Félagsmálapakkar hinna nýju Bolli Héðinsson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Þetta hófst allt með frönsku byltingunni. Þeir samræmdu mál og vog. Hundrað árum síðar byrjuðu Evrópubúar að níðast á Íslendingum og hafa hert sóknina síðan. Fyrsta ásælnin var þegar Íslendingum var bannað að mæla lengdir í föðmum en urðu að gera það í metrum, síðan mátti skippundið víkja fyrir kílóinu. Allt saman frekleg íhlutun í íslensk innanríkismál, samsæri gegn þjóðlegum gildum og ófyrirleitin ásælni Evrópu gagnvart hinum óspjölluðu Íslendingum. Að öllu gamni slepptu þá er það einmitt þetta sem Evrópusamstarfið gengur út á, samræma sem flesta hluti svo auðvelda megi samskipti milli landa. Það er auðvelt að mála skrattann á vegginn fyrir þessa viðleitni ESB en eftir því sem heimurinn verður flóknari þarf að samræma fleiri atriði svo þeir sem vilja eiga viðskipti í Húnavatnssýslu og Andalúsíu viti að á báðum stöðum gilda sömu reglur um hvaðeina sem átt er viðskipti með, hvort sem það eru agúrkur eða rafmagn.„Bara ef það hentar mér“ Í félagsskap sem maður ætlast til mikils af, hvort sem það er íþróttafélag eða þjóðasamband, er ömurlegt að þar skuli vera félagsmenn sem fallast á hluti í dag, mæta svo í næsta mánuði og segjast alls ekki fallast á hlutina eins og þeir höfðu lofað mánuði áður! Eiga orð ekki standa? Vill ESB halda úti EES-samstarfinu með svona félagsmenn innanborðs? Íslensk stjórnvöld settu hrátt kjöt ekki fyrir sig árið 2006 eða orkupakka árið 2014 þegar „pakkarnir“ urðu til. Þeir sem sátu á valdastólunum þá koma núna og segja „allt í plati“. Er stefna þeirra að Ísland gangi úr EES? Þar sem Íslendingar hafa aðeins aukaaðild að ESB var bent á það við inngönguna í EES að það væri veikleiki að koma ekki strax að mótun og afgreiðslu mála sem þessara með afgerandi hætti. Sennilega sýnir gangur þessara mála nú betur en nokkuð annað fram á nauðsyn fullrar aðildar Íslands að ESB til að vera fullgildir aðilar á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir sem þessar eru teknar.Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Evrópusambandið Þriðji orkupakkinn Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þetta hófst allt með frönsku byltingunni. Þeir samræmdu mál og vog. Hundrað árum síðar byrjuðu Evrópubúar að níðast á Íslendingum og hafa hert sóknina síðan. Fyrsta ásælnin var þegar Íslendingum var bannað að mæla lengdir í föðmum en urðu að gera það í metrum, síðan mátti skippundið víkja fyrir kílóinu. Allt saman frekleg íhlutun í íslensk innanríkismál, samsæri gegn þjóðlegum gildum og ófyrirleitin ásælni Evrópu gagnvart hinum óspjölluðu Íslendingum. Að öllu gamni slepptu þá er það einmitt þetta sem Evrópusamstarfið gengur út á, samræma sem flesta hluti svo auðvelda megi samskipti milli landa. Það er auðvelt að mála skrattann á vegginn fyrir þessa viðleitni ESB en eftir því sem heimurinn verður flóknari þarf að samræma fleiri atriði svo þeir sem vilja eiga viðskipti í Húnavatnssýslu og Andalúsíu viti að á báðum stöðum gilda sömu reglur um hvaðeina sem átt er viðskipti með, hvort sem það eru agúrkur eða rafmagn.„Bara ef það hentar mér“ Í félagsskap sem maður ætlast til mikils af, hvort sem það er íþróttafélag eða þjóðasamband, er ömurlegt að þar skuli vera félagsmenn sem fallast á hluti í dag, mæta svo í næsta mánuði og segjast alls ekki fallast á hlutina eins og þeir höfðu lofað mánuði áður! Eiga orð ekki standa? Vill ESB halda úti EES-samstarfinu með svona félagsmenn innanborðs? Íslensk stjórnvöld settu hrátt kjöt ekki fyrir sig árið 2006 eða orkupakka árið 2014 þegar „pakkarnir“ urðu til. Þeir sem sátu á valdastólunum þá koma núna og segja „allt í plati“. Er stefna þeirra að Ísland gangi úr EES? Þar sem Íslendingar hafa aðeins aukaaðild að ESB var bent á það við inngönguna í EES að það væri veikleiki að koma ekki strax að mótun og afgreiðslu mála sem þessara með afgerandi hætti. Sennilega sýnir gangur þessara mála nú betur en nokkuð annað fram á nauðsyn fullrar aðildar Íslands að ESB til að vera fullgildir aðilar á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir sem þessar eru teknar.Höfundur er hagfræðingur
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun