Eldurinn í bílageymslunni kviknaði af mannavöldum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2019 11:46 Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. Stöð 2 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið við frumrannsókn á upptökum eldsins sem kom upp í bílageymslu að Sléttuvegi 7 á páskadagsmorgun. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en eldur logaði í dekkjum þegar að var komið og hlaust af mikið tjón. Ekki mátti miklu muna að reykur bærist í stigagang hússins en slökkviliði tókst að forða því. Tíu bílar voru inni í bílageymslunni, margir þeirra sérútbúnir fyrir hreyfihamlaða. Húsnæðið er í eigu Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands.Sjá einnig: Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunannJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir niðurstöðurnar í samtali við fréttastofu og óskar auk þess eftir því að þeir sem hafi orðið varir við mannaferðir í eða við Sléttuveg 7 á milli klukkan níu og tíu, setji sig í samband við lögregluna í gegnum síma 444-1000, eða á Facebook-síðu lögreglunnar eða með tölvupósti á netfangið abendingar@logreglan.is. Engar myndavélaeftirlitsvélar eru á svæðinu og því ekki hægt að kanna með mannaferðir í eða við staðinn. Jóhann Karl segir að bensínbrúsi hafi fundist á vettvangi. Hann hafi verið óbrunninn. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fundað yrði með tryggingafélagi hússjóðsins í dag og að þá yrðu næstu skref ákveðin. Margir íbúanna sjá fram á það að eiga í erfiðleikum með að komast á milli staða þar sem bílar þeirra eru skemmdir eftir brunann. Vegna dekkjanna sem logaði í myndaðist mikil svartur reykur og lagðist sót yfir allt, sem meðal annars komst inn í bíla sem voru inni í geymslunni. Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, og margir íbúanna hreyfihamlaðir og reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. 22. apríl 2019 18:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið við frumrannsókn á upptökum eldsins sem kom upp í bílageymslu að Sléttuvegi 7 á páskadagsmorgun. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en eldur logaði í dekkjum þegar að var komið og hlaust af mikið tjón. Ekki mátti miklu muna að reykur bærist í stigagang hússins en slökkviliði tókst að forða því. Tíu bílar voru inni í bílageymslunni, margir þeirra sérútbúnir fyrir hreyfihamlaða. Húsnæðið er í eigu Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands.Sjá einnig: Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunannJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir niðurstöðurnar í samtali við fréttastofu og óskar auk þess eftir því að þeir sem hafi orðið varir við mannaferðir í eða við Sléttuveg 7 á milli klukkan níu og tíu, setji sig í samband við lögregluna í gegnum síma 444-1000, eða á Facebook-síðu lögreglunnar eða með tölvupósti á netfangið abendingar@logreglan.is. Engar myndavélaeftirlitsvélar eru á svæðinu og því ekki hægt að kanna með mannaferðir í eða við staðinn. Jóhann Karl segir að bensínbrúsi hafi fundist á vettvangi. Hann hafi verið óbrunninn. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fundað yrði með tryggingafélagi hússjóðsins í dag og að þá yrðu næstu skref ákveðin. Margir íbúanna sjá fram á það að eiga í erfiðleikum með að komast á milli staða þar sem bílar þeirra eru skemmdir eftir brunann. Vegna dekkjanna sem logaði í myndaðist mikil svartur reykur og lagðist sót yfir allt, sem meðal annars komst inn í bíla sem voru inni í geymslunni.
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, og margir íbúanna hreyfihamlaðir og reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. 22. apríl 2019 18:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, og margir íbúanna hreyfihamlaðir og reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. 22. apríl 2019 18:45