Hættan af glæpum Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. júní 2019 07:00 Ég ætla ekki að draga í efa þá niðurstöðu Ríkislögreglustjóra, sem embættið hefur nú opinberað með skýrslu, að íslensku samfélagi stafi gríðarleg hætta af skipulagðri glæpastarfsemi. Sjálfsagt hefur embættið mikið til síns mál. Einhverjir tugir, eða hundruð, glæpamanna starfa skipulega á Íslandi segir löggan, svindla á kerfum og sinna eftirspurn eftir ólöglegum varningi og þjónustu, aðallega eiturlyfjum, undirborguðu vinnuafli (þrælum) og vændi. Megi lögreglunni vegna sem allra best í að uppræta svona óáran og vísast er nokkuð til í því — þótt ég voni að það sé ekki eina ástæða skýrslunnar — að lögreglan þarf meira fé til þess arna. En sem sagt. Löggan segir þetta. Maður hlustar. Í kjölfarið vakna samt fjölmargar spurningar og vangaveltur fyrir svona óþolandi afstæðispésa eins og maður er, sífellt nöldrandi „en þetta“ og „en hitt“. Ég iða af spurningunum. Hvað á lögreglan við? Er Ísland hættulegt? Hvers eðlis er þessi vandi?Örugg veröld Nú er ég í útlöndum, búinn að ferðast með fjölskyldunni um lönd sem mörg hver hafa þannig orðspor hvað glæpi varðar að sumir vinir mínir héldu að við hjónin værum klikkuð að ætla að fara þangað með börnin. En við höfum ekki lent í neinu misjöfnu, aldrei fundið til óöryggis eða verið ógnað á nokkurn hátt. Við höfum bara kynnst góðu fólki. Og hvað er ég að segja með þessu? Jú, þrátt fyrir að í Kólumbíu, svo ég nefni dæmi, hafi ekkert mætt okkur nema elskulegheitin, þá vitum við auðvitað að í Kólumbíu er líka að finna einhverjar harðsvíruðustu glæpaklíkur jarðar, jafnvel verri en á Íslandi. Ein af uppgötvunum okkar á ferðalaginu er hins vegar sú að öryggi felst ekki bara í því hvernig heimurinn er heldur líka í því hvernig maður sjálfur hagar sér. Ef maður er ekki úti í botngötu klukkan tvö um nótt að sverma fyrir kaupum á ofskynjunarsveppum eða skannandi barina í leit að ódýru vinnuafli fyrir leynilegan námugröft, þá lendir maður ekki í miklu veseni. Ef maður sjálfur er varkár og lætur hjá líða að gera heimskulega hluti, þá er veröldin eins örugg og hún getur yfirleitt verið. Sama er væntanlega uppi á teningnum á Íslandi. Ef maður er ekki fáviti, svermandi fyrir vændi og ódýru vinnuafli, eða fastur í viðjum fíknar, þá er Ísland jafnvel enn öruggara en það raunverulega er samkvæmt öllum alþjóðlegum samanburði.Að uppræta undirheima Mig grunar að veröldin sé orðin þannig í mun meiri mæli en áður, að glæpirnir séu í glæpaheimum, en snerti minna aðra en þá sem lifa þar og hrærast, sem gerendur eða þolendur. Verkefnið er þar með að fækka þeim sem búa í glæpaheimum. Við eina brú í Kostaríka, þar sem gjarnan er hægt að sjá urmul af krókódílum, var áður mikið um smáglæpi. Verið var að brjótast inn í bíla fólks á meðan það glápti á krókódílana. Núna hins vegar er framtakssamt fólk farið að bjóða ferðamönnum að fylgjast með bílunum þeirra og taka örlítið gjald fyrir. Kannski eru þetta sömu menn og voru áður ræningjar. Þeir hafa séð meiri möguleika í þessu. Svipað er að gerast mjög víða held ég. Hagur fólks af því að ferðamenn séu öruggir er svo mikill, að rán og rupl eru álitin tilræði við samfélagið og sjálfa tekjulindina. Hér sést hið fornkveðna. Til þess að glíma við glæpi er ekki endilega besta lausnin að hella fé í lögregluna svo að hún geti komið bófum bak við lás og slá, þótt oft sé vissulega ærið tilefni til þess. Það gæti hins vegar orðið eilífðarbarátta. Ég held að viðureignin við glæpi hljóti alltaf að fela í sér hið margbrotna og erfiða verkefni að breyta samfélagi, hugsunarhætti, að opna augu. Ef eftirspurn fíkla er sinnt af öðrum en smyglurum — til dæmis meðferðarstofnunum — hverfur eftirspurnin á hinum ólöglega markaði. Glíman er við eftirspurnina, ekki framboðið. Ný hugsun breytir eðli verkefnisins.Máttur nýrrar nálgunar Í Kólumbíu var saminn friður við skæruliðasamtök byltingarsinna í sársaukafullu ferli sem þurfti mikið hugrekki. Þar með hættu skæruliðarnir að fjármagna starfsemi sína með eiturlyfjaframleiðslu og glæpum og bjóða núna frekar fram til þings, eins og menn gera á Íslandi og víðar. Í landinu ríkir langþráður friður. Enginn vill hverfa aftur til fyrri tíma. Barátta lögreglu og hers við skæruliðana skilaði engu. Það þurfti aðra hugsun. Því segi ég þetta og ég vona að lögreglan sé því að einhverju leyti sammála: Mesta hættan sem steðjar að samfélagi, svona glæpalega séð, er sú að glíman við glæpi verði einstrengingsleg, þvermóðskufull og laus við alla viðleitni til þess að skilja veröldina og leysa vandamálin með nýrri nálgun. Það er oft erfitt, en líklega skilar ekkert annað meiri árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að draga í efa þá niðurstöðu Ríkislögreglustjóra, sem embættið hefur nú opinberað með skýrslu, að íslensku samfélagi stafi gríðarleg hætta af skipulagðri glæpastarfsemi. Sjálfsagt hefur embættið mikið til síns mál. Einhverjir tugir, eða hundruð, glæpamanna starfa skipulega á Íslandi segir löggan, svindla á kerfum og sinna eftirspurn eftir ólöglegum varningi og þjónustu, aðallega eiturlyfjum, undirborguðu vinnuafli (þrælum) og vændi. Megi lögreglunni vegna sem allra best í að uppræta svona óáran og vísast er nokkuð til í því — þótt ég voni að það sé ekki eina ástæða skýrslunnar — að lögreglan þarf meira fé til þess arna. En sem sagt. Löggan segir þetta. Maður hlustar. Í kjölfarið vakna samt fjölmargar spurningar og vangaveltur fyrir svona óþolandi afstæðispésa eins og maður er, sífellt nöldrandi „en þetta“ og „en hitt“. Ég iða af spurningunum. Hvað á lögreglan við? Er Ísland hættulegt? Hvers eðlis er þessi vandi?Örugg veröld Nú er ég í útlöndum, búinn að ferðast með fjölskyldunni um lönd sem mörg hver hafa þannig orðspor hvað glæpi varðar að sumir vinir mínir héldu að við hjónin værum klikkuð að ætla að fara þangað með börnin. En við höfum ekki lent í neinu misjöfnu, aldrei fundið til óöryggis eða verið ógnað á nokkurn hátt. Við höfum bara kynnst góðu fólki. Og hvað er ég að segja með þessu? Jú, þrátt fyrir að í Kólumbíu, svo ég nefni dæmi, hafi ekkert mætt okkur nema elskulegheitin, þá vitum við auðvitað að í Kólumbíu er líka að finna einhverjar harðsvíruðustu glæpaklíkur jarðar, jafnvel verri en á Íslandi. Ein af uppgötvunum okkar á ferðalaginu er hins vegar sú að öryggi felst ekki bara í því hvernig heimurinn er heldur líka í því hvernig maður sjálfur hagar sér. Ef maður er ekki úti í botngötu klukkan tvö um nótt að sverma fyrir kaupum á ofskynjunarsveppum eða skannandi barina í leit að ódýru vinnuafli fyrir leynilegan námugröft, þá lendir maður ekki í miklu veseni. Ef maður sjálfur er varkár og lætur hjá líða að gera heimskulega hluti, þá er veröldin eins örugg og hún getur yfirleitt verið. Sama er væntanlega uppi á teningnum á Íslandi. Ef maður er ekki fáviti, svermandi fyrir vændi og ódýru vinnuafli, eða fastur í viðjum fíknar, þá er Ísland jafnvel enn öruggara en það raunverulega er samkvæmt öllum alþjóðlegum samanburði.Að uppræta undirheima Mig grunar að veröldin sé orðin þannig í mun meiri mæli en áður, að glæpirnir séu í glæpaheimum, en snerti minna aðra en þá sem lifa þar og hrærast, sem gerendur eða þolendur. Verkefnið er þar með að fækka þeim sem búa í glæpaheimum. Við eina brú í Kostaríka, þar sem gjarnan er hægt að sjá urmul af krókódílum, var áður mikið um smáglæpi. Verið var að brjótast inn í bíla fólks á meðan það glápti á krókódílana. Núna hins vegar er framtakssamt fólk farið að bjóða ferðamönnum að fylgjast með bílunum þeirra og taka örlítið gjald fyrir. Kannski eru þetta sömu menn og voru áður ræningjar. Þeir hafa séð meiri möguleika í þessu. Svipað er að gerast mjög víða held ég. Hagur fólks af því að ferðamenn séu öruggir er svo mikill, að rán og rupl eru álitin tilræði við samfélagið og sjálfa tekjulindina. Hér sést hið fornkveðna. Til þess að glíma við glæpi er ekki endilega besta lausnin að hella fé í lögregluna svo að hún geti komið bófum bak við lás og slá, þótt oft sé vissulega ærið tilefni til þess. Það gæti hins vegar orðið eilífðarbarátta. Ég held að viðureignin við glæpi hljóti alltaf að fela í sér hið margbrotna og erfiða verkefni að breyta samfélagi, hugsunarhætti, að opna augu. Ef eftirspurn fíkla er sinnt af öðrum en smyglurum — til dæmis meðferðarstofnunum — hverfur eftirspurnin á hinum ólöglega markaði. Glíman er við eftirspurnina, ekki framboðið. Ný hugsun breytir eðli verkefnisins.Máttur nýrrar nálgunar Í Kólumbíu var saminn friður við skæruliðasamtök byltingarsinna í sársaukafullu ferli sem þurfti mikið hugrekki. Þar með hættu skæruliðarnir að fjármagna starfsemi sína með eiturlyfjaframleiðslu og glæpum og bjóða núna frekar fram til þings, eins og menn gera á Íslandi og víðar. Í landinu ríkir langþráður friður. Enginn vill hverfa aftur til fyrri tíma. Barátta lögreglu og hers við skæruliðana skilaði engu. Það þurfti aðra hugsun. Því segi ég þetta og ég vona að lögreglan sé því að einhverju leyti sammála: Mesta hættan sem steðjar að samfélagi, svona glæpalega séð, er sú að glíman við glæpi verði einstrengingsleg, þvermóðskufull og laus við alla viðleitni til þess að skilja veröldina og leysa vandamálin með nýrri nálgun. Það er oft erfitt, en líklega skilar ekkert annað meiri árangri.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun