Eiga allir að grauta í öllu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. mars 2019 13:07 Læknar eru læknar og lækna fólk, röntgentæknar taka röntgenmyndir, flugumferðarsjórar stjórna flugumferð, vélstjórar stjórna vélum og forritarar forrita. Fáum dettur í hug að láta þessa hópa fara gera eitthvað allt annað en þeir eru menntaðir til. En í skólakerfinu virðist hins vegar vera í lagi að allir séu að grautast í öllu á öllum skólastigum. Þannig mátti túlka það sem mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sagði á opnum fundi með kennurum í nóvember síðastliðnum í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Í kjölfar fundarins bárust Félagi framhaldsskólakennara ályktanir frá kennurum í 13 framhaldskólum landsins, þar sem varað er sterklega við þessum hugmyndum.Skyndilega í samráðsgátt Í nóvember var hugmyndin á byrjunarreit, en nú er hún hins vegar orðin að frumvarpi sem er komið inn í samráðsgátt stjórnvalda, þrátt fyrir formlega tilkynningu um að málinu yrði frestað til hausts. Á að keyra málið í gegn á þessu þingi og af hverju er þessi flýtir? Á sama fundi sagði Lilja að sérhæfing innan skólakerfsins myndi haldast innan framhaldsskólans, þar sem margir kennarar eru með BA eða MA próf í sinni kennslugrein og hafa svo bætt við sig kennsluréttindum. Gott og vel, sérhæfing er góð, glutrum henni ekki niður. Af framsögu Lilju mátti líka skilja að frumvarpið væri tilkomið að stærstum hluta vegna þess að hún hefur áhyggjur af stöðu grunnskólanna, þar sem hún sagði að væri fyrirsjáanlegur kennaraskortur. En starfsumhverfi framhaldsskóla væri gott um þessar mundir. Vel má vera að það hafi batnað og þar eiga launahækkanir fyrst og fremst stærstan hlut.Grunnskólavandamál? En fyrst kennaravandinn er svona brýnn í grunn- og leikskóla, hvers vegna þá ekki að grípa til sérstakra aðgerða, eins og betri launa og starfsskilyrða, sem beinast fyrst og fremst að þessum skólastigum? Það væri miklu eðlilegra skref til að glíma við vanda skólakerfisins, frekar en að keyra í gegn ný lög um eitt leyfisbréf sem engin þörf á. Fyrir allar stéttir skipta almenn kjör mestu máli, að vinnan sé metin að verðleikum, að fóllki finnist það vera að gera gagn og að það njóti virðingar fyrir störf sín. Væri ekki nær að vinna að því?Leyfisbréf engin töfralausn Eitt leyfisbréf á línuna er ekki sú töfralausn sem við þurfum til að leysa vandamál menntakerfsins. Lausnin felst í að bæta almenn launakjör grunn- og leikskólakennara, þannig að þeir verði ánægðari með kjör sín og þar með ánægðari í sínu starfi. Og að ungt fólk sjái sér hag í og vilji leggja kennarastarfið fyrir sig, því það er bæði lifandi og skemmtilegt. Þá verður enginn kennaraskortur. Brýnna er að huga að menntun kennara, vettvangsnámi þeirra og nýliðun í stéttinni til þess að bæta menntakerfið á Íslandi. Það er gott eins og er, en getur að sjálfsögðu orðið enn betra. Og að því skulum við stefna.Höfundur er framhaldsskólakennari og formaður kennarafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Læknar eru læknar og lækna fólk, röntgentæknar taka röntgenmyndir, flugumferðarsjórar stjórna flugumferð, vélstjórar stjórna vélum og forritarar forrita. Fáum dettur í hug að láta þessa hópa fara gera eitthvað allt annað en þeir eru menntaðir til. En í skólakerfinu virðist hins vegar vera í lagi að allir séu að grautast í öllu á öllum skólastigum. Þannig mátti túlka það sem mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sagði á opnum fundi með kennurum í nóvember síðastliðnum í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Í kjölfar fundarins bárust Félagi framhaldsskólakennara ályktanir frá kennurum í 13 framhaldskólum landsins, þar sem varað er sterklega við þessum hugmyndum.Skyndilega í samráðsgátt Í nóvember var hugmyndin á byrjunarreit, en nú er hún hins vegar orðin að frumvarpi sem er komið inn í samráðsgátt stjórnvalda, þrátt fyrir formlega tilkynningu um að málinu yrði frestað til hausts. Á að keyra málið í gegn á þessu þingi og af hverju er þessi flýtir? Á sama fundi sagði Lilja að sérhæfing innan skólakerfsins myndi haldast innan framhaldsskólans, þar sem margir kennarar eru með BA eða MA próf í sinni kennslugrein og hafa svo bætt við sig kennsluréttindum. Gott og vel, sérhæfing er góð, glutrum henni ekki niður. Af framsögu Lilju mátti líka skilja að frumvarpið væri tilkomið að stærstum hluta vegna þess að hún hefur áhyggjur af stöðu grunnskólanna, þar sem hún sagði að væri fyrirsjáanlegur kennaraskortur. En starfsumhverfi framhaldsskóla væri gott um þessar mundir. Vel má vera að það hafi batnað og þar eiga launahækkanir fyrst og fremst stærstan hlut.Grunnskólavandamál? En fyrst kennaravandinn er svona brýnn í grunn- og leikskóla, hvers vegna þá ekki að grípa til sérstakra aðgerða, eins og betri launa og starfsskilyrða, sem beinast fyrst og fremst að þessum skólastigum? Það væri miklu eðlilegra skref til að glíma við vanda skólakerfisins, frekar en að keyra í gegn ný lög um eitt leyfisbréf sem engin þörf á. Fyrir allar stéttir skipta almenn kjör mestu máli, að vinnan sé metin að verðleikum, að fóllki finnist það vera að gera gagn og að það njóti virðingar fyrir störf sín. Væri ekki nær að vinna að því?Leyfisbréf engin töfralausn Eitt leyfisbréf á línuna er ekki sú töfralausn sem við þurfum til að leysa vandamál menntakerfsins. Lausnin felst í að bæta almenn launakjör grunn- og leikskólakennara, þannig að þeir verði ánægðari með kjör sín og þar með ánægðari í sínu starfi. Og að ungt fólk sjái sér hag í og vilji leggja kennarastarfið fyrir sig, því það er bæði lifandi og skemmtilegt. Þá verður enginn kennaraskortur. Brýnna er að huga að menntun kennara, vettvangsnámi þeirra og nýliðun í stéttinni til þess að bæta menntakerfið á Íslandi. Það er gott eins og er, en getur að sjálfsögðu orðið enn betra. Og að því skulum við stefna.Höfundur er framhaldsskólakennari og formaður kennarafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun