Martin skoraði síðustu þrjú stig Alba í leiknum þar af snilldarkörfu sem kom liðinu í 68-64 þegar 30 sekúndur voru eftir. Það þarf alvöru tilfinningu fyrir boltanum og körfunni til að skora slíka körfu.
Martin skoraði átta stig á sextán mínútum í leiknum en báðar tveggja stiga körfur hans voru klassísk Martins-sniðskot umkringdur stóru mönnum andstæðinganna.
Í því fyrra kyssti hann spjaldið og í því síðara lyfti hann boltanum yfir varnarmanninn.
Það má sjá báðar þessar frábæru körfu íslenska landsliðsmannsins í myndbandinu sem Alba Berlín setti inn á fésbókarsíðu liðsins og sjá má hér fyrir neðan.