Gervigreind í vændum Brynjólfur Borgar Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:15 Hugtakið gervigreind virðist á allra vörum þessa dagana. Frumkvöðlar skreyta viðskiptahugmyndir sínar með fyrirheitum um að gervigreind verði nýtt. Fyrirtæki fjárfesta í tæknilegum innviðum og fólki með þekkingu á gervigreind og háskólar mæta aukinni eftirspurn með nýjum námsleiðum á þessu sviði. Fjölmiðlar flytja okkur svo fréttir af tækninýjungum þar sem gervigreind kemur við sögu og fræðingar og spekúlantar skrifa hverja greinina af annarri þar sem þeir sjá fyrir sér nálæga framtíð þar sem þessi tækni er alltumlykjandi og velta afleiðingunum fyrir sér. Þrátt fyrir að tæknin sé enn í þróun er heimurinn smám saman að átta sig á því að gervigreind er að öllum líkindum tímamótatækni (e. general purpose technology) eins og til dæmis gufuafl, rafmagn og tölvur. Áhrif slíkra tækninýjunga eru mikil, útbreidd og ná yfir langan tíma, á efnahag og samfélagið í heild sinni. Og þegar slík tækni á í hlut er annaðhvort að tileinka sér hana eða daga uppi sem hluti af fortíðinni. Til að gera langa sögu stutta má segja að þau fyrirtæki sem ná að beisla þessa nýju tækni og beita henni í starfsemi sinni nái árangri því þar verður ný tegund af þekkingu – vélræn þekking – sköpuð og hagnýtt í starfseminni á hraða tölvunnar. Þessi fyrirtæki eru þegar komin fram á sjónarsviðið og hafa sýnt yfirburðasamkeppnishæfni á þeim mörkuðum þar sem þau hafa látið til sín taka. Líklega mun vélræn þekking knýja áfram fyrirtæki í fremstu röð næstu ár og áratugi. Þessi nýja tækni mun því gegna stóru hlutverki í rekstri fyrirtækja og ýmist leysa okkur menn af hólmi á ákveðnum sviðum eða bæta við nýrri getu eins og vélar hafa í gegnum tíðina gert. Og nú er röðin komin að íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að átta sig á þessari tækni og beita henni í starfseminni. Sum eru þegar byrjuð í þeim tilgangi að bæta vörur og þjónustu, auka framleiðni og samkeppnishæfni. Upplýst og almenn samfélagsumræða um hagnýtingu gervigreindar er hins vegar rétt að byrja. Á leiðarljósið ávallt að vera verðmætasköpun og samkeppnishæfni eða eiga önnur sjónarmið, til dæmis áhrif á samfélag og umhverfi, einnig að vera í forgrunni? Tæknin mun ryðja sér til rúms hvort sem umræðan fer fram eða ekki en líklega værum við öll betur sett ef umræðan færi fram. Fyrirtæki sem vilja hefja þessa vegferð ættu að byrja á því að taka upplýst samtal innan veggja fyrirtækisins um gervigreind og hvernig hana megi hagnýta til að styðja við stefnuna, auka framleiðni og stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið. Í framhaldinu vakna spurningar um tæknilega innviði, gögn, þekkingu, ferla, skipulag og síðast en ekki síst hvað er löglegt og siðlegt að gera. Þetta verður ekki bylting heldur langtíma verkefni sem íslensk fyrirtæki og samfélag munu takast á við á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hugtakið gervigreind virðist á allra vörum þessa dagana. Frumkvöðlar skreyta viðskiptahugmyndir sínar með fyrirheitum um að gervigreind verði nýtt. Fyrirtæki fjárfesta í tæknilegum innviðum og fólki með þekkingu á gervigreind og háskólar mæta aukinni eftirspurn með nýjum námsleiðum á þessu sviði. Fjölmiðlar flytja okkur svo fréttir af tækninýjungum þar sem gervigreind kemur við sögu og fræðingar og spekúlantar skrifa hverja greinina af annarri þar sem þeir sjá fyrir sér nálæga framtíð þar sem þessi tækni er alltumlykjandi og velta afleiðingunum fyrir sér. Þrátt fyrir að tæknin sé enn í þróun er heimurinn smám saman að átta sig á því að gervigreind er að öllum líkindum tímamótatækni (e. general purpose technology) eins og til dæmis gufuafl, rafmagn og tölvur. Áhrif slíkra tækninýjunga eru mikil, útbreidd og ná yfir langan tíma, á efnahag og samfélagið í heild sinni. Og þegar slík tækni á í hlut er annaðhvort að tileinka sér hana eða daga uppi sem hluti af fortíðinni. Til að gera langa sögu stutta má segja að þau fyrirtæki sem ná að beisla þessa nýju tækni og beita henni í starfsemi sinni nái árangri því þar verður ný tegund af þekkingu – vélræn þekking – sköpuð og hagnýtt í starfseminni á hraða tölvunnar. Þessi fyrirtæki eru þegar komin fram á sjónarsviðið og hafa sýnt yfirburðasamkeppnishæfni á þeim mörkuðum þar sem þau hafa látið til sín taka. Líklega mun vélræn þekking knýja áfram fyrirtæki í fremstu röð næstu ár og áratugi. Þessi nýja tækni mun því gegna stóru hlutverki í rekstri fyrirtækja og ýmist leysa okkur menn af hólmi á ákveðnum sviðum eða bæta við nýrri getu eins og vélar hafa í gegnum tíðina gert. Og nú er röðin komin að íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að átta sig á þessari tækni og beita henni í starfseminni. Sum eru þegar byrjuð í þeim tilgangi að bæta vörur og þjónustu, auka framleiðni og samkeppnishæfni. Upplýst og almenn samfélagsumræða um hagnýtingu gervigreindar er hins vegar rétt að byrja. Á leiðarljósið ávallt að vera verðmætasköpun og samkeppnishæfni eða eiga önnur sjónarmið, til dæmis áhrif á samfélag og umhverfi, einnig að vera í forgrunni? Tæknin mun ryðja sér til rúms hvort sem umræðan fer fram eða ekki en líklega værum við öll betur sett ef umræðan færi fram. Fyrirtæki sem vilja hefja þessa vegferð ættu að byrja á því að taka upplýst samtal innan veggja fyrirtækisins um gervigreind og hvernig hana megi hagnýta til að styðja við stefnuna, auka framleiðni og stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið. Í framhaldinu vakna spurningar um tæknilega innviði, gögn, þekkingu, ferla, skipulag og síðast en ekki síst hvað er löglegt og siðlegt að gera. Þetta verður ekki bylting heldur langtíma verkefni sem íslensk fyrirtæki og samfélag munu takast á við á næstu árum.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar