Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Hörður Ægisson skrifar 20. mars 2019 06:45 Söluferli á 54 prósenta hlut kanadíska félagsins Innergex í HS Orku hófst um miðjan október í fyrra. Þrír fjárfestar bítast um tæplega 54 prósenta eignarhlut í HS Orku, sem gæti verið metinn á nærri 40 milljarða íslenskra króna, eftir að frestur til að gera skuldbindandi tilboð í hlut Innergex í íslenska orkufyrirtækinu rann út föstudaginn 8. mars síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um að ræða sjóð í stýringu ástralska fjárfestingabankans Macquarie, íslenska félagið Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfestingafélaga, og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners en það sérhæfir sig í innviðafjárfestingum. Formlegt söluferli á eignarhlut Innergex í HS Orku, sem er meðal annars eigandi að 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, hófst um miðjan október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Macquarie Group, sem hefur komið að fjárfestingum í grænni orku fyrir um 15 milljarða Bandaríkjadala frá 2010, rekur meðal annars sjóð sem fjárfestir í endurnýjanlegum orkugjöfum og innviðum. Fulltrúar sjóðsins hafa áður horft til innviðafjárfestinga hér á landi en fram hefur komið í fjölmiðlum að þeir hafi fundað með embættismönnum í fjármálaráðuneytinu vorið 2017 í tengslum við áhuga þeirra á að koma að rekstri Keflavíkurflugvallar. Arctic Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Hauks Harðarson, stjórnarformanns og stofnanda félagsins, hefur unnið að því að þróa og reka umhverfisvænar jarðhitaveitur í Asíu. Í fyrra samdi fyrirtækið við kínversku fjárfestingafélögin CITIC Capital og China Everbright, ásamt Þróunarbanka Asíu, um fjármögnun upp á 150 milljónir dala, jafnvirði 17 milljarða króna á núverandi gengi. Við þá fjármögnun bættist China Everbright við hluthafahóp Arctic Green Energy en CITIC Capital hefur verið hluthafi í fyrirtækinu frá 2015. Í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Thor, kemur fram að áætlaður hagnaður HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) á árinu 2019 sé 31 milljón dala. Gert er ráð fyrir að EBITDA félagsins muni hins vegar nærri tvöfaldast og verða um 60 milljónir dala á árinu 2023. Aðrir hluthafar HS Orku eru samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, með 33,4 prósenta hlut og fagfjárfestasjóðurinn ORK með 12,7 prósenta hlut. Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, gekk frá samkomulagi um kaup á hlut ORK í byrjun október á liðnu ári. Þau eru hins vegar ekki endanlega frágengin, samkvæmt heimildum Markaðarins, þar sem Truell hefur ekki greitt fyrir hlutinn að fullu. Miðað við kaupverðið á hlut ORK, sem nemur rúmlega níu milljörðum króna með árangurstengdum greiðslum, er markaðsvirði HS Orku í dag um 72 milljarðar. Hagnaður HS Orku, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, nam 4.588 milljónum á árinu 2017. Heildareignir voru 48,4 milljarðar og eigið fé félagsins um 35,5 milljarðar. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Þrír fjárfestar bítast um tæplega 54 prósenta eignarhlut í HS Orku, sem gæti verið metinn á nærri 40 milljarða íslenskra króna, eftir að frestur til að gera skuldbindandi tilboð í hlut Innergex í íslenska orkufyrirtækinu rann út föstudaginn 8. mars síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um að ræða sjóð í stýringu ástralska fjárfestingabankans Macquarie, íslenska félagið Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfestingafélaga, og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners en það sérhæfir sig í innviðafjárfestingum. Formlegt söluferli á eignarhlut Innergex í HS Orku, sem er meðal annars eigandi að 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, hófst um miðjan október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Macquarie Group, sem hefur komið að fjárfestingum í grænni orku fyrir um 15 milljarða Bandaríkjadala frá 2010, rekur meðal annars sjóð sem fjárfestir í endurnýjanlegum orkugjöfum og innviðum. Fulltrúar sjóðsins hafa áður horft til innviðafjárfestinga hér á landi en fram hefur komið í fjölmiðlum að þeir hafi fundað með embættismönnum í fjármálaráðuneytinu vorið 2017 í tengslum við áhuga þeirra á að koma að rekstri Keflavíkurflugvallar. Arctic Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Hauks Harðarson, stjórnarformanns og stofnanda félagsins, hefur unnið að því að þróa og reka umhverfisvænar jarðhitaveitur í Asíu. Í fyrra samdi fyrirtækið við kínversku fjárfestingafélögin CITIC Capital og China Everbright, ásamt Þróunarbanka Asíu, um fjármögnun upp á 150 milljónir dala, jafnvirði 17 milljarða króna á núverandi gengi. Við þá fjármögnun bættist China Everbright við hluthafahóp Arctic Green Energy en CITIC Capital hefur verið hluthafi í fyrirtækinu frá 2015. Í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Thor, kemur fram að áætlaður hagnaður HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) á árinu 2019 sé 31 milljón dala. Gert er ráð fyrir að EBITDA félagsins muni hins vegar nærri tvöfaldast og verða um 60 milljónir dala á árinu 2023. Aðrir hluthafar HS Orku eru samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, með 33,4 prósenta hlut og fagfjárfestasjóðurinn ORK með 12,7 prósenta hlut. Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, gekk frá samkomulagi um kaup á hlut ORK í byrjun október á liðnu ári. Þau eru hins vegar ekki endanlega frágengin, samkvæmt heimildum Markaðarins, þar sem Truell hefur ekki greitt fyrir hlutinn að fullu. Miðað við kaupverðið á hlut ORK, sem nemur rúmlega níu milljörðum króna með árangurstengdum greiðslum, er markaðsvirði HS Orku í dag um 72 milljarðar. Hagnaður HS Orku, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, nam 4.588 milljónum á árinu 2017. Heildareignir voru 48,4 milljarðar og eigið fé félagsins um 35,5 milljarðar. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira