Lambakjötsöryggi Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. ágúst 2019 10:00 Nýverið stefndi hér á landi í æði yfirgripsmikla og djúpa krísu þegar upplýst var að lambahryggir væru mögulega að klárast í búðum og landið yrði þar með lambahryggjalaust. Það lá við að Alþingi yrði kallað saman og sett yrðu neyðarlög, gott ef ekki. Ég verð að játa að ég var ekki á meðal þeirra sem ruku út á götu á náttfötunum vegna þessara tíðinda. Hins vegar urðu þessar fréttir mér tilefni til að leiða hugann að undirliggjandi veruleika sem birtist mér sífellt fáránlegri eftir því sem árin líða: Hvað er málið með Ísland og lambakjöt? Af hverju í ósköpunum skiptir lambakjöt svona miklu máli? Nú er ég ákaflega metnaðarfullur grillari og finnst fátt betra en grillað lambafillé, svo ekki sé talað um kótelettur. Ég tek líka stakkaskiptum andlega þegar ég skynja möguleika á því að komast í lambakótelettur í raspi. Ég myndi frekar standa í röð til að fá þær heldur en að komast inn á Ed Sheeran. Ég hef í alvörunni gert mér ferð á Kótelettuna á Selfossi, bæjarhátíðina, í þeirri von að verða mér úti um góðgætið, sem reyndar mistókst þá af einhverjum furðulegum ástæðum, en það er önnur saga. Ég er semsagt mikill aðdáandi lambakjöts. Og ég fíla lopapeysur líka. Að þessu sögðu tel ég þó ríkt tilefni til að láta þau orð falla, að mér finnst það skrítið, svo ekki sé meira sagt, að 5 milljarðar úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna, af skatttekjum þjóðarinnar, fari árlega í styrki til að framleiða lambakjöt. Mér finnst það fáránlegt. Þessi upphæð þýðir að hver fjögurra manna fjölskylda á Íslandi borgar, hvort sem hún vill það eða ekki, ríflega 50 þúsund krónur á ári í lambakjötsframleiðslu. Þar að auki er lambakjötsframleiðslan vernduð með tollamúrum. Og þar að auki þarf fólk að kaupa kjötið í búð — borga meira — ef það langar í það.Dýr sunnudagasteik Þetta er asnalegur díll. Þegar ég sat á þingi hvarflaði stundum að mér að Alþingi væri fyrst og fremst þetta: Hagsmunagæslustofa bænda. Ég þori að veðja að um helmingur þingmanna myndi frekar stinga höfði í salerni en að andmæla styrkjum til bænda. Þegar búvörusamningar eru til umræðu leggjast þingmenn úr flestum flokkum á eitt við að koma svimandi háum upphæðum til skila í þetta tvennt: Framleiðslu á lambakjöti og framleiðslu á mjólk. Hvorugt telst í nútímasamfélagi, miðað við nýjustu þekkingu næringarfræðinnar, til nauðsynjavara. Grænmeti væri það frekar. Margir geta ekki einu sinni drukkið mjólk og mjög margir hafa engan smekk fyrir lambakjöti. Enginn þarf það. Ef lambakjöt hefur einhvern sérstakan sess, þá væri það sem sunnudagasteik. Lambakjötið er veisluvara. Þá blasir hin æpandi niðurstaða við, sem þarf að mínu mati að ræða af nokkurri alvöru: Íslenska ríkið ver 5 milljörðum á ári í framleiðslu á veisluvöru fyrir suma. Er það skynsamlegt? Hoggið í stein Það má leika sér að þessum tölum. Þetta eru 50 milljarðar á tíu árum. Hundrað milljarðar á 20 árum. Fyrir þann pening mætti bæta skólastarf, heilbrigðisþjónustu eða grípa til aðgerða í umhverfismálum, svo eitthvað sé nefnt. Ímyndum okkur að Ísland væri á núllpunkti. Við námum land í gær. Verið væri að ákveða í hvað skatttekjur ættu að fara. Talað yrði um heilsugæslu, skóla, löggæslu og svo framvegis. Það má velta fyrir sér hvaða svipi sá maður fengi framan í sig sem myndi leggja fram þá tillögu að milljarðar yrðu settir í að framleiða lambakjöt. Yrði ekki bara þögn á fundinum? Allir gáttaðir? Hlé. Ég held það. Það virðist hins vegar vera að þessi veruleiki hafi á mörgum áratugum skotið þannig rótum í tilvist þjóðarinnar að á hverju ári er þessum fjármunum einfaldlega varið í þetta án nokkurrar sérstakrar umhugsunar. Þetta virðist hoggið í stein. Verðtryggt. Svo rammt kveður að þessu að þegar talað er um helstu röksemdir fyrir fyrirkomulaginu í orðræðunni um matvælaöryggi, þá er því haganlega ýtt til hliðar að fiskur er líka matur. Íslendingar eru einhver mesta fiskveiðiþjóð í heimi, og það án ríkisstyrkja. Þegar kemur að matvælaöryggi hins vegar — ef landið myndi lokast — sýnist þingmönnum og hagsmunaaðilum það algjörlega ófært að hægt yrði að lifa á fiski. Við þyrftum alltaf kótelettur. Ég endurtek: Ég elska kótelettur. Ég held líka að bændur séu flestir hið fínasta fólk. En ég held að margir aðrir séu það líka. Og mér finnst líka margs konar annar matur góður, og drykkir. En ef það ætti að setja 5 milljarða á ári í allt sem er æðislegt yrði fljótt annað hrun. Að auki efast ég verulega um það að lambakjötsöryggi þjóðarinnar yrði ógnað verði styrkjum hætt. Ég held að fillé yrði áfram grillað á Íslandi. Nú keypt á uppsettu verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Landbúnaður Neytendur Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið stefndi hér á landi í æði yfirgripsmikla og djúpa krísu þegar upplýst var að lambahryggir væru mögulega að klárast í búðum og landið yrði þar með lambahryggjalaust. Það lá við að Alþingi yrði kallað saman og sett yrðu neyðarlög, gott ef ekki. Ég verð að játa að ég var ekki á meðal þeirra sem ruku út á götu á náttfötunum vegna þessara tíðinda. Hins vegar urðu þessar fréttir mér tilefni til að leiða hugann að undirliggjandi veruleika sem birtist mér sífellt fáránlegri eftir því sem árin líða: Hvað er málið með Ísland og lambakjöt? Af hverju í ósköpunum skiptir lambakjöt svona miklu máli? Nú er ég ákaflega metnaðarfullur grillari og finnst fátt betra en grillað lambafillé, svo ekki sé talað um kótelettur. Ég tek líka stakkaskiptum andlega þegar ég skynja möguleika á því að komast í lambakótelettur í raspi. Ég myndi frekar standa í röð til að fá þær heldur en að komast inn á Ed Sheeran. Ég hef í alvörunni gert mér ferð á Kótelettuna á Selfossi, bæjarhátíðina, í þeirri von að verða mér úti um góðgætið, sem reyndar mistókst þá af einhverjum furðulegum ástæðum, en það er önnur saga. Ég er semsagt mikill aðdáandi lambakjöts. Og ég fíla lopapeysur líka. Að þessu sögðu tel ég þó ríkt tilefni til að láta þau orð falla, að mér finnst það skrítið, svo ekki sé meira sagt, að 5 milljarðar úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna, af skatttekjum þjóðarinnar, fari árlega í styrki til að framleiða lambakjöt. Mér finnst það fáránlegt. Þessi upphæð þýðir að hver fjögurra manna fjölskylda á Íslandi borgar, hvort sem hún vill það eða ekki, ríflega 50 þúsund krónur á ári í lambakjötsframleiðslu. Þar að auki er lambakjötsframleiðslan vernduð með tollamúrum. Og þar að auki þarf fólk að kaupa kjötið í búð — borga meira — ef það langar í það.Dýr sunnudagasteik Þetta er asnalegur díll. Þegar ég sat á þingi hvarflaði stundum að mér að Alþingi væri fyrst og fremst þetta: Hagsmunagæslustofa bænda. Ég þori að veðja að um helmingur þingmanna myndi frekar stinga höfði í salerni en að andmæla styrkjum til bænda. Þegar búvörusamningar eru til umræðu leggjast þingmenn úr flestum flokkum á eitt við að koma svimandi háum upphæðum til skila í þetta tvennt: Framleiðslu á lambakjöti og framleiðslu á mjólk. Hvorugt telst í nútímasamfélagi, miðað við nýjustu þekkingu næringarfræðinnar, til nauðsynjavara. Grænmeti væri það frekar. Margir geta ekki einu sinni drukkið mjólk og mjög margir hafa engan smekk fyrir lambakjöti. Enginn þarf það. Ef lambakjöt hefur einhvern sérstakan sess, þá væri það sem sunnudagasteik. Lambakjötið er veisluvara. Þá blasir hin æpandi niðurstaða við, sem þarf að mínu mati að ræða af nokkurri alvöru: Íslenska ríkið ver 5 milljörðum á ári í framleiðslu á veisluvöru fyrir suma. Er það skynsamlegt? Hoggið í stein Það má leika sér að þessum tölum. Þetta eru 50 milljarðar á tíu árum. Hundrað milljarðar á 20 árum. Fyrir þann pening mætti bæta skólastarf, heilbrigðisþjónustu eða grípa til aðgerða í umhverfismálum, svo eitthvað sé nefnt. Ímyndum okkur að Ísland væri á núllpunkti. Við námum land í gær. Verið væri að ákveða í hvað skatttekjur ættu að fara. Talað yrði um heilsugæslu, skóla, löggæslu og svo framvegis. Það má velta fyrir sér hvaða svipi sá maður fengi framan í sig sem myndi leggja fram þá tillögu að milljarðar yrðu settir í að framleiða lambakjöt. Yrði ekki bara þögn á fundinum? Allir gáttaðir? Hlé. Ég held það. Það virðist hins vegar vera að þessi veruleiki hafi á mörgum áratugum skotið þannig rótum í tilvist þjóðarinnar að á hverju ári er þessum fjármunum einfaldlega varið í þetta án nokkurrar sérstakrar umhugsunar. Þetta virðist hoggið í stein. Verðtryggt. Svo rammt kveður að þessu að þegar talað er um helstu röksemdir fyrir fyrirkomulaginu í orðræðunni um matvælaöryggi, þá er því haganlega ýtt til hliðar að fiskur er líka matur. Íslendingar eru einhver mesta fiskveiðiþjóð í heimi, og það án ríkisstyrkja. Þegar kemur að matvælaöryggi hins vegar — ef landið myndi lokast — sýnist þingmönnum og hagsmunaaðilum það algjörlega ófært að hægt yrði að lifa á fiski. Við þyrftum alltaf kótelettur. Ég endurtek: Ég elska kótelettur. Ég held líka að bændur séu flestir hið fínasta fólk. En ég held að margir aðrir séu það líka. Og mér finnst líka margs konar annar matur góður, og drykkir. En ef það ætti að setja 5 milljarða á ári í allt sem er æðislegt yrði fljótt annað hrun. Að auki efast ég verulega um það að lambakjötsöryggi þjóðarinnar yrði ógnað verði styrkjum hætt. Ég held að fillé yrði áfram grillað á Íslandi. Nú keypt á uppsettu verði.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar