Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Sighvatur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 11:04 Vinnuvélar hafa verið fjarlægðar en þeim var komið fyrir við Airbus farþegaþotu ALC þegar hún var kyrrsett við gjaldþrot WOW air í lok mars. Mynd/Oddur Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið tekið fyrir hjá embættinu í morgun. Isavia hafi samþykkt að afhenda vélina í samræmi við dómsúrskurð og því þurfi sýslumaður ekki að koma frekar að málinu. Héraðsdómur úrskurðaði í gær að Isavia væri óheimilt að halda farþegaþotu sem ALC leigði til WOW air. Isavia kyrrsetti vélina vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Isavia. Flugvélaleigan ALC hefur greitt 87 milljóna króna kröfur sem snýr eingöngu að notkun þotunnar og er heimilt að fljúga henni frá Íslandi.Kapphlaup við tímann Eftir rúmlega þriggja mánaða deilur um vélina er óhætt að segja að hafið sé kapphlaup við tímann. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og vísaði til þess við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni í morgun. Sýslumaður varð ekki við ósk Isavia um frestun þar sem úrskurður héraðsdóms tekur á því að réttaráhrifum verði ekki frestað þó kært sé til æðra dómstigs. Í morgun voru vinnuvélar fjarlægðar sem var komið fyrir við þotuna þegar hún var kyrrsett. Áður en vélin tekur á loft verður meðal annars að skila inn flugáætlun til flugstjórnarmiðstöðvar Isavia. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott á morgun eða laugardag. Það geti þó tafist um nokkra daga.Farþegaþota er ekki eins og bíll þar sem þú sest upp í og setur svissinn á og kúplar gírnum frá og allt það. „Það tekur tíma að koma henni í það stand að flugmálayfirvöld hér votti það að hún sé flughæf sem kallað er og það er eftir forskrift frá framleiðanda vélarinnar,“ segir Oddur. Hann segir að unnið hafi verið eftir áætlun fyrstu 90 dagana sem vélin var kyrrsett til að viðhalda flughæfi hennar. Eftir það hafi önnur áætlun tekið gildi sem geti haft þau áhrif að það taki nokkra daga að uppfylla skilyrði flugmálayfirvalda um að fljúga vélinni á ný. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, telur kæru Isavia til Landsréttar engu breyta. Líklegt verður að teljast að Landsréttur fjalli um málið eftir að vél ALC verður farin af landi brott. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið tekið fyrir hjá embættinu í morgun. Isavia hafi samþykkt að afhenda vélina í samræmi við dómsúrskurð og því þurfi sýslumaður ekki að koma frekar að málinu. Héraðsdómur úrskurðaði í gær að Isavia væri óheimilt að halda farþegaþotu sem ALC leigði til WOW air. Isavia kyrrsetti vélina vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Isavia. Flugvélaleigan ALC hefur greitt 87 milljóna króna kröfur sem snýr eingöngu að notkun þotunnar og er heimilt að fljúga henni frá Íslandi.Kapphlaup við tímann Eftir rúmlega þriggja mánaða deilur um vélina er óhætt að segja að hafið sé kapphlaup við tímann. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og vísaði til þess við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni í morgun. Sýslumaður varð ekki við ósk Isavia um frestun þar sem úrskurður héraðsdóms tekur á því að réttaráhrifum verði ekki frestað þó kært sé til æðra dómstigs. Í morgun voru vinnuvélar fjarlægðar sem var komið fyrir við þotuna þegar hún var kyrrsett. Áður en vélin tekur á loft verður meðal annars að skila inn flugáætlun til flugstjórnarmiðstöðvar Isavia. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott á morgun eða laugardag. Það geti þó tafist um nokkra daga.Farþegaþota er ekki eins og bíll þar sem þú sest upp í og setur svissinn á og kúplar gírnum frá og allt það. „Það tekur tíma að koma henni í það stand að flugmálayfirvöld hér votti það að hún sé flughæf sem kallað er og það er eftir forskrift frá framleiðanda vélarinnar,“ segir Oddur. Hann segir að unnið hafi verið eftir áætlun fyrstu 90 dagana sem vélin var kyrrsett til að viðhalda flughæfi hennar. Eftir það hafi önnur áætlun tekið gildi sem geti haft þau áhrif að það taki nokkra daga að uppfylla skilyrði flugmálayfirvalda um að fljúga vélinni á ný. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, telur kæru Isavia til Landsréttar engu breyta. Líklegt verður að teljast að Landsréttur fjalli um málið eftir að vél ALC verður farin af landi brott. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira