Engir liggja undir grun eftir árás í Elliðaárdal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. apríl 2019 06:45 Rafstöðvarvegur í Elliðaárdal er mjög vinsæll meðal útvistarfólks. Fréttablaðið/heiða „Það er verið að skoða hvort þarna eru myndavélar og hvort finnast vitni,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 4 á Vínlandsleið, um árás í Elliðaárdal í fyrrakvöld. Árásin var gerð um klukkan hálf ellefu á Rafstöðvarvegi sem liggur austan Elliðaáa og upp undir Höfðabakkabrú. Er það vinsæll vettvangur útivistarfólks af öllu tagi. Valgarður segir þann sem tilkynnti árásina vera ungan karlmann en gefur ekki upp nánari deili á honum. Maðurinn hafi sagt við fyrstu skýrslutöku að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn en ekki sé ljóst hversu margir þeir kunni að hafa verið. „Það er algerlega óvíst. Hann talaði um að menn hefðu ráðist að sér,“ segir aðalvarðstjórinn. Fram kom í tilkynningu að maðurinn hefði verið var sleginn í höfuðið og veittir áverkar. Sjálfur hefði hann talið árásina vera ránstilraun. „Hann var ekki alvarlega slasaður en fór í skoðun á slysadeildinni og var svo útskrifaður þaðan. Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það eru einhverjir endar ennþá sem við höfum ekki alveg náð að botna í. Málið er óljóst og er enn til skoðunar í rannsóknardeildinni hjá okkur.“ Þannig segir Valgarður engan liggja undir grun í málinu að svo stöddu. Sá sem ráðist var á hafi ekki þekkt til árásarmannanna. Hann hafi heldur ekki getað veitt lögreglu gagnlegar vísbendingar um hverjir þeir voru. „Hann lýsir því bara þannig að hann sé þarna að hlaupa þegar ráðist var á hann fyrirvaralaust, einhverjir ókunnugir aðilar. Þeir láta sig svo bara hverfa og það er ekki vitað neitt meir. Hann gerir sér sjálfur ekki alveg grein fyrir því hvað gerðist,“ útskýrir Valgarður. Aðspurður segir Valgarður ekki dæmi um að menn hafi áður veist að fólki sem stundar útivist í Elliðaárdal. „Nei, nei. Það eru engin nýleg dæmi um það hjá okkur,“ svarar hann. Um einstakt tilfelli sé að ræða. Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alveg ástæðulaust.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
„Það er verið að skoða hvort þarna eru myndavélar og hvort finnast vitni,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 4 á Vínlandsleið, um árás í Elliðaárdal í fyrrakvöld. Árásin var gerð um klukkan hálf ellefu á Rafstöðvarvegi sem liggur austan Elliðaáa og upp undir Höfðabakkabrú. Er það vinsæll vettvangur útivistarfólks af öllu tagi. Valgarður segir þann sem tilkynnti árásina vera ungan karlmann en gefur ekki upp nánari deili á honum. Maðurinn hafi sagt við fyrstu skýrslutöku að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn en ekki sé ljóst hversu margir þeir kunni að hafa verið. „Það er algerlega óvíst. Hann talaði um að menn hefðu ráðist að sér,“ segir aðalvarðstjórinn. Fram kom í tilkynningu að maðurinn hefði verið var sleginn í höfuðið og veittir áverkar. Sjálfur hefði hann talið árásina vera ránstilraun. „Hann var ekki alvarlega slasaður en fór í skoðun á slysadeildinni og var svo útskrifaður þaðan. Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það eru einhverjir endar ennþá sem við höfum ekki alveg náð að botna í. Málið er óljóst og er enn til skoðunar í rannsóknardeildinni hjá okkur.“ Þannig segir Valgarður engan liggja undir grun í málinu að svo stöddu. Sá sem ráðist var á hafi ekki þekkt til árásarmannanna. Hann hafi heldur ekki getað veitt lögreglu gagnlegar vísbendingar um hverjir þeir voru. „Hann lýsir því bara þannig að hann sé þarna að hlaupa þegar ráðist var á hann fyrirvaralaust, einhverjir ókunnugir aðilar. Þeir láta sig svo bara hverfa og það er ekki vitað neitt meir. Hann gerir sér sjálfur ekki alveg grein fyrir því hvað gerðist,“ útskýrir Valgarður. Aðspurður segir Valgarður ekki dæmi um að menn hafi áður veist að fólki sem stundar útivist í Elliðaárdal. „Nei, nei. Það eru engin nýleg dæmi um það hjá okkur,“ svarar hann. Um einstakt tilfelli sé að ræða. Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alveg ástæðulaust.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13