Forseti borgarstjórnar vill bjórkæli í búðina Ari Brynjólfsson skrifar 6. júní 2019 07:15 Dóra Björt Guðjónsdóttir, hér fyrir miðri mynd, er forseti borgarstjórnar. fréttablaðið/anton brink Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, skorar á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að setja aftur kæla í Vínbúðina í Austurstræti. Kælirinn var fjarlægður árið 2007 að ósk Vilhjálms Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra. Líkt og greint var frá í gær var tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um að afnema einokunarverslun ríkisins ekki afgreidd og var hún í kjölfar tillögu borgarstjóra send til umsagnar. „Á meðan við ræddum málið í marga klukkutíma á síðasta borgarstjórnarfundi mundi ég eftir því þegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins ákvað að taka út kæla úr Vínbúðinni í Austurstræti og banna sölu stakra bjóra. Til þess þá að reyna að bola heimilislausu fólki með margþættan vanda í burtu af Austurvelli, eins og þú losnir allt í einu við áfengisvanda með því að bjóðast ekki lengur kaldur, áfengur drykkur. Tel ég þetta því vera magnaða skammsýni sem kemur svo bara niður á öllum á svæðinu,“ segir Dóra Björt. „Neyslustýring hefur oft ekki tilætluð áhrif. Mér finnst, byggt á mínum frjálslyndis- og umburðarlyndishugsjónum, að við eigum frekar að hjálpa og styðja við fólk en að stjórna því. Við eigum ekki að hafa alltaf áhyggjur af því að fólk vilji njóta lífsins.“ Sigrún Ósk Sig urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir núverandi húsnæði ekki bjóða upp á stóran kæli sem hægt væri að ganga inn í. Í dag sé aðeins að finna kæliskáp í versluninni í Kringlunni. Vildi hún að öðru leyti ekki tjá sig þar sem ekki hefði borist formlegt erindi. Fram kemur í nýrri könnun Maskínu að aldrei hafi jafn margir Íslendingar verið hlynntir sölu áfengis í einkareknum verslunum, 44 prósent eru því hlynnt en 40 prósent á móti. „Við þurfum að láta af þessari forræðishyggju og átta okkur á því að Íslendingar eru orðnir frjálslyndari og afslappaðri, því vil ég skora á ÁTVR að setja inn aftur kælana í Vínbúðina í Austurstræti. Þannig getur fólk á þessu svæði notið áfengis með litlum fyrirvara, frekar en að þurfa að fara inn á bari og kaupa áfengi dýrum dómum eða drekka hlandvolgan bjór.“ Dóra Björt studdi tillöguna sjálf, það gerðu einnig aðrir Píratar, borgarfulltrúar Viðreisnar og tveir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örn Þórðarson, var á móti. Málið mætti einnig andstöðu hjá öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Flokki fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Dóra Björt segir það skjóta skökku við að Sjálfstæðismenn séu að setja þetta mál á dagskrá í borgarstjórn þegar þeir séu í ríkisstjórn. „Ég skil ekki alveg þennan skyndilega ákafa Sjálfstæðismanna í þessu máli þó ég styðji það. Þetta er flokkur sem hefur verið við völd á þingi í áratugi en samt hefur málið aldrei farið í aðra umræðu á þinginu,“ segir forseti borgarstjórnar. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, skorar á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að setja aftur kæla í Vínbúðina í Austurstræti. Kælirinn var fjarlægður árið 2007 að ósk Vilhjálms Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra. Líkt og greint var frá í gær var tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um að afnema einokunarverslun ríkisins ekki afgreidd og var hún í kjölfar tillögu borgarstjóra send til umsagnar. „Á meðan við ræddum málið í marga klukkutíma á síðasta borgarstjórnarfundi mundi ég eftir því þegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins ákvað að taka út kæla úr Vínbúðinni í Austurstræti og banna sölu stakra bjóra. Til þess þá að reyna að bola heimilislausu fólki með margþættan vanda í burtu af Austurvelli, eins og þú losnir allt í einu við áfengisvanda með því að bjóðast ekki lengur kaldur, áfengur drykkur. Tel ég þetta því vera magnaða skammsýni sem kemur svo bara niður á öllum á svæðinu,“ segir Dóra Björt. „Neyslustýring hefur oft ekki tilætluð áhrif. Mér finnst, byggt á mínum frjálslyndis- og umburðarlyndishugsjónum, að við eigum frekar að hjálpa og styðja við fólk en að stjórna því. Við eigum ekki að hafa alltaf áhyggjur af því að fólk vilji njóta lífsins.“ Sigrún Ósk Sig urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir núverandi húsnæði ekki bjóða upp á stóran kæli sem hægt væri að ganga inn í. Í dag sé aðeins að finna kæliskáp í versluninni í Kringlunni. Vildi hún að öðru leyti ekki tjá sig þar sem ekki hefði borist formlegt erindi. Fram kemur í nýrri könnun Maskínu að aldrei hafi jafn margir Íslendingar verið hlynntir sölu áfengis í einkareknum verslunum, 44 prósent eru því hlynnt en 40 prósent á móti. „Við þurfum að láta af þessari forræðishyggju og átta okkur á því að Íslendingar eru orðnir frjálslyndari og afslappaðri, því vil ég skora á ÁTVR að setja inn aftur kælana í Vínbúðina í Austurstræti. Þannig getur fólk á þessu svæði notið áfengis með litlum fyrirvara, frekar en að þurfa að fara inn á bari og kaupa áfengi dýrum dómum eða drekka hlandvolgan bjór.“ Dóra Björt studdi tillöguna sjálf, það gerðu einnig aðrir Píratar, borgarfulltrúar Viðreisnar og tveir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örn Þórðarson, var á móti. Málið mætti einnig andstöðu hjá öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Flokki fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Dóra Björt segir það skjóta skökku við að Sjálfstæðismenn séu að setja þetta mál á dagskrá í borgarstjórn þegar þeir séu í ríkisstjórn. „Ég skil ekki alveg þennan skyndilega ákafa Sjálfstæðismanna í þessu máli þó ég styðji það. Þetta er flokkur sem hefur verið við völd á þingi í áratugi en samt hefur málið aldrei farið í aðra umræðu á þinginu,“ segir forseti borgarstjórnar.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira