Áskorun um áfengi í búðir send til umsagnar í borgarnefndum Ari Brynjólfsson skrifar 5. júní 2019 07:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að skora á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu var vísað til umsagnar í borgarstjórn í gær. Borgarfulltrúar Viðreisnar og Pírata styðja málið ásamt borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að vísa málinu til umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs. Það var samþykkt með tólf atkvæðum gegn tíu. „Þetta styður við markmið borgarinnar í aðalskipulagi um að gera hverfin meira sjálfbær. Markmiðið er að fólk geti sótt sér alla helstu þjónustu inni í hverfunum, við viljum þannig koma í veg fyrir að fólk þurfi þá að fara allar leiðir á bíl,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem talaði fyrir tillögunni. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sagði ekkert liggja á, það væri nægur tíma til að fá umsagnir. „Stuðningur Viðreisnar og Pírata hefði nægt til að tryggja þessu einfalda frelsismáli framgang. Vandræðalegt að fulltrúar þessara flokki hafi ekki staðið með prinsippunum er til kastanna kom,“ segir Hildur. Alþingi hefur oft tekið fyrir frumvörp um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu. Nú er frumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, á borði velferðarnefndar. Fram kemur í umsögn Embættis landlæknis að það geti haft skaðleg áhrif á heilbrigði þar sem niðurstöður rannsókna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýni að takmarkað aðgengi dragi úr neyslu. Hildur segir alls ekki gert lítið úr skaðlegum áhrifum áfengis. „Við teljum forvarnir bestu leiðina til að tækla það. Fólk virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag tryggir mjög gott aðgengi að áfengi.“ Bendir hún á mikla fjölgun Vínbúða og lengri opnunartíma. „Þar er líka mikið úrval og verðinu haldið í algjöru lágmarki, svo miklu að það má færa fyrir því að rök að Vínbúðirnar séu reknar með tapi. Hildur segir að setja megi einkaaðilum skorður með löggjöf, til dæmis á hvaða tíma má selja og undir hvaða kringumstæðum. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er andvíg málinu. Hún segir að leyfa áfengissölu í smásölu hafi ekkert að gera með eflingu nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur eða styrkingar hverfaverslana. „Það þarf mikið ímyndunarafl til að blanda saman markmiði aðalskipulags Reykjavíkur og frekara frjálsu aðgengi að áfengi,“ segir í bókun Vigdísar. Nú þegar séu útsölustaðir í Reykjavík í öllum hverfum borgarinnar, þar að auki þurfi borgin að viðurkenna aukin vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra af þeim sökum. „Þessi tillaga á ekkert skylt við frelsi. Frelsi til áfengiskaupa er nú þegar til staðar.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að skora á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu var vísað til umsagnar í borgarstjórn í gær. Borgarfulltrúar Viðreisnar og Pírata styðja málið ásamt borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að vísa málinu til umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs. Það var samþykkt með tólf atkvæðum gegn tíu. „Þetta styður við markmið borgarinnar í aðalskipulagi um að gera hverfin meira sjálfbær. Markmiðið er að fólk geti sótt sér alla helstu þjónustu inni í hverfunum, við viljum þannig koma í veg fyrir að fólk þurfi þá að fara allar leiðir á bíl,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem talaði fyrir tillögunni. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sagði ekkert liggja á, það væri nægur tíma til að fá umsagnir. „Stuðningur Viðreisnar og Pírata hefði nægt til að tryggja þessu einfalda frelsismáli framgang. Vandræðalegt að fulltrúar þessara flokki hafi ekki staðið með prinsippunum er til kastanna kom,“ segir Hildur. Alþingi hefur oft tekið fyrir frumvörp um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu. Nú er frumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, á borði velferðarnefndar. Fram kemur í umsögn Embættis landlæknis að það geti haft skaðleg áhrif á heilbrigði þar sem niðurstöður rannsókna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýni að takmarkað aðgengi dragi úr neyslu. Hildur segir alls ekki gert lítið úr skaðlegum áhrifum áfengis. „Við teljum forvarnir bestu leiðina til að tækla það. Fólk virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag tryggir mjög gott aðgengi að áfengi.“ Bendir hún á mikla fjölgun Vínbúða og lengri opnunartíma. „Þar er líka mikið úrval og verðinu haldið í algjöru lágmarki, svo miklu að það má færa fyrir því að rök að Vínbúðirnar séu reknar með tapi. Hildur segir að setja megi einkaaðilum skorður með löggjöf, til dæmis á hvaða tíma má selja og undir hvaða kringumstæðum. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er andvíg málinu. Hún segir að leyfa áfengissölu í smásölu hafi ekkert að gera með eflingu nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur eða styrkingar hverfaverslana. „Það þarf mikið ímyndunarafl til að blanda saman markmiði aðalskipulags Reykjavíkur og frekara frjálsu aðgengi að áfengi,“ segir í bókun Vigdísar. Nú þegar séu útsölustaðir í Reykjavík í öllum hverfum borgarinnar, þar að auki þurfi borgin að viðurkenna aukin vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra af þeim sökum. „Þessi tillaga á ekkert skylt við frelsi. Frelsi til áfengiskaupa er nú þegar til staðar.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira