og hefur tækifæri til að taka af festu á málinu. Það er öðru nær. Enginn hefur axlað ábyrgð. Það er kominn tími á ný viðmið í því hvernig farið er með skattfé. Þeir flokkar sem talað hafa gegn spillingu og boðað gagnsæi hafa nú prófmál á herðum sér.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar