Elliði hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2019 12:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi brosir þrátt fyrir áhyggjur af starfsemi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi og óttast um framtíð garðyrkjudeildar skólans, sem tilheyrir Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hveragerði líka áhyggjur af starfsemi skólans og framtíð hans. Bæjarráð Hveragerðisbæjar sendi frá sér ályktun fyrr í sumar þar sem ráðið lýsir fyrir hönd Hveragerðisbæjar áhyggjum sínum af nýrri stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem lagðar til breytingar á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann. Garðyrkjuskólinn er í túnfæti Hveragerðisbæjar en þó í Sveitarfélaginu Ölfuss. Þar hafa menn líka áhyggjur af framtíð skólans, Elliði Vignisson er bæjarstjóri þar. „Málið snýst um það að Garðyrkjuskólinn, eða þessi deild Landbúnaðarháskólans hér í Ölfusi að hún er ein af undirstöðu menntastofnunum þessa svæðis. Það runnu á okkur tvær grímur þegar okkur fannst vera að vinna stefnumótun fyrir þessa deild án aðkomu okkar íbúa hér á svæðinu. Þar teljum við ekki rétt með farið og höfum komið því áleiðis og höfum trú á því beiðni okkar verði mætt, við viljum vera þátttakendur“, segir Elliði. Á hverju ári er opið hús á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum. Hér er skálað í kaffi, sem ræktað er í hitabeltisgróðurhúsi skólans. Á myndinni sem var tekin 24. apríl 2014 eru ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Ágústi Sigurðssyni, sem var rektor skólans á þeim tíma en er í dag sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elliði segist ekki geta hugsað til þess verði dregið verði úr starfsemi Garðyrkjuskólans eða honum lokað því starfsemin á Reykjum sé undirstaða garðyrkju í landinu. „Inn í framtíðina á garðyrkja gríðarlega mikil tækifæri. Mannkynið er að fara úr sex og hálfum milljarði í tíu milljarða. Á næstum þrjátíu árum þarf mannkynið að búa til jafn mikið af mat og það hefur gert síðustu átta þúsund árin. Það verður ekki gert nema að við tökum þátt í að mennta fólk og Ísland á hér gríðarlega mikilvæg tækifæri og Ölfusið og nærsveitir þar með“. En ef það verður lokað, hvað gera bændur þá? „Ég hef ekki trú á því að það reyni nokkurn tímann á það. Þeir sem hafa séð reiða sunnlenska bændur þeir vita að þeir vilja ekki að sú staða komi upp“, segir Elliði. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi.Úr myndasafni.Þegar Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands var spurð út í starfsemi Garðyrkjuskólans og hugsanlegar breytingar þar segir hún að það hafi ekkert verið rætt um að gera breytingar á náminu á Reykjum og það séu heldur engar breytingar lagðar til á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann í nýrri stefnu Landbúnaðarháskólans. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum og hefur umsjón með náminu og starfsemi staðarins. Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Ölfus Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi og óttast um framtíð garðyrkjudeildar skólans, sem tilheyrir Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hveragerði líka áhyggjur af starfsemi skólans og framtíð hans. Bæjarráð Hveragerðisbæjar sendi frá sér ályktun fyrr í sumar þar sem ráðið lýsir fyrir hönd Hveragerðisbæjar áhyggjum sínum af nýrri stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem lagðar til breytingar á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann. Garðyrkjuskólinn er í túnfæti Hveragerðisbæjar en þó í Sveitarfélaginu Ölfuss. Þar hafa menn líka áhyggjur af framtíð skólans, Elliði Vignisson er bæjarstjóri þar. „Málið snýst um það að Garðyrkjuskólinn, eða þessi deild Landbúnaðarháskólans hér í Ölfusi að hún er ein af undirstöðu menntastofnunum þessa svæðis. Það runnu á okkur tvær grímur þegar okkur fannst vera að vinna stefnumótun fyrir þessa deild án aðkomu okkar íbúa hér á svæðinu. Þar teljum við ekki rétt með farið og höfum komið því áleiðis og höfum trú á því beiðni okkar verði mætt, við viljum vera þátttakendur“, segir Elliði. Á hverju ári er opið hús á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum. Hér er skálað í kaffi, sem ræktað er í hitabeltisgróðurhúsi skólans. Á myndinni sem var tekin 24. apríl 2014 eru ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Ágústi Sigurðssyni, sem var rektor skólans á þeim tíma en er í dag sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elliði segist ekki geta hugsað til þess verði dregið verði úr starfsemi Garðyrkjuskólans eða honum lokað því starfsemin á Reykjum sé undirstaða garðyrkju í landinu. „Inn í framtíðina á garðyrkja gríðarlega mikil tækifæri. Mannkynið er að fara úr sex og hálfum milljarði í tíu milljarða. Á næstum þrjátíu árum þarf mannkynið að búa til jafn mikið af mat og það hefur gert síðustu átta þúsund árin. Það verður ekki gert nema að við tökum þátt í að mennta fólk og Ísland á hér gríðarlega mikilvæg tækifæri og Ölfusið og nærsveitir þar með“. En ef það verður lokað, hvað gera bændur þá? „Ég hef ekki trú á því að það reyni nokkurn tímann á það. Þeir sem hafa séð reiða sunnlenska bændur þeir vita að þeir vilja ekki að sú staða komi upp“, segir Elliði. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi.Úr myndasafni.Þegar Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands var spurð út í starfsemi Garðyrkjuskólans og hugsanlegar breytingar þar segir hún að það hafi ekkert verið rætt um að gera breytingar á náminu á Reykjum og það séu heldur engar breytingar lagðar til á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann í nýrri stefnu Landbúnaðarháskólans. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum og hefur umsjón með náminu og starfsemi staðarins.
Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Ölfus Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira