„Það er allt farið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2019 11:06 Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sem er til húsa að Fornubúðum 3. Vísir/Vilhelm Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. Framkvæmdastjóri IP-útgerðar segir tjónið gríðarlegt fyrir fyrirtækið. Tilkynnt var um eldsvoðann á fjórða tímanum í nótt. Fiskmarkaður Suðurnesja er með starfsemi í einum hluta hússins en virðist hafa sloppið ágætlega úr brunanum.Sjá einnig: Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Eldurinn kom upp í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core eru með starfsemi. Hið fyrrnefnda er útgerðarfyrirtæki, sem gerir út fiskiskip en hefur einnig stundað hrefnuveiðar, og hið síðarnefnda framleiðir matvæli unnin úr sjávarafurðum, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. „Það er allt farið,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Vísi. „Það var hringt í mig rétt fyrir sjö og ég er búinn að vera niður frá síðan þá.“ Gunnar segist ekki geta lagt mat á fjárhagslegt tjón af völdum brunans að svo stöddu en ítrekar að orðið hafi altjón. Viktoría Gísladóttir, einn meðeigenda IC Core, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af henni nú á tólfta tímanum.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu í nótt og fram á morgun. Slökkvilið náði þó tökum á eldinum og vinnur að því að slökkva síðustu glæðurnar.Vísir/Jói K.Slökkvilið vinnur nú að því að slökkva í síðustu glæðunum að Fornubúðum 3 en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Þá er enn lokað fyrir umferð um svæðið en skoðað verður upp úr hádegi hvort starfsmönnum nærliggjandi fyrirtækja verði hleypt til vinnu í dag. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Haraldur tjáði þó Mbl að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna. Hér að neðan má sjá viðtal við Guðmund Halldórsson varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í morgun. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. Framkvæmdastjóri IP-útgerðar segir tjónið gríðarlegt fyrir fyrirtækið. Tilkynnt var um eldsvoðann á fjórða tímanum í nótt. Fiskmarkaður Suðurnesja er með starfsemi í einum hluta hússins en virðist hafa sloppið ágætlega úr brunanum.Sjá einnig: Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Eldurinn kom upp í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core eru með starfsemi. Hið fyrrnefnda er útgerðarfyrirtæki, sem gerir út fiskiskip en hefur einnig stundað hrefnuveiðar, og hið síðarnefnda framleiðir matvæli unnin úr sjávarafurðum, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. „Það er allt farið,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Vísi. „Það var hringt í mig rétt fyrir sjö og ég er búinn að vera niður frá síðan þá.“ Gunnar segist ekki geta lagt mat á fjárhagslegt tjón af völdum brunans að svo stöddu en ítrekar að orðið hafi altjón. Viktoría Gísladóttir, einn meðeigenda IC Core, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af henni nú á tólfta tímanum.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu í nótt og fram á morgun. Slökkvilið náði þó tökum á eldinum og vinnur að því að slökkva síðustu glæðurnar.Vísir/Jói K.Slökkvilið vinnur nú að því að slökkva í síðustu glæðunum að Fornubúðum 3 en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Þá er enn lokað fyrir umferð um svæðið en skoðað verður upp úr hádegi hvort starfsmönnum nærliggjandi fyrirtækja verði hleypt til vinnu í dag. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Haraldur tjáði þó Mbl að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna. Hér að neðan má sjá viðtal við Guðmund Halldórsson varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í morgun.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20