Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. ágúst 2019 13:15 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, undirbúa sig fyrir skoðunarverð um Hellisheiðarvirkjun. Í bakgrunn má sjá Håkan Juholt, sendirherra Svíþjóðar hér á landi. Mynd/Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í morgun. Stefan er fyrstur nokkurra þjóðarleiðtoga sem nú streyma til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. Auk forsætisráðherra Norðurlandanna verða þar leiðtogar Grænlands, Álandseyja og Færeyja auk Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem verður þar sérstakur gestur. Fjölmiðlamenn, Katrín og fylgdarlið hennar þurftu að bíða ögn eftir Sænska forsætisráðherranum en honum seinkaði um tæpan hálftíma. Það sakaði þó ekki. Vel fór á með ráðherrunum enda hafa þau Katrín og Löfven hist nokkrum sinnum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók á móti ráðherrunum í anddyri Hellisheiðarvirkjunar og veitti þeim leiðsögn um svæðið. Ekki er óalgengt að erlendir ráðamenn kynni sér jarðvarmavirkjanir á Íslandi í opinberum heimsóknum sínum. Að leiðsögninni lokinni héldu Katrín og Löfven til Hveragerðis þar sem þau snæddu hádegisverð og ræddu stjórnmálaástandið í heiminum og samskipti ríkjanna. Síðdegis, klukkan hálf fimm, tekur Katrín svo á móti Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Að því loknu heldur hún á Þingvelli þar sem hún tekur á móti Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, á Hakinu klukkan sjö. Í kjölfarið munu þær svo halda blaðamannafund í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Streymt verður frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, á Vísi klukkan 19:45. Finnland Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í morgun. Stefan er fyrstur nokkurra þjóðarleiðtoga sem nú streyma til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. Auk forsætisráðherra Norðurlandanna verða þar leiðtogar Grænlands, Álandseyja og Færeyja auk Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem verður þar sérstakur gestur. Fjölmiðlamenn, Katrín og fylgdarlið hennar þurftu að bíða ögn eftir Sænska forsætisráðherranum en honum seinkaði um tæpan hálftíma. Það sakaði þó ekki. Vel fór á með ráðherrunum enda hafa þau Katrín og Löfven hist nokkrum sinnum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók á móti ráðherrunum í anddyri Hellisheiðarvirkjunar og veitti þeim leiðsögn um svæðið. Ekki er óalgengt að erlendir ráðamenn kynni sér jarðvarmavirkjanir á Íslandi í opinberum heimsóknum sínum. Að leiðsögninni lokinni héldu Katrín og Löfven til Hveragerðis þar sem þau snæddu hádegisverð og ræddu stjórnmálaástandið í heiminum og samskipti ríkjanna. Síðdegis, klukkan hálf fimm, tekur Katrín svo á móti Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Að því loknu heldur hún á Þingvelli þar sem hún tekur á móti Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, á Hakinu klukkan sjö. Í kjölfarið munu þær svo halda blaðamannafund í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Streymt verður frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, á Vísi klukkan 19:45.
Finnland Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09
Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24