Telur að innanlandsflug gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 19:25 Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða, að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernis. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að stjórnvöld þurfi að niðurgreiða farmiða og vill sjá breytingar strax á nýju ári. Erfið staða í innanlandsflugi var til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Á þessu ári hefur farþegum á öllum innanlandsflugvöllum fækkað. Á Reykjavíkurflugvelli um hátt í þrettán prósent og um fjórtán prósent á Egilsstöðum. „Ég held að það sem komi helst til skoðunar er að búa þeim almenningssamgöngum sem flugið er svipað umhverfi og í kringum aðrar samgöngur, líkt og í kringum strætó og ferjur,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Til skoðunar er að taka upp hina svokölluðu skosku leið, þar sem farmiðar þeirra sem búa á jaðarsvæðum eru niðurgreiddir um helming. Framkvæmdastjóri Ernis segir innspýtingu sem mögulega fylgi því ekki duga til. Ef sú leið yrði farin þyrfti einnig að koma til niðurgreiðslu ríkisins. „Það kostar 490 krónur að fara með strætisvagni innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Ef það væri ekki niðurgreitt af ríkinu og bæjum myndi það kosta um 1700. Hver færi í strætisvagn fyrir 1700 á hverja ferð? Sama er með flugið. Ef það væri niðurgreitt í sama mæli mætti reikna með að flug til Akureyrar myndi kosta svona fimm þúsund kall,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis. Vilhjálmur segir aðgerðir ekki geta beðið. „Ég held að tíminn sé bara að verða runninn út. Það þarf að gera það strax í haust. Þannig við getum hafist handa strax á nýju ári með nýtt fyrirkomulag.“ „Innanlandsflug á Íslandi gæti mögulega lagst af innan fárra ára ef fram heldur sem horfir. Ég rek elsta starfandi flugfélag á Íslandi, það verður 50 ára næsta vor og ég hef séð margar tíðirnar í þessu og margar fjörurnar sopið. Ég reyni mitt besta en það er komið að þolmörkum. Algjörlega,“ segir Hörður. Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða, að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernis. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að stjórnvöld þurfi að niðurgreiða farmiða og vill sjá breytingar strax á nýju ári. Erfið staða í innanlandsflugi var til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Á þessu ári hefur farþegum á öllum innanlandsflugvöllum fækkað. Á Reykjavíkurflugvelli um hátt í þrettán prósent og um fjórtán prósent á Egilsstöðum. „Ég held að það sem komi helst til skoðunar er að búa þeim almenningssamgöngum sem flugið er svipað umhverfi og í kringum aðrar samgöngur, líkt og í kringum strætó og ferjur,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Til skoðunar er að taka upp hina svokölluðu skosku leið, þar sem farmiðar þeirra sem búa á jaðarsvæðum eru niðurgreiddir um helming. Framkvæmdastjóri Ernis segir innspýtingu sem mögulega fylgi því ekki duga til. Ef sú leið yrði farin þyrfti einnig að koma til niðurgreiðslu ríkisins. „Það kostar 490 krónur að fara með strætisvagni innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Ef það væri ekki niðurgreitt af ríkinu og bæjum myndi það kosta um 1700. Hver færi í strætisvagn fyrir 1700 á hverja ferð? Sama er með flugið. Ef það væri niðurgreitt í sama mæli mætti reikna með að flug til Akureyrar myndi kosta svona fimm þúsund kall,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis. Vilhjálmur segir aðgerðir ekki geta beðið. „Ég held að tíminn sé bara að verða runninn út. Það þarf að gera það strax í haust. Þannig við getum hafist handa strax á nýju ári með nýtt fyrirkomulag.“ „Innanlandsflug á Íslandi gæti mögulega lagst af innan fárra ára ef fram heldur sem horfir. Ég rek elsta starfandi flugfélag á Íslandi, það verður 50 ára næsta vor og ég hef séð margar tíðirnar í þessu og margar fjörurnar sopið. Ég reyni mitt besta en það er komið að þolmörkum. Algjörlega,“ segir Hörður.
Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20
Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00
Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent