RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. júní 2019 06:30 Jón Ársæll Þórðarson. Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður konunnar, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að málið tengist sjónvarpsþættinum. Hins vegar ríkir leynd yfir því um hvað málið snýst og hvaða kröfu konan gerir í málinu. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið og vísuðu á lögmann konunnar. Ólafur Valur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Í umræddum þætti Paradísarheimtar ræddi Jón Ársæll við konuna sem þá var þrítug og afplánaði dóm á Sogni. Gerði hún upp erfið uppvaxtarár sín og baráttu við fíkn. Um þáttinn var fjallað í netmiðlum eftir að hann var sýndur og vakti hann nokkra athygli líkt og fleiri þættir í þáttaröð Jóns Ársæls. Það var engin lognmolla í kringum sýningu þáttanna síðastliðinn vetur enda efnistökin oft viðkvæm og vandmeðfarin. Hafa meðal annars einstaklingar sem birtust í þáttunum í misjöfnu ástandi kvartað opinberlega undan því. Þá komust þættirnir einnig í fréttir í janúar síðastliðnum þegar greint var frá því að RÚV hefði ákveðið að fresta sýningu eins þáttar, þar sem rætt var við yfirlýstan íslenskan nasista. Ástæðan var að sýningardagur þáttarins lenti fyrir tilviljun á alþjóðlegum minningardegi um helförina. Mál konunnar gegn Jóni Ársæli og Ríkisútvarpinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira
Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður konunnar, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að málið tengist sjónvarpsþættinum. Hins vegar ríkir leynd yfir því um hvað málið snýst og hvaða kröfu konan gerir í málinu. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið og vísuðu á lögmann konunnar. Ólafur Valur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Í umræddum þætti Paradísarheimtar ræddi Jón Ársæll við konuna sem þá var þrítug og afplánaði dóm á Sogni. Gerði hún upp erfið uppvaxtarár sín og baráttu við fíkn. Um þáttinn var fjallað í netmiðlum eftir að hann var sýndur og vakti hann nokkra athygli líkt og fleiri þættir í þáttaröð Jóns Ársæls. Það var engin lognmolla í kringum sýningu þáttanna síðastliðinn vetur enda efnistökin oft viðkvæm og vandmeðfarin. Hafa meðal annars einstaklingar sem birtust í þáttunum í misjöfnu ástandi kvartað opinberlega undan því. Þá komust þættirnir einnig í fréttir í janúar síðastliðnum þegar greint var frá því að RÚV hefði ákveðið að fresta sýningu eins þáttar, þar sem rætt var við yfirlýstan íslenskan nasista. Ástæðan var að sýningardagur þáttarins lenti fyrir tilviljun á alþjóðlegum minningardegi um helförina. Mál konunnar gegn Jóni Ársæli og Ríkisútvarpinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira
RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00