Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Sighvatur Jónsson skrifar 14. júní 2019 18:30 Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. Eftir mikla þurrkatíð er hætta talin á gróðureldum í sumarhúsabyggðum á Vesturlandi. Brýnt er fyrir fólki að vara varlega með eld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Ekki er útlit fyrir úrkomu á svæðinu næstu daga. Síðast rigndi þar í byrjun maí. Bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Það kom sér vel í dag þegar eldur kviknaði við svínabú á Hýrumel í Borgarfirði. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn fljótt sem talinn er hafa kviknað í rafmagnstöflu.Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld viðbrögð vegna gróðurelda. Æfingin hefst klukkan 19.30 og nær hámarki í Skorradal um klukkustund síðar. Meðal annars verður prófað hvernig gengur að komast að vatni. Slökkvibíll komst ekki að sumarbústað í Skorradal sem kviknaði í um miðjan apríl vegna þess hversu þröngur vegurinn að bústaðnum er.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2Þyrla ekki við æfinguna Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við æfinguna í Skorradal í kvöld vegna annarra verkefna. En komi upp gróðureldur er hún til taks ásamt svokallaðri slökkviskjólu. „Þyrlan Líf er klár til þess að fara með búnaðinn ef á þarf að halda. En þetta er sennilega seinasta árið sem þessi búnaður verður í notkun því að hann er kominn til ára sinna og þarfnast endurnýjunar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ásgrímur segir að endurnýja þurfi búnaðinn fyrir næsta vor. Áætlað er að ný skjóla kosti um níu milljónir króna. Búnaðinn er eingöngu hægt að nota með þyrlunni Líf. Krókar verða settir á tvær nýjar þyrlur, Eir og Gró, svo allar þyrlurnar nýtist til að slökkva gróðurelda. „Það er hægt að fá fullkomnari búnað þar sem er einhvers konar sogbarki og dæla þannig að það er hægt að dæla upp í fötuna í stað þess að dýfa henni í, sem getur reynst vel þegar vatnið sem er sótt er í hana er í grunnu vatni,“ segir Ásgrímur. Almannavarnir Borgarbyggð Landhelgisgæslan Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Sjá meira
Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. Eftir mikla þurrkatíð er hætta talin á gróðureldum í sumarhúsabyggðum á Vesturlandi. Brýnt er fyrir fólki að vara varlega með eld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Ekki er útlit fyrir úrkomu á svæðinu næstu daga. Síðast rigndi þar í byrjun maí. Bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Það kom sér vel í dag þegar eldur kviknaði við svínabú á Hýrumel í Borgarfirði. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn fljótt sem talinn er hafa kviknað í rafmagnstöflu.Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld viðbrögð vegna gróðurelda. Æfingin hefst klukkan 19.30 og nær hámarki í Skorradal um klukkustund síðar. Meðal annars verður prófað hvernig gengur að komast að vatni. Slökkvibíll komst ekki að sumarbústað í Skorradal sem kviknaði í um miðjan apríl vegna þess hversu þröngur vegurinn að bústaðnum er.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2Þyrla ekki við æfinguna Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við æfinguna í Skorradal í kvöld vegna annarra verkefna. En komi upp gróðureldur er hún til taks ásamt svokallaðri slökkviskjólu. „Þyrlan Líf er klár til þess að fara með búnaðinn ef á þarf að halda. En þetta er sennilega seinasta árið sem þessi búnaður verður í notkun því að hann er kominn til ára sinna og þarfnast endurnýjunar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ásgrímur segir að endurnýja þurfi búnaðinn fyrir næsta vor. Áætlað er að ný skjóla kosti um níu milljónir króna. Búnaðinn er eingöngu hægt að nota með þyrlunni Líf. Krókar verða settir á tvær nýjar þyrlur, Eir og Gró, svo allar þyrlurnar nýtist til að slökkva gróðurelda. „Það er hægt að fá fullkomnari búnað þar sem er einhvers konar sogbarki og dæla þannig að það er hægt að dæla upp í fötuna í stað þess að dýfa henni í, sem getur reynst vel þegar vatnið sem er sótt er í hana er í grunnu vatni,“ segir Ásgrímur.
Almannavarnir Borgarbyggð Landhelgisgæslan Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Sjá meira