Viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 26. júní 2019 12:02 Utanríkisráðuneytið lét nýverið gera könnun á viðhorfi Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti mjög jákvæðar. Þar má nefna það viðhorf stórs meirihluta svarenda að hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóðaviðskiptum (78,3%). Sama má segja um jákvætt viðhorf gagnvart norrænu samstarfi (92%) og þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum (77,9%) og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (80,8%). Loks var gott að sjá hversu hátt hlufall svarenda telur mikilvægt að Ísland veiti þróunarríkjum aðstoð (79,1%) og veiti mannúðaraðstoð (84%). Viðhorf svarenda gagnvart þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi Evrópuríkja lofar hins vegar ekki jafn góðu. Það getur varla talist fullnægjandi að 55% svarenda séu jákvæðir gagnvart EES-samningnum, umfangsmesta og mikilvægasta milliríkjasamningi sem Ísland á aðild að. Þarna vantar greinilega eitthvað upp á. Sömuleiðis er það afar langt frá því að vera fullnægjandi að einungis 50,8% svarenda séu jákvæðir gagnvart virkri þátttöku Íslands í Evrópuráðinu í Strassborg, mikilvægustu mannréttindastofnun Evrópu. Þar spilar stefna íslenskra stjórnvalda vafalaust inn í en starfi ráðsins er ekki sinnt af meiri festu en svo að Ísland er eina aðildarríki ráðsins sem ekki starfrækir fastanefnd í Strassborg. Áætlað var að enduropna fastanefndina árið 2016 en þess í stað var fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu fært hingað heim á síðasta ári. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021 og því ekki seinna vænna að spýta verulega í lófana, bæði hvað varðar virka þátttöku í starfi Evrópuráðsins en ekki síður þegar kemur að því að auka þekkingu og skilning almennings á starfi og mikilvægi ráðsins. Í þessu samhengi er þó rétt að nefna að alþingismenn hafa í gegnum tíðina látið vel til sín taka innan Evrópuráðsþingsins, einnar helstu stofnunar Evrópuráðsins, og það ekki síst núverandi formaður og varaformaður Íslandsdeildar. Loks verður að teljast áhugavert, í ljósi aukinnar viðveru Bandaríkjahers á Íslandi og áforma um milljarðafjárfestingar hersins á Keflavíkurflugvelli á næstu árum, að einungis 37,1% svarenda séu jákvæðir í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin og 49% gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Kannanir sem þessar varpa að mörgu leyti ljósi á þau tengsl sem geta verið á milli þekkingar fólks á viðfangsefni og viðhorfi þess gagnvart því. Þörf er á aukinni umræðu um utanríkismál á Íslandi, bæði meðal almennings og ekki síður meðal kjörinna fulltrúa. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt. Nauðsynlegt er að lögð sé tilhlýðileg áhersla á og unnið gagngert að því að auka þekkingu, umræðu og skilning á málaflokknum. Það mun ótvírætt skila sér í bæði upplýstari og lýðræðislegri ákvarðanatöku um utanríkismál. Það er af nægu að taka í niðurstöðum umræddrar könnunnar sem verður vonandi uppspretta frekari umræðna um utanríkismál á komandi misserum. Þá væri í sjálfu sér vissum tilgangi náð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið lét nýverið gera könnun á viðhorfi Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti mjög jákvæðar. Þar má nefna það viðhorf stórs meirihluta svarenda að hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóðaviðskiptum (78,3%). Sama má segja um jákvætt viðhorf gagnvart norrænu samstarfi (92%) og þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum (77,9%) og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (80,8%). Loks var gott að sjá hversu hátt hlufall svarenda telur mikilvægt að Ísland veiti þróunarríkjum aðstoð (79,1%) og veiti mannúðaraðstoð (84%). Viðhorf svarenda gagnvart þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi Evrópuríkja lofar hins vegar ekki jafn góðu. Það getur varla talist fullnægjandi að 55% svarenda séu jákvæðir gagnvart EES-samningnum, umfangsmesta og mikilvægasta milliríkjasamningi sem Ísland á aðild að. Þarna vantar greinilega eitthvað upp á. Sömuleiðis er það afar langt frá því að vera fullnægjandi að einungis 50,8% svarenda séu jákvæðir gagnvart virkri þátttöku Íslands í Evrópuráðinu í Strassborg, mikilvægustu mannréttindastofnun Evrópu. Þar spilar stefna íslenskra stjórnvalda vafalaust inn í en starfi ráðsins er ekki sinnt af meiri festu en svo að Ísland er eina aðildarríki ráðsins sem ekki starfrækir fastanefnd í Strassborg. Áætlað var að enduropna fastanefndina árið 2016 en þess í stað var fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu fært hingað heim á síðasta ári. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021 og því ekki seinna vænna að spýta verulega í lófana, bæði hvað varðar virka þátttöku í starfi Evrópuráðsins en ekki síður þegar kemur að því að auka þekkingu og skilning almennings á starfi og mikilvægi ráðsins. Í þessu samhengi er þó rétt að nefna að alþingismenn hafa í gegnum tíðina látið vel til sín taka innan Evrópuráðsþingsins, einnar helstu stofnunar Evrópuráðsins, og það ekki síst núverandi formaður og varaformaður Íslandsdeildar. Loks verður að teljast áhugavert, í ljósi aukinnar viðveru Bandaríkjahers á Íslandi og áforma um milljarðafjárfestingar hersins á Keflavíkurflugvelli á næstu árum, að einungis 37,1% svarenda séu jákvæðir í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin og 49% gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Kannanir sem þessar varpa að mörgu leyti ljósi á þau tengsl sem geta verið á milli þekkingar fólks á viðfangsefni og viðhorfi þess gagnvart því. Þörf er á aukinni umræðu um utanríkismál á Íslandi, bæði meðal almennings og ekki síður meðal kjörinna fulltrúa. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt. Nauðsynlegt er að lögð sé tilhlýðileg áhersla á og unnið gagngert að því að auka þekkingu, umræðu og skilning á málaflokknum. Það mun ótvírætt skila sér í bæði upplýstari og lýðræðislegri ákvarðanatöku um utanríkismál. Það er af nægu að taka í niðurstöðum umræddrar könnunnar sem verður vonandi uppspretta frekari umræðna um utanríkismál á komandi misserum. Þá væri í sjálfu sér vissum tilgangi náð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun