Flugfargjöld, bensín, húsaleiga og matur hækka Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2019 14:13 Spáð er hækkun á ýmiskonar vörum í apríl. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda muni hækka um 20 prósent í apríl vegna tímasetningar páskanna. Hagfræðideildin segir þróun flugfargjalda til útlanda í mars og apríl fara að mjög miklu leyti eftir því í hvorum mánuði páskarnir lenda. Páskarnir eru mikill ferðatími og eftirspurn og verð eftir flugi því hærra. Árin 2015, 2016 og 2018 féllu páskar í lok mars/byrjun apríl og var óveruleg breyting á þessum lið milli sömu mánaða. 2017 voru páskar vikuna eftir verðkönnunarvikuna og hækkuðu flugfargjöld til útlanda þá um tæp 15%. Í ár eru páskar tveimur vikum á eftir verðkönnunarviku Hagstofunnar sem skýrir þessa hækkun. Samkvæmt verðkönnun Hagfræðideildarinnar hækkaði verð á bensíni og díselolíu um 2,3% milli mars og apríl. Þá er búist við smávægilegri hækkun á reiknaðri húsaleigu, matarkarfan hækkar lítillega vegna gengisáhrifa, kaup ökutækja lækka bæði vegna gengisáhrifa og minni eftirspurnar, en talsvert hefur dregið úr sölu á nýjum bílum. Síðustu ár hefur Hagstofan byggt verðmælingar sínar á flugi til útlanda á verði farmiða hjá Icelandair og WOW air. Hlutdeild WOW air var um þriðjungur af vísitölunni. Flugfargjöld eru tekin inn í vísitöluna mánuðinn sem flugið er flogið, en ekki mánuðinn sem flugið er keypt. Alla jafna hefði flug sem keypt var í febrúar og mars og flogið hefði í apríl átt að koma inn í vísitöluna núna. Hagstofan er í þeirri mjög svo sérstöku stöðu að vera með verðmælingar á flugi sem ekki verður flogið vegna gjaldþrots WOW air. Það er alls óvíst hvernig Hagstofan mun snúa sér í þessu og þá hvort að einungis verði miðað við verð á keyptum flugmiðum af Icelandair. Flugfargjöld til útlanda hafa lækkað mikið síðustu ár. Þannig var að meðaltali 12,8% ódýrara að fljúga til útlanda 2018 en 2017 og 15,5% ódýrara 2017 en 2016. Við eigum von á að þessi þróun gangi til baka á þessu ári sökum minna framboðs og minnisamkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air en einnig vegna hækkunar olíuverðs. Þá virðist sem svo að verulega sé að hægja á hækkun fasteignaverðs. Til dæmis lækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,5% milli mánaða í febrúar. Nokkuð mikið af nýju húsnæði er á leiðinni inn á markaðinn. Alla jafna ætti slíkt að skila sér í hækkun á þeim vísitölum sem mæla fasteignaverð þar sem fermetraverð á nýju húsnæði er venjulega hærra en á eldra húsnæði. Hins vegar var hlutfall nýbygginga meðal kaupsamninga í febrúar lægra en í janúar, sem bendir til þess að illa gangi að selja þessar íbúðir. Bensín og olía Fréttir af flugi Húsnæðismál Neytendur Páskar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda muni hækka um 20 prósent í apríl vegna tímasetningar páskanna. Hagfræðideildin segir þróun flugfargjalda til útlanda í mars og apríl fara að mjög miklu leyti eftir því í hvorum mánuði páskarnir lenda. Páskarnir eru mikill ferðatími og eftirspurn og verð eftir flugi því hærra. Árin 2015, 2016 og 2018 féllu páskar í lok mars/byrjun apríl og var óveruleg breyting á þessum lið milli sömu mánaða. 2017 voru páskar vikuna eftir verðkönnunarvikuna og hækkuðu flugfargjöld til útlanda þá um tæp 15%. Í ár eru páskar tveimur vikum á eftir verðkönnunarviku Hagstofunnar sem skýrir þessa hækkun. Samkvæmt verðkönnun Hagfræðideildarinnar hækkaði verð á bensíni og díselolíu um 2,3% milli mars og apríl. Þá er búist við smávægilegri hækkun á reiknaðri húsaleigu, matarkarfan hækkar lítillega vegna gengisáhrifa, kaup ökutækja lækka bæði vegna gengisáhrifa og minni eftirspurnar, en talsvert hefur dregið úr sölu á nýjum bílum. Síðustu ár hefur Hagstofan byggt verðmælingar sínar á flugi til útlanda á verði farmiða hjá Icelandair og WOW air. Hlutdeild WOW air var um þriðjungur af vísitölunni. Flugfargjöld eru tekin inn í vísitöluna mánuðinn sem flugið er flogið, en ekki mánuðinn sem flugið er keypt. Alla jafna hefði flug sem keypt var í febrúar og mars og flogið hefði í apríl átt að koma inn í vísitöluna núna. Hagstofan er í þeirri mjög svo sérstöku stöðu að vera með verðmælingar á flugi sem ekki verður flogið vegna gjaldþrots WOW air. Það er alls óvíst hvernig Hagstofan mun snúa sér í þessu og þá hvort að einungis verði miðað við verð á keyptum flugmiðum af Icelandair. Flugfargjöld til útlanda hafa lækkað mikið síðustu ár. Þannig var að meðaltali 12,8% ódýrara að fljúga til útlanda 2018 en 2017 og 15,5% ódýrara 2017 en 2016. Við eigum von á að þessi þróun gangi til baka á þessu ári sökum minna framboðs og minnisamkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air en einnig vegna hækkunar olíuverðs. Þá virðist sem svo að verulega sé að hægja á hækkun fasteignaverðs. Til dæmis lækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,5% milli mánaða í febrúar. Nokkuð mikið af nýju húsnæði er á leiðinni inn á markaðinn. Alla jafna ætti slíkt að skila sér í hækkun á þeim vísitölum sem mæla fasteignaverð þar sem fermetraverð á nýju húsnæði er venjulega hærra en á eldra húsnæði. Hins vegar var hlutfall nýbygginga meðal kaupsamninga í febrúar lægra en í janúar, sem bendir til þess að illa gangi að selja þessar íbúðir.
Bensín og olía Fréttir af flugi Húsnæðismál Neytendur Páskar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira