Til hagsbóta fyrir neytendur Kristján Þór Júlíusson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Í kjölfar undirritunar nýs tollasamnings milli Íslands og Evrópusambandsins árið 2015 var fyrirséð að svokallaðir tollkvótar myndu stækka umtalsvert. Með því var stigið skref í að auka tollfrjálsan innflutning á tilteknum landbúnaðarvörum. Tollkvótar eru í eðli sínu ávísun á takmörkuð verðmæti og hefur eftirspurn eftir þeim aukist á síðastliðnum árum. Gildandi regluverk við þá úthlutun er með þeim hætti að tollkvótarnir eru boðnir út og þeim úthlutað til hæstbjóðenda. Þessi gjaldtaka hefur skapað ríkinu nokkrar tekjur en á sama tíma hefur fyrirkomulagið leitt til hærra vöruverðs fyrir neytendur, þvert á tilgang þess sem að baki samningsins liggur. Ég tel þetta fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta óeðlilegt og ósanngjarnt. Því skipaði ég í júní í fyrra starfshóp sem hafði það hlutverk að endurskoða þetta fyrirkomulag og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum takmörkuðu gæðum í meiri mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Hópurinn skilaði skýrslu í upphafi þessa árs en í honum áttu sæti fulltrúar neytenda, bænda, verslunar og stjórnvalda. Nú hefur frumvarp verið birt á samráðsgátt stjórnvalda sem byggir á tillögum hópsins. Þar er lagt til að tollkvótum verði úthlutað með því að styðjast við svokallað hollenskt útboð (e. Dutch auction). Í því felst að lægsta samþykkta tilboð útboðs ákvarði verð allra samþykktra tilboða. Jafnframt er lagt til að umsýsla og úthlutun tollkvóta verði nútímavædd og fari fram á rafrænu vefsvæði og að allir tollkvótar verði boðnir út á sama tíma. Einnig má nefna þá breytingu að heimildir fyrir innflutning á svokölluðum opnum tollkvótum verði afnumdar í núverandi mynd og þar með verði ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lögð niður. Ég bind vonir við að framangreindar breytingar leiði til þess að kostnaður vegna útboða tollkvóta lækki talsvert. En einnig, og það skiptir mestu: Að neytendur njóti aukinnar samkeppni í formi vöruúrvals og lægra vöruverðs. Þá verði allt regluverk um úthlutun tollkvóta sanngjarnara og einfaldara til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Landbúnaður Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í kjölfar undirritunar nýs tollasamnings milli Íslands og Evrópusambandsins árið 2015 var fyrirséð að svokallaðir tollkvótar myndu stækka umtalsvert. Með því var stigið skref í að auka tollfrjálsan innflutning á tilteknum landbúnaðarvörum. Tollkvótar eru í eðli sínu ávísun á takmörkuð verðmæti og hefur eftirspurn eftir þeim aukist á síðastliðnum árum. Gildandi regluverk við þá úthlutun er með þeim hætti að tollkvótarnir eru boðnir út og þeim úthlutað til hæstbjóðenda. Þessi gjaldtaka hefur skapað ríkinu nokkrar tekjur en á sama tíma hefur fyrirkomulagið leitt til hærra vöruverðs fyrir neytendur, þvert á tilgang þess sem að baki samningsins liggur. Ég tel þetta fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta óeðlilegt og ósanngjarnt. Því skipaði ég í júní í fyrra starfshóp sem hafði það hlutverk að endurskoða þetta fyrirkomulag og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum takmörkuðu gæðum í meiri mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Hópurinn skilaði skýrslu í upphafi þessa árs en í honum áttu sæti fulltrúar neytenda, bænda, verslunar og stjórnvalda. Nú hefur frumvarp verið birt á samráðsgátt stjórnvalda sem byggir á tillögum hópsins. Þar er lagt til að tollkvótum verði úthlutað með því að styðjast við svokallað hollenskt útboð (e. Dutch auction). Í því felst að lægsta samþykkta tilboð útboðs ákvarði verð allra samþykktra tilboða. Jafnframt er lagt til að umsýsla og úthlutun tollkvóta verði nútímavædd og fari fram á rafrænu vefsvæði og að allir tollkvótar verði boðnir út á sama tíma. Einnig má nefna þá breytingu að heimildir fyrir innflutning á svokölluðum opnum tollkvótum verði afnumdar í núverandi mynd og þar með verði ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lögð niður. Ég bind vonir við að framangreindar breytingar leiði til þess að kostnaður vegna útboða tollkvóta lækki talsvert. En einnig, og það skiptir mestu: Að neytendur njóti aukinnar samkeppni í formi vöruúrvals og lægra vöruverðs. Þá verði allt regluverk um úthlutun tollkvóta sanngjarnara og einfaldara til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun