Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2019 18:45 Íbúar að Sléttuvegi sjö, þar sem eldur kom upp í bílageymslu í gær, gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum. Tíu bílar voru í bílageymslunni og óljóst hvort þeir séu ónýtir en tjónið er umtalsvert. Margir íbúanna sjá fram á erfiðleika með að koma sér á milli staða. Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands og margir íbúanna hreyfihamlaðir. Mörgum þeirra var brugðið við þegar eldurinn uppgötvaðist enda margir sem reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. „Þarna inni eru fæturnir mínir og það sem ég nota til alls sem ég geri utan íbúðar,“ segir Hilmar Guðmundsson, íbúi í húsinu.Urðuð þið snemma vör við að eldur væri í bílageymslunni? „Já ég stóð við eldhúsgluggann og það var farið að væla í brunaviðvörunarkerfinu og ég stóð við eldhúsgluggann og sá að það steig reykur hérna upp úr lúgu hérna og ég öskraði bara þetta er bílageymslan. Þegar þeir skáru þetta, það var bara hryllingur, það var bara mökkur,“ segir Anna Sigríður Antonsdóttir, sem einnig býr í húsinu.Hilmar Guðmundsson og Anna Sigríður Antonsdóttir, íbúar í húsinuVísir/Stöð2Lögreglan var þá komin á vettvang og slökkvilið rétt ókomið en skamman tíma tók að komast inn. Inni í bílageymslunni voru tíu bílar auk annarra tækja sem hreyfihamlaðir reiða sig á og ljóst að tjónið er mikið. „Tjónið hjá okkur er það að við vitum ekki neitt. nákvæmlega ekki neitt. Ef að bílinn er ónýtur þá tekur það sex til átta mánuði að fá nýja bíl og að eiga við Reykjavíkurborg um að ferðast á meðan, það getur verið snúið. Það er mín reynsla af þeim,“ segir Hilmar.Hvernig hafa viðbrögð húsfélagsins verið eftir brunann í gær? „Engin. Við höfum ekki heyrt í neinum. Ekki húsfélaginu, ekki tryggingunum. Við heyrðum í einum lögreglumanni í gær og þar með er sagan sögð,“ segir Hilmar. Þau segja hljóðið í íbúum hússin dauft enda margir í sömu stöðu. Þær upplýsingar hafa fengist að eldur hafi logað meðal annars í dekkjum í bílageymslunni en íbúar segjast hafa kvartað ítrekað undan rusla- og dótasöfnun í geymslunni. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastsjóri Brynju, húsfélagsVísir/Stöð2Framkvæmdastjóri Brynju húsfélags kannast ekki við að þær kvartanir hafi borist og segir reglur skýrar. „Við munum funda strax í fyrramálið við tryggingafélagið okkar og fara yfir málin og vonandi verðum við með einhver svör þegar að við erum búnir að funda með tryggingafélaginu þannig að við getum upplýst íbúanna sem eiga bílanna í kjallaranum hvernig staðið verður að þeim málum,“ segir Björn Arnar Mangússon, framkvæmdastjóri Brynju húsfélags.Eru tryggingamálin í lagi? „Já tryggingamálin eru í góðu lagi hjá okkur,“ segir Björn. Rannsókn á tildrögum brunans er enn til skoðunar en von er á frumniðurstöðum frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi vikunnar. Eldurinn logaði í dekkjum innst í bílageymlsunni.Vísir/JóhannK Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Íbúar að Sléttuvegi sjö, þar sem eldur kom upp í bílageymslu í gær, gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum. Tíu bílar voru í bílageymslunni og óljóst hvort þeir séu ónýtir en tjónið er umtalsvert. Margir íbúanna sjá fram á erfiðleika með að koma sér á milli staða. Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands og margir íbúanna hreyfihamlaðir. Mörgum þeirra var brugðið við þegar eldurinn uppgötvaðist enda margir sem reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. „Þarna inni eru fæturnir mínir og það sem ég nota til alls sem ég geri utan íbúðar,“ segir Hilmar Guðmundsson, íbúi í húsinu.Urðuð þið snemma vör við að eldur væri í bílageymslunni? „Já ég stóð við eldhúsgluggann og það var farið að væla í brunaviðvörunarkerfinu og ég stóð við eldhúsgluggann og sá að það steig reykur hérna upp úr lúgu hérna og ég öskraði bara þetta er bílageymslan. Þegar þeir skáru þetta, það var bara hryllingur, það var bara mökkur,“ segir Anna Sigríður Antonsdóttir, sem einnig býr í húsinu.Hilmar Guðmundsson og Anna Sigríður Antonsdóttir, íbúar í húsinuVísir/Stöð2Lögreglan var þá komin á vettvang og slökkvilið rétt ókomið en skamman tíma tók að komast inn. Inni í bílageymslunni voru tíu bílar auk annarra tækja sem hreyfihamlaðir reiða sig á og ljóst að tjónið er mikið. „Tjónið hjá okkur er það að við vitum ekki neitt. nákvæmlega ekki neitt. Ef að bílinn er ónýtur þá tekur það sex til átta mánuði að fá nýja bíl og að eiga við Reykjavíkurborg um að ferðast á meðan, það getur verið snúið. Það er mín reynsla af þeim,“ segir Hilmar.Hvernig hafa viðbrögð húsfélagsins verið eftir brunann í gær? „Engin. Við höfum ekki heyrt í neinum. Ekki húsfélaginu, ekki tryggingunum. Við heyrðum í einum lögreglumanni í gær og þar með er sagan sögð,“ segir Hilmar. Þau segja hljóðið í íbúum hússin dauft enda margir í sömu stöðu. Þær upplýsingar hafa fengist að eldur hafi logað meðal annars í dekkjum í bílageymslunni en íbúar segjast hafa kvartað ítrekað undan rusla- og dótasöfnun í geymslunni. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastsjóri Brynju, húsfélagsVísir/Stöð2Framkvæmdastjóri Brynju húsfélags kannast ekki við að þær kvartanir hafi borist og segir reglur skýrar. „Við munum funda strax í fyrramálið við tryggingafélagið okkar og fara yfir málin og vonandi verðum við með einhver svör þegar að við erum búnir að funda með tryggingafélaginu þannig að við getum upplýst íbúanna sem eiga bílanna í kjallaranum hvernig staðið verður að þeim málum,“ segir Björn Arnar Mangússon, framkvæmdastjóri Brynju húsfélags.Eru tryggingamálin í lagi? „Já tryggingamálin eru í góðu lagi hjá okkur,“ segir Björn. Rannsókn á tildrögum brunans er enn til skoðunar en von er á frumniðurstöðum frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi vikunnar. Eldurinn logaði í dekkjum innst í bílageymlsunni.Vísir/JóhannK
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10