Stærsta herskip Þjóðverja hringsólaði í Breiðafirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2019 10:35 Skipið Berlin við Sundahöfnina í Reykjavík morgun. Vísir/vilhelm Þýskt herskip, sem nú er í höfn í Reykjavík, er hér við land með heimild íslenskra stjórnvalda. Skipið er hér við æfingar en skip af þessari gerð eru þau stærstu í þýska sjóhernum. Þá hringsólaði skipið, Berlin A 1411, í Breiðafirði í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni leitaði skipið þar vars en veður var slæmt á svæðinu í gær.Skipið var á ferð í Breiðafirði í gær en sigldi í höfn í Reykjavík í morgun.Skjáskot/Marine TrafficÁsgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að áhöfnin sé hér við æfingar. Tilgangurinn með Íslandsferðinni hafi einmitt verið að æfa skip og áhöfn við krefjandi aðstæður, líkt og eru viðvarandi á Norður-Atlantshafi. Sjóherir sæki gjarnan í slíkar aðstæður til að æfa sveitir sínar. Samkvæmt vefsíðunni Naval Technology er Berlin A 1411 birgðaskip, sérstaklega hannað til mannúðaraðstoðar, af gerðinni Berlin Class 702 en skip af þeirri tegund eru þau stærstu sem þýski sjóherinn hefur til umráða. Ásgeir segir skipið hafa komið nokkrum sinnum til Íslands síðan það var smíðað upp úr aldamótum.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Landhelgisgæslan Utanríkismál Þýskaland Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Þýskt herskip, sem nú er í höfn í Reykjavík, er hér við land með heimild íslenskra stjórnvalda. Skipið er hér við æfingar en skip af þessari gerð eru þau stærstu í þýska sjóhernum. Þá hringsólaði skipið, Berlin A 1411, í Breiðafirði í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni leitaði skipið þar vars en veður var slæmt á svæðinu í gær.Skipið var á ferð í Breiðafirði í gær en sigldi í höfn í Reykjavík í morgun.Skjáskot/Marine TrafficÁsgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að áhöfnin sé hér við æfingar. Tilgangurinn með Íslandsferðinni hafi einmitt verið að æfa skip og áhöfn við krefjandi aðstæður, líkt og eru viðvarandi á Norður-Atlantshafi. Sjóherir sæki gjarnan í slíkar aðstæður til að æfa sveitir sínar. Samkvæmt vefsíðunni Naval Technology er Berlin A 1411 birgðaskip, sérstaklega hannað til mannúðaraðstoðar, af gerðinni Berlin Class 702 en skip af þeirri tegund eru þau stærstu sem þýski sjóherinn hefur til umráða. Ásgeir segir skipið hafa komið nokkrum sinnum til Íslands síðan það var smíðað upp úr aldamótum.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.
Landhelgisgæslan Utanríkismál Þýskaland Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira