Innlent

Þjófur veittist að starfsmanni verslunar

Andri Eysteinsson skrifar
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum fjölda vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum fjölda vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Vísir/vilhelm
Klukkan hálf níu í kvöld óskuðu starfsmenn verslunar í Breiðholti eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar. Starfsmenn höfðu haft hendur í hári þjófsins sem streittist mjög á móti og tókst að losa sig. Þegar lögreglu bar að garði hafði þjófurinn ráðist að starfsmanni verslunarinnar. Var gerandi yfirbugaður af lögreglu og fluttur á lögreglustöð.

Þá barst tilkynning um harkaleg slagsmál unglinga í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 14 í dag. Einn unglinganna er talinn nefbrotinn eftir atvikið. Tilkynnt var um tvö innbrot í bifreið í miðbænum og í sameign fjölbýlishúss í hverfi 104. Í öðru innbrotanna í miðbænum var myndavél og reiðufé stolið, málið var tilkynnt til lögreglu 18:08 og hafði lögregla handtekið karlmann grunaðan um innbrotið klukkan 21:50.

Þá barst tilkynning um tvo veiðimenn sem veiddu leyfislausir í Leirvogsá. Mennirnir, sem höfðu ekki veitt neitt, báru fyrir sig þekkingarleysi. Tilkynnt var um trampólín slys í Kópavogi en 20 ára karlmaður ökklabrotnaði og var fluttur á spítala




Fleiri fréttir

Sjá meira


×