Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Ari Brynjólfsson skrifar 22. mars 2019 08:00 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær. Fréttablaðið/Ernir Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær að beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, varð vitni að atvikinu. Hún fór út og tók myndir. „Mér blöskraði aðferðir lögreglunnar,“ sagði Rósa Björk. Ásgeir útskýrði að ljóst hefði verið að hópurinn ætlaði að kveikja í bálkesti á Austurvelli. Í kjölfar fyrirmæla um að fjarlægja vörubretti hefði mótmælandi verið handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann. Síðan hefði liðsmaður No Borders verið handtekinn fyrir að reyna að hindra handtökuna. Piparúðanum hafi síðan verið beitt eftir að tugir manna gerðu aðsúg að lögreglunni. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það gefur augaleið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ sagði Ásgeir Þór. „Það er ekki búið að finna krúttlega valdbeitingu, þannig að hún lítur alltaf illa út.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við að lögreglan skyldi boðuð á fundinn. Til sé nefnd sem hafi eftirlit með störfum lögreglu en sumir þingmenn haldi að það sé þeirra hlutverk að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Sigríður Björk sagði að aðgerðirnar væru komnar til þeirrar nefndar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00 Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær að beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, varð vitni að atvikinu. Hún fór út og tók myndir. „Mér blöskraði aðferðir lögreglunnar,“ sagði Rósa Björk. Ásgeir útskýrði að ljóst hefði verið að hópurinn ætlaði að kveikja í bálkesti á Austurvelli. Í kjölfar fyrirmæla um að fjarlægja vörubretti hefði mótmælandi verið handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann. Síðan hefði liðsmaður No Borders verið handtekinn fyrir að reyna að hindra handtökuna. Piparúðanum hafi síðan verið beitt eftir að tugir manna gerðu aðsúg að lögreglunni. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það gefur augaleið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ sagði Ásgeir Þór. „Það er ekki búið að finna krúttlega valdbeitingu, þannig að hún lítur alltaf illa út.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við að lögreglan skyldi boðuð á fundinn. Til sé nefnd sem hafi eftirlit með störfum lögreglu en sumir þingmenn haldi að það sé þeirra hlutverk að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Sigríður Björk sagði að aðgerðirnar væru komnar til þeirrar nefndar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00 Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00
Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21
Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20