Úti á landi Guðmundur Steingrímsson skrifar 19. ágúst 2019 09:00 Fyrir einhverjum dögum rak ég augun í frétt um að nú stefndi í að 80% landsmanna byggju á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Samþjöppun íbúa á einu horni landsins er auðvitað þróun sem hefur átt sér stað yfir allnokkurt árabil, en þetta vakti mig til umhugsunar. Þessi tala. Áttatíu prósent. Hún er ný. Um langt skeið hef ég vanist því að segja við forvitna útlendinga að Ísland sé þannig ríki, að um 70% landsmanna búi í Reykjavík og nágrenni. Nú er semsagt búið að uppfæra. Talan er orðin áttatíu. Áttatíu er ansi nálægt níutíu. Og níutíu er næstum því hundrað. Kannski endar þetta með því, eins og maðurinn sagði, að hundrað og tuttugu prósent landsmanna búi í Reykjavík. Spurningin blasir við: Er landsbyggðin að deyja? Eru allir að yfirgefa svæðið? Bara gnauðandi vindur eftir? Hundgá í fjarska. Gamalt föðurland á snúru. Slitinn fáni við hún. Gráveðraður forn ruggustóll á fúnum palli við sprunginn glugga í húsi við fjörð. Svarthvítar myndir á vegg. Ryðguð róla úti í garði. Ég skal ekki segja. Þrátt fyrir sérstaka byggðastefnu, Byggðastofnun og alls konar úrræði og aðgerðir í gegnum tíðina tala tölurnar sínu máli. Fólk greinilega fer.Staðan greind Þetta þarf að greina með opnum huga. Naflaskoðunar er þörf. Sérstaklega þykir mér þessi þróun áhugaverð í ljósi þess að í samfélaginu hafa tvær mjög stórar byltingar átt sér stað sem ættu að hafa komið landsbyggðinni mjög til góða. Ferðaþjónusta og internetið. Hvort tveggja hefur falið í sér breytingar sem ættu að gera það að verkum að auðveldara væri að búa úti á landi. Hægt er að tengjast heiminum hvar sem er, og ferðaþjónustan er ekki síður — eiginlega meira — úti á landsbyggðinni. Hvers vegna hefur þetta tvennt ekki haft þau áhrif að fólk vilji búa úti á landi? Úti á landi er víða fagurt. Ró. Ódýrari fasteignir. Minna vesen. Hvað er þá málið? Til þess að greina svona stöðu er oft ágætt að skoða sjálfan sig. Ástæður þess að ég bý ekki úti á landi gætu farið langt með að svara spurningunni um það hvers vegna annað fólk vill það ekki heldur.Sess landsbyggðar Á Ísland hefur hefur í gegnum tíðina verið alltof mikill rígur milli landsbyggðar og höfuðborgar. Sífelldar fingrabendingar í báðar áttir einkenna orðræðuna. Ég hef aldrei fundið mig í þessu. Í mínum huga væri ömurlegt að búa í Reykjavík ef ekki væri landsbyggð, og á landsbyggðinni væri ömurlegt að búa ef ekki væri Reykjavík. Hvort þarfnast hins. Ég held að velflestir Íslendingar, þótt þeir kjósi að búa á höfuðborgarsvæðinu, sæki sér kraft og næringu til alls konar staða úti á landi. Fólk er utan af landi. Það á ættir að rekja þangað. Það á sér staði. Ég sæki mína andans ró til Borgarfjarðar. Upplifi mig líka svolítið sem Laugvetning. Konan mín er Hólmari. En við búum í Vesturbænum. Mér finnst þess vegna nokkuð augljóst að þó svo þróunin sé bara á einn veg, út frá búsetu fólks, að þá hefur landsbyggðin sterkan sess. Kannski er verkefnið, hins vegar, við að viðhalda byggð í landinu svona erfitt einmitt vegna þess hvaða sess landsbyggðin skipar. Hún er orðin að einhvers konar jógapalli. Hún er svæði til að hverfa til. En svo býr maður þar sem lífið er og vesenið.Ýmsir neikvæðir þættir Ástæða þess að maður býr ekki úti á landi er semsagt ekki sú að manni finnist ógeðslegt þar. Þvert á móti. Það er æðislegt þar. Að því sögðu held ég að það sé þó mikilvægt að skoða líka ýmsa neikvæða þætti sem hafa í gegnum tíðina einkennt búsetu á landsbyggðinni að einhverju marki, og spyrja hvort þeir séu líka rót vandans. Hér eru nokkar hugleiðingar: Getur verið að of mikil nálægð við annað fólk leiði til þess að fólki finnist það búa við þrúgandi hnýsni? Er alltaf einhver úti í glugga að fylgjast með þér? Er of erfitt að vera öðruvísi? Er hægt að vera sósíalisti í sjallabyggð? Er of lítið að gerast? Ekkert bíó. Ekkert leikhús. Ekkert sport. Eru of margir óvinir úti á landi? Er rígurinn óbærilegur? Það er óneitanlega merkilegt — og um þetta hyggst ég gera sjónvarpsþáttaröð einhvern tímann — að heimsækja heilu firðina á Íslandi og komast að því að bændurnir sem búa þar, kannski bara tveir, tala ekki saman út af rótgróinni heift. Þetta hefur örugglega einhver áhrif á fólk. Hver nennir leiðindum til lengdar? Sjálfsagt skiptir líka máli að skoða hvernig peningum til landsbyggðar er varið. Sextán milljarðar fara á ári í tiltekna afmarkaða matvælaframleiðslu. Væri kannski betra að verja þeim peningum til menningar og lista og til uppbyggingar á félagslegum innviðum? Nei, ég segi svona. Þetta skrifa ég í Grundarfirði, svo það sé sagt. Mjög fallegt þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einhverjum dögum rak ég augun í frétt um að nú stefndi í að 80% landsmanna byggju á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Samþjöppun íbúa á einu horni landsins er auðvitað þróun sem hefur átt sér stað yfir allnokkurt árabil, en þetta vakti mig til umhugsunar. Þessi tala. Áttatíu prósent. Hún er ný. Um langt skeið hef ég vanist því að segja við forvitna útlendinga að Ísland sé þannig ríki, að um 70% landsmanna búi í Reykjavík og nágrenni. Nú er semsagt búið að uppfæra. Talan er orðin áttatíu. Áttatíu er ansi nálægt níutíu. Og níutíu er næstum því hundrað. Kannski endar þetta með því, eins og maðurinn sagði, að hundrað og tuttugu prósent landsmanna búi í Reykjavík. Spurningin blasir við: Er landsbyggðin að deyja? Eru allir að yfirgefa svæðið? Bara gnauðandi vindur eftir? Hundgá í fjarska. Gamalt föðurland á snúru. Slitinn fáni við hún. Gráveðraður forn ruggustóll á fúnum palli við sprunginn glugga í húsi við fjörð. Svarthvítar myndir á vegg. Ryðguð róla úti í garði. Ég skal ekki segja. Þrátt fyrir sérstaka byggðastefnu, Byggðastofnun og alls konar úrræði og aðgerðir í gegnum tíðina tala tölurnar sínu máli. Fólk greinilega fer.Staðan greind Þetta þarf að greina með opnum huga. Naflaskoðunar er þörf. Sérstaklega þykir mér þessi þróun áhugaverð í ljósi þess að í samfélaginu hafa tvær mjög stórar byltingar átt sér stað sem ættu að hafa komið landsbyggðinni mjög til góða. Ferðaþjónusta og internetið. Hvort tveggja hefur falið í sér breytingar sem ættu að gera það að verkum að auðveldara væri að búa úti á landi. Hægt er að tengjast heiminum hvar sem er, og ferðaþjónustan er ekki síður — eiginlega meira — úti á landsbyggðinni. Hvers vegna hefur þetta tvennt ekki haft þau áhrif að fólk vilji búa úti á landi? Úti á landi er víða fagurt. Ró. Ódýrari fasteignir. Minna vesen. Hvað er þá málið? Til þess að greina svona stöðu er oft ágætt að skoða sjálfan sig. Ástæður þess að ég bý ekki úti á landi gætu farið langt með að svara spurningunni um það hvers vegna annað fólk vill það ekki heldur.Sess landsbyggðar Á Ísland hefur hefur í gegnum tíðina verið alltof mikill rígur milli landsbyggðar og höfuðborgar. Sífelldar fingrabendingar í báðar áttir einkenna orðræðuna. Ég hef aldrei fundið mig í þessu. Í mínum huga væri ömurlegt að búa í Reykjavík ef ekki væri landsbyggð, og á landsbyggðinni væri ömurlegt að búa ef ekki væri Reykjavík. Hvort þarfnast hins. Ég held að velflestir Íslendingar, þótt þeir kjósi að búa á höfuðborgarsvæðinu, sæki sér kraft og næringu til alls konar staða úti á landi. Fólk er utan af landi. Það á ættir að rekja þangað. Það á sér staði. Ég sæki mína andans ró til Borgarfjarðar. Upplifi mig líka svolítið sem Laugvetning. Konan mín er Hólmari. En við búum í Vesturbænum. Mér finnst þess vegna nokkuð augljóst að þó svo þróunin sé bara á einn veg, út frá búsetu fólks, að þá hefur landsbyggðin sterkan sess. Kannski er verkefnið, hins vegar, við að viðhalda byggð í landinu svona erfitt einmitt vegna þess hvaða sess landsbyggðin skipar. Hún er orðin að einhvers konar jógapalli. Hún er svæði til að hverfa til. En svo býr maður þar sem lífið er og vesenið.Ýmsir neikvæðir þættir Ástæða þess að maður býr ekki úti á landi er semsagt ekki sú að manni finnist ógeðslegt þar. Þvert á móti. Það er æðislegt þar. Að því sögðu held ég að það sé þó mikilvægt að skoða líka ýmsa neikvæða þætti sem hafa í gegnum tíðina einkennt búsetu á landsbyggðinni að einhverju marki, og spyrja hvort þeir séu líka rót vandans. Hér eru nokkar hugleiðingar: Getur verið að of mikil nálægð við annað fólk leiði til þess að fólki finnist það búa við þrúgandi hnýsni? Er alltaf einhver úti í glugga að fylgjast með þér? Er of erfitt að vera öðruvísi? Er hægt að vera sósíalisti í sjallabyggð? Er of lítið að gerast? Ekkert bíó. Ekkert leikhús. Ekkert sport. Eru of margir óvinir úti á landi? Er rígurinn óbærilegur? Það er óneitanlega merkilegt — og um þetta hyggst ég gera sjónvarpsþáttaröð einhvern tímann — að heimsækja heilu firðina á Íslandi og komast að því að bændurnir sem búa þar, kannski bara tveir, tala ekki saman út af rótgróinni heift. Þetta hefur örugglega einhver áhrif á fólk. Hver nennir leiðindum til lengdar? Sjálfsagt skiptir líka máli að skoða hvernig peningum til landsbyggðar er varið. Sextán milljarðar fara á ári í tiltekna afmarkaða matvælaframleiðslu. Væri kannski betra að verja þeim peningum til menningar og lista og til uppbyggingar á félagslegum innviðum? Nei, ég segi svona. Þetta skrifa ég í Grundarfirði, svo það sé sagt. Mjög fallegt þar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar