Dómari í Svíþjóð hefur ákveðið að verða við beiðni saksóknara þar í landi um að gæsluvarðhald yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky verði framlengt um eina viku. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás.
Saksóknarar í máli rapparans héldu því fram að ef Rocky yrði leystur úr gæsluvarðhaldi væru mælanlegar líkur á því að hann myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að fara lengra með málið. Dómari tók undir þær áhyggjur og verður rapparinn því í haldi fram á næsta föstudag.
Rapparinn er sakaður um að hafa ráðist á mann þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Þeir eru einnig í haldi vegna gruns um líkamsárás og hefur gæsluvarðhaldskrafa yfir þeim einnig verið samþykkt.
Í upphaflegri tilkynningu saksóknara í málinu til fjölmiðla kom fram að beiðnin um framlenginuna hafi verið lögð fram svo hægt yrði að ákæra rapparann á fimmtudaginn kemur. Síðan hefur tilkynningunni verið breytt en þar segir nú að gæsluvarðhaldsbeiðnin hafi verið lögð fram svo unnt væri að rannsaka málið til hlítar.
