Kerfið gegn feðrum Guðmundur Steingrímsson skrifar 8. apríl 2019 07:00 Einu sinni var veröldin þannig að þegar barn kom í heiminn höfðu margir feður ríka tilhneigingu til að láta sig hverfa, sérstaklega ef þeir bjuggu ekki með móðurinni. Feður upplifðu sig hugsanlega ekki nauðsynlega í veröld uppeldis, eða velkomna. Á þessu voru auðvitað veigamiklar undantekningar, en algengt var þó að feður færu í mesta lagi með börn sín niður að Tjörn aðra hverja helgi að gefa öndunum brauð. Síðan hefur komið í ljós að brauð er óhollt fyrir endur, sem voru auðvitað slæm tíðindi fyrir helgarpabbana, en sem betur hefur veröldin líka breyst. Nú heyrir það til undantekninga, fullyrði ég, að feður taki ekki ríkan þátt í uppeldi barna sinna, þótt þeir búi ekki með móðurinni. Nú er það orðið ákaflega algengt fyrirkomulag að börn, eftir skilnað, búi á tveimur heimilum til jafns. Viku hjá pabbanum og viku hjá mömmunni. Rannsóknir hafa líka sýnt að þetta fyrirkomulag kemur vel út fyrir börn, enda ákaflega mikilvægt – og stutt rannsóknum – að börn upplifi rík tengsl bæði við móður og föður.Þvermóðska laganna Svona getur veröldin batnað. Það hefur lengi legið fyrir að foreldrar munu ekki allir geta hugsað sér að búa saman. Það er staðreynd. Menningin sjálf, viðhorfin, hefur þokað veröldinni í þá átt, að upplýst fólk í nútímanum hefur komist að þeirri niðurstöðu að auðvitað sé það ekki æskilegt að faðirinn láti sig hverfa. Það er ákaflega gamaldags viðhorf til fjölskyldumála, að ímynda sér það að við sambúðarslit eigi móðirin ein að axla ábyrgð á börnunum, en faðirinn eigi að láta nægja að borga meðlag og sé að öðru leyti stikkfrí. En svona hugsar kerfið. Enn í dag, þrátt fyrir þessar miklu samfélagsbreytingar, sendir kerfið körlum þessi skilaboð: Farðu bara. Leigðu þér risíbúð. Vertu á barnum. Haltu áfram að leika þér. Borgaðu meðlag. Með öðrum orðum: Litlar sem engar alvörukerfisbreytingar, í lögum eða annars staðar, hafa átt sér stað til þess að koma til móts við hina breyttu veröld. Í lögunum skal barn alltaf búa á einu heimili – sem er yfirleitt hjá móður – þótt sannanlega sé veröldin alls ekki þannig.Lífskjarasamningarnir Eftir því sem tíminn líður, og eftir því sem veröldin verður betri fyrir börn í þessari aðstöðu – og æ fleiri foreldrar sem búa ekki saman ákveða samt að ala upp börnin sín saman – verður þessi þvermóðska kerfisins sorglegri og átakanlegri. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að styðja við þessa viðleitni foreldra? Hvers vegna er það svona rosalega mikilvægt að börn, sama hvernig vindar blása, skuli alltaf búa einungis á einu heimili? Margt hangir á spýtunni. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta eru fregnir af lífskjarasamningunum svokölluðu. Það er gott að aðilar vinnumarkaðarins hafi náð saman. Það er gott að reynt verður að bæta kjör þeirra sem verst hafa það í samfélaginu. Ég hef hins vegar lengi haft það að sérstöku áhugamáli að leggja við hlustir þegar áhrifafólk byrjar að tala um nauðsyn þess að koma til móts við hina ýmsu hópa samfélagsins og bæta kjör þeirra. Aldrei eru umgengnisforeldrar nefndir í þeirri upptalningu. Það virðist vera einlægur vilji kerfisins að minnast ekki á þá einu orði.Lúalegur feluleikur Hverju sætir? Nóg er talað um mikilvægi þess, blessunarlega, að auðvelda fólki að standa straum af kostnaði við uppeldi barna. Það er veigamikill hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar að hækka skuli barnabætur. Ekki vantar áhugann á því að bæta kjör barnafólks. Þeim mun átakanlegri er þá hin fyrrnefnda þrjóska og þvermóðska: Ekki skal króna af þessum kjarabótum renna til þeirra foreldra – að langstærstum hluta feðra – sem eru þó með börn sín allt að helminginn af árinu. Að áliti kerfisins er árið ennþá 1950. Þessi feður eru bara meðlagsgreiðendur. Punktur. Barnauppeldi er ekki þeirra. Spilaður er lúalegur feluleikur til þess að verja þessa fornu samfélagsmynd. Einstæðir foreldrar fá að sjálfsögðu barnabætur. En vegna þess að börn mega einungis vera skráð á einu heimili, þá eiga börn alltaf bara eitt einstætt foreldri. Aldrei tvö. Yfirleitt eru þó foreldrin tvö. Í bókum kerfisins eru einstæðir feður eiginlega ekki til. Börnin eru ekki skráð með lögheimilið hjá þeim. Þeir eru því skráðir einstæðingar. Kerfið segir að þeir eigi ekki börn. Þeir eru því ekki studdir. Í þessum hópi er fátækasta fólk landsins. Fáir hafa það jafnskítt og tekjulágir, eignalitlir feður sem vilja þó allt gera til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna. Þeir fá engan stuðning, heldur þvert á móti. Þeir þurfa að borga. Alveg sama þótt verkalýðsforysta blási í herlúðra gegn fátækt og ríkisstjórn hækki stuðning við foreldra, þá skal þessi hópur – feður – grafinn og gleymdur. Viðhorfið er augljóst og merkilega kuldalegt: Þeir mega éta það sem úti frýs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var veröldin þannig að þegar barn kom í heiminn höfðu margir feður ríka tilhneigingu til að láta sig hverfa, sérstaklega ef þeir bjuggu ekki með móðurinni. Feður upplifðu sig hugsanlega ekki nauðsynlega í veröld uppeldis, eða velkomna. Á þessu voru auðvitað veigamiklar undantekningar, en algengt var þó að feður færu í mesta lagi með börn sín niður að Tjörn aðra hverja helgi að gefa öndunum brauð. Síðan hefur komið í ljós að brauð er óhollt fyrir endur, sem voru auðvitað slæm tíðindi fyrir helgarpabbana, en sem betur hefur veröldin líka breyst. Nú heyrir það til undantekninga, fullyrði ég, að feður taki ekki ríkan þátt í uppeldi barna sinna, þótt þeir búi ekki með móðurinni. Nú er það orðið ákaflega algengt fyrirkomulag að börn, eftir skilnað, búi á tveimur heimilum til jafns. Viku hjá pabbanum og viku hjá mömmunni. Rannsóknir hafa líka sýnt að þetta fyrirkomulag kemur vel út fyrir börn, enda ákaflega mikilvægt – og stutt rannsóknum – að börn upplifi rík tengsl bæði við móður og föður.Þvermóðska laganna Svona getur veröldin batnað. Það hefur lengi legið fyrir að foreldrar munu ekki allir geta hugsað sér að búa saman. Það er staðreynd. Menningin sjálf, viðhorfin, hefur þokað veröldinni í þá átt, að upplýst fólk í nútímanum hefur komist að þeirri niðurstöðu að auðvitað sé það ekki æskilegt að faðirinn láti sig hverfa. Það er ákaflega gamaldags viðhorf til fjölskyldumála, að ímynda sér það að við sambúðarslit eigi móðirin ein að axla ábyrgð á börnunum, en faðirinn eigi að láta nægja að borga meðlag og sé að öðru leyti stikkfrí. En svona hugsar kerfið. Enn í dag, þrátt fyrir þessar miklu samfélagsbreytingar, sendir kerfið körlum þessi skilaboð: Farðu bara. Leigðu þér risíbúð. Vertu á barnum. Haltu áfram að leika þér. Borgaðu meðlag. Með öðrum orðum: Litlar sem engar alvörukerfisbreytingar, í lögum eða annars staðar, hafa átt sér stað til þess að koma til móts við hina breyttu veröld. Í lögunum skal barn alltaf búa á einu heimili – sem er yfirleitt hjá móður – þótt sannanlega sé veröldin alls ekki þannig.Lífskjarasamningarnir Eftir því sem tíminn líður, og eftir því sem veröldin verður betri fyrir börn í þessari aðstöðu – og æ fleiri foreldrar sem búa ekki saman ákveða samt að ala upp börnin sín saman – verður þessi þvermóðska kerfisins sorglegri og átakanlegri. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að styðja við þessa viðleitni foreldra? Hvers vegna er það svona rosalega mikilvægt að börn, sama hvernig vindar blása, skuli alltaf búa einungis á einu heimili? Margt hangir á spýtunni. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta eru fregnir af lífskjarasamningunum svokölluðu. Það er gott að aðilar vinnumarkaðarins hafi náð saman. Það er gott að reynt verður að bæta kjör þeirra sem verst hafa það í samfélaginu. Ég hef hins vegar lengi haft það að sérstöku áhugamáli að leggja við hlustir þegar áhrifafólk byrjar að tala um nauðsyn þess að koma til móts við hina ýmsu hópa samfélagsins og bæta kjör þeirra. Aldrei eru umgengnisforeldrar nefndir í þeirri upptalningu. Það virðist vera einlægur vilji kerfisins að minnast ekki á þá einu orði.Lúalegur feluleikur Hverju sætir? Nóg er talað um mikilvægi þess, blessunarlega, að auðvelda fólki að standa straum af kostnaði við uppeldi barna. Það er veigamikill hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar að hækka skuli barnabætur. Ekki vantar áhugann á því að bæta kjör barnafólks. Þeim mun átakanlegri er þá hin fyrrnefnda þrjóska og þvermóðska: Ekki skal króna af þessum kjarabótum renna til þeirra foreldra – að langstærstum hluta feðra – sem eru þó með börn sín allt að helminginn af árinu. Að áliti kerfisins er árið ennþá 1950. Þessi feður eru bara meðlagsgreiðendur. Punktur. Barnauppeldi er ekki þeirra. Spilaður er lúalegur feluleikur til þess að verja þessa fornu samfélagsmynd. Einstæðir foreldrar fá að sjálfsögðu barnabætur. En vegna þess að börn mega einungis vera skráð á einu heimili, þá eiga börn alltaf bara eitt einstætt foreldri. Aldrei tvö. Yfirleitt eru þó foreldrin tvö. Í bókum kerfisins eru einstæðir feður eiginlega ekki til. Börnin eru ekki skráð með lögheimilið hjá þeim. Þeir eru því skráðir einstæðingar. Kerfið segir að þeir eigi ekki börn. Þeir eru því ekki studdir. Í þessum hópi er fátækasta fólk landsins. Fáir hafa það jafnskítt og tekjulágir, eignalitlir feður sem vilja þó allt gera til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna. Þeir fá engan stuðning, heldur þvert á móti. Þeir þurfa að borga. Alveg sama þótt verkalýðsforysta blási í herlúðra gegn fátækt og ríkisstjórn hækki stuðning við foreldra, þá skal þessi hópur – feður – grafinn og gleymdur. Viðhorfið er augljóst og merkilega kuldalegt: Þeir mega éta það sem úti frýs.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar