Ekki spila með framtíðina þeirra Logi Einarsson skrifar 21. maí 2019 07:00 Í gær birtust andlit 272 ungmenna í opnuauglýsingu í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni „Ekki spila með framtíðina okkar!“ Ungt fólk úr öllum áttum finnur sig knúið til að verja sig og sína framtíð gegn einangrunarhyggju og sundurlyndi. Þau eiga það sameiginlegt að telja opið, frjálst og alþjóðlegt samfélag líklegast til lausnar á aðsteðjandi vandamálum. Undanfarna mánuði hefur ungt fólk einnig farið í loftslagsverkföll til að þrýsta á miklu róttækari aðgerðir í loftslagsmálum. Þetta er kynslóðin sem mun bera uppi íslenskt samfélag næstu áratugina, fólkið sem þarf að taka til eftir okkur. Nýjustu rannsóknir sýna að á næstu árum ræðst hvort mannkyninu tekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum eða við þurfum að fást við skelfilegar afleiðingar þeirra. England og Skotland hafa þegar lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og ljóst er að fleiri þjóðir fylgja í kjölfarið, Ísland líka. Yfirlýsing ein og sér dugar þó skammt. Henni þarf að fylgja eftir með róttækri, skýrri stefnumótun, tímasettum aðgerðum, mælanlegum markmiðum og verulegu fjármagni. Ísland á að vera fyrirmynd í loftslagsmálum. Við þurfum að ráðast í aðgerðir sem krefjast breytinga á samfélagsskipan og hegðun okkar til framtíðar – í því felast vissulega áskoranir en líka tækifæri. Við þurfum grænan samfélagssáttmála þar sem enginn getur skorast undan. Hvorki stjórnvöld, sveitarfélög, fyrirtæki eða einstaklingar. Ungt fólk hefur fundið á eigin skinni hversu mikilvægt það er að eiga í náinni samvinnu við vinaþjóðir okkar í Evrópu og því finnst óhugsandi að vera án þeirra ómældu lífsgæða og tækifæra sem EES hefur fært okkur. Það áttar sig á að við þurfum á öðrum þjóðum að halda ef framtíðarsamfélag okkar á að vera spennandi og fjölbreytt. Og að baráttan gegn loftslagsbreytingum krefst enn nánara alþjóðasamstarfs, eins og aðrar áskoranir nútímans. Hlustum á ungt fólk og tökum þátt í því að tryggja þá framtíð sem það kallar eftir. Byggjum upp betra, opnara, frjálsara, grænna og alþjóðlegra samfélag.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Einarsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær birtust andlit 272 ungmenna í opnuauglýsingu í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni „Ekki spila með framtíðina okkar!“ Ungt fólk úr öllum áttum finnur sig knúið til að verja sig og sína framtíð gegn einangrunarhyggju og sundurlyndi. Þau eiga það sameiginlegt að telja opið, frjálst og alþjóðlegt samfélag líklegast til lausnar á aðsteðjandi vandamálum. Undanfarna mánuði hefur ungt fólk einnig farið í loftslagsverkföll til að þrýsta á miklu róttækari aðgerðir í loftslagsmálum. Þetta er kynslóðin sem mun bera uppi íslenskt samfélag næstu áratugina, fólkið sem þarf að taka til eftir okkur. Nýjustu rannsóknir sýna að á næstu árum ræðst hvort mannkyninu tekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum eða við þurfum að fást við skelfilegar afleiðingar þeirra. England og Skotland hafa þegar lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og ljóst er að fleiri þjóðir fylgja í kjölfarið, Ísland líka. Yfirlýsing ein og sér dugar þó skammt. Henni þarf að fylgja eftir með róttækri, skýrri stefnumótun, tímasettum aðgerðum, mælanlegum markmiðum og verulegu fjármagni. Ísland á að vera fyrirmynd í loftslagsmálum. Við þurfum að ráðast í aðgerðir sem krefjast breytinga á samfélagsskipan og hegðun okkar til framtíðar – í því felast vissulega áskoranir en líka tækifæri. Við þurfum grænan samfélagssáttmála þar sem enginn getur skorast undan. Hvorki stjórnvöld, sveitarfélög, fyrirtæki eða einstaklingar. Ungt fólk hefur fundið á eigin skinni hversu mikilvægt það er að eiga í náinni samvinnu við vinaþjóðir okkar í Evrópu og því finnst óhugsandi að vera án þeirra ómældu lífsgæða og tækifæra sem EES hefur fært okkur. Það áttar sig á að við þurfum á öðrum þjóðum að halda ef framtíðarsamfélag okkar á að vera spennandi og fjölbreytt. Og að baráttan gegn loftslagsbreytingum krefst enn nánara alþjóðasamstarfs, eins og aðrar áskoranir nútímans. Hlustum á ungt fólk og tökum þátt í því að tryggja þá framtíð sem það kallar eftir. Byggjum upp betra, opnara, frjálsara, grænna og alþjóðlegra samfélag.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun