Tími til að vakna Snorri Örn Arnaldsson skrifar 25. júní 2019 16:24 Síðustu misseri hefur nokkuð verið rætt um aðstöðumál landsliða og íþróttahreyfingarinnar, enda ekki vanþörf á. Mikið hefur verið ritað um Laugardalsvöll, ég ætla því að láta það ógert að blanda mér í það mál. Aftur á móti ætla ég að beina spjótum mínum að aðstöðuleysi körfubolta- og handboltalandsliðanna. KKÍ og HSÍ hafa barist ötullega fyrir bættri aðstöðu, en því miður ekki enn haft erindi sem erfiði.Úrelt keppnishöll Laugardalshöllin hefur þjónað landanum með ágætum frá því hún var tekin í notkun 1965, fyrir 54 árum síðan. Á þeim tíma var talið að höllin myndi nýtast í um 20 ár, en þó nokkuð er komið fram yfir þær áætlanir. Það væri svo sem ekkert vandamál ef höllin þjónaði því hlutverki sem henni er ætlað, að hýsa landsleiki í samræmi við þær kröfur og reglur sem um þá viðburði gilda. Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni, og er pikkfastur. Höllin uppfyllir fæsta þá staðla sem um keppnishallir gilda, og skiptir þá engu hvar tæpt er niður. Búningsaðstaða, aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, aðstaða fyrir upphitun, stærð gólfflatar, fjöldi bílastæða, aðstaða fyrir fjölmiðla, aðstaða fyrir áhorfendur, aðkoma áhorfenda, aðstaða fyrir veitingasölu, aðstaða fyrir dómara, aðstaða til lyfjaprófana, lýsing og fjöldi sæta fyrir áhorfendur eru nokkur atriði sem má telja til. Í stuttu máli, þá er Laugardalshöllin að daðra við brottrekstrarvillu, eða á gulu spjaldi, hvernig sem við viljum orða það, og þess er ekki langt að bíða að FIBA og IHF/EHF banni landsleiki í Laugardalshöllinni. Landslið í íþróttatösku Landslið í körfubolta og handbolta þurfa að reiða sig á velvilja sinna aðildarfélaga til að fá æfingatíma fyrir landsliðin. A landslið, U21, U20, U19, U18, U17, U16, U15 og önnur afreksverkefni treysta á að aðildarfélögin spili með í þessu aðstöðuleysispili sem ríkisvaldið spilar, svo landslið geti undirbúið sig fyrir alþjóðamót. Birst hafa fréttir af því að A landslið hafi þurft að æfa vítt og dreift um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi fyrir mikilvæga landsleiki. Heimavöllurinn í Laugardalnum er ekki meiri heimavöllur en svo að landsliðin geta ekki einu sinni undirbúið sig á "heimavelli". Hvað vantar? Hér vantar íþróttahús sem uppfyllir þá staðla og kröfur sem settar eru í dag. Það vantar íþróttahús fyrir meira en 5000 áhorfendur, þar sem aðstaða fyrir keppendur er góð, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir fjölmiðla, þar sem gert er ráð fyrir eðlilegri áhorfendaaðstöðu, þar sem gólfflötur er nægilegur og svo mætti áfram telja. Það vantar íþróttahús þar sem landsliðin geta æft og undirbúið sig fyrir alþjóðakeppnir, þar sem sérsamböndin geta sinnt sínu starfi með eðlilegum hætti. Reglugerðin Mennta- og menningarmálaráðherra setti reglugerð 388 um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum árið 2018. Reglugerðin er gott fyrsta skref, en ekki mikið meira en það. Ljóst er að ríkið er ekki að fara eftir eigin reglugerð, en þar stendur orðrétt: „Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að íþróttamannvirki sem nota skal sem þjóðarleikvang í íþróttum séu viðurkennd samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Leitast skal við að veita sérsamböndum íþróttagreina, sem hafa skapað sér sterka stöðu alþjóðlega og skipuleggja alþjóðleg íþróttamót á Íslandi, nauðsynlega umgjörð og aðgengi að íþróttamannvirkjum sem standast kröfur um slíkar keppnir.“ Hvað þá? Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?Höfundur er körfuboltaþjálfari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Íþróttir Körfubolti Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur nokkuð verið rætt um aðstöðumál landsliða og íþróttahreyfingarinnar, enda ekki vanþörf á. Mikið hefur verið ritað um Laugardalsvöll, ég ætla því að láta það ógert að blanda mér í það mál. Aftur á móti ætla ég að beina spjótum mínum að aðstöðuleysi körfubolta- og handboltalandsliðanna. KKÍ og HSÍ hafa barist ötullega fyrir bættri aðstöðu, en því miður ekki enn haft erindi sem erfiði.Úrelt keppnishöll Laugardalshöllin hefur þjónað landanum með ágætum frá því hún var tekin í notkun 1965, fyrir 54 árum síðan. Á þeim tíma var talið að höllin myndi nýtast í um 20 ár, en þó nokkuð er komið fram yfir þær áætlanir. Það væri svo sem ekkert vandamál ef höllin þjónaði því hlutverki sem henni er ætlað, að hýsa landsleiki í samræmi við þær kröfur og reglur sem um þá viðburði gilda. Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni, og er pikkfastur. Höllin uppfyllir fæsta þá staðla sem um keppnishallir gilda, og skiptir þá engu hvar tæpt er niður. Búningsaðstaða, aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, aðstaða fyrir upphitun, stærð gólfflatar, fjöldi bílastæða, aðstaða fyrir fjölmiðla, aðstaða fyrir áhorfendur, aðkoma áhorfenda, aðstaða fyrir veitingasölu, aðstaða fyrir dómara, aðstaða til lyfjaprófana, lýsing og fjöldi sæta fyrir áhorfendur eru nokkur atriði sem má telja til. Í stuttu máli, þá er Laugardalshöllin að daðra við brottrekstrarvillu, eða á gulu spjaldi, hvernig sem við viljum orða það, og þess er ekki langt að bíða að FIBA og IHF/EHF banni landsleiki í Laugardalshöllinni. Landslið í íþróttatösku Landslið í körfubolta og handbolta þurfa að reiða sig á velvilja sinna aðildarfélaga til að fá æfingatíma fyrir landsliðin. A landslið, U21, U20, U19, U18, U17, U16, U15 og önnur afreksverkefni treysta á að aðildarfélögin spili með í þessu aðstöðuleysispili sem ríkisvaldið spilar, svo landslið geti undirbúið sig fyrir alþjóðamót. Birst hafa fréttir af því að A landslið hafi þurft að æfa vítt og dreift um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi fyrir mikilvæga landsleiki. Heimavöllurinn í Laugardalnum er ekki meiri heimavöllur en svo að landsliðin geta ekki einu sinni undirbúið sig á "heimavelli". Hvað vantar? Hér vantar íþróttahús sem uppfyllir þá staðla og kröfur sem settar eru í dag. Það vantar íþróttahús fyrir meira en 5000 áhorfendur, þar sem aðstaða fyrir keppendur er góð, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir fjölmiðla, þar sem gert er ráð fyrir eðlilegri áhorfendaaðstöðu, þar sem gólfflötur er nægilegur og svo mætti áfram telja. Það vantar íþróttahús þar sem landsliðin geta æft og undirbúið sig fyrir alþjóðakeppnir, þar sem sérsamböndin geta sinnt sínu starfi með eðlilegum hætti. Reglugerðin Mennta- og menningarmálaráðherra setti reglugerð 388 um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum árið 2018. Reglugerðin er gott fyrsta skref, en ekki mikið meira en það. Ljóst er að ríkið er ekki að fara eftir eigin reglugerð, en þar stendur orðrétt: „Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að íþróttamannvirki sem nota skal sem þjóðarleikvang í íþróttum séu viðurkennd samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Leitast skal við að veita sérsamböndum íþróttagreina, sem hafa skapað sér sterka stöðu alþjóðlega og skipuleggja alþjóðleg íþróttamót á Íslandi, nauðsynlega umgjörð og aðgengi að íþróttamannvirkjum sem standast kröfur um slíkar keppnir.“ Hvað þá? Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?Höfundur er körfuboltaþjálfari
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun