Er lánsábyrgðin lögmæt? Guðbrandur Jóhannesson skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Hér er greint frá dómi sem skýrir hvernig ábyrgð á lánum af hálfu ábyrgðarmanna getur orðið ógild ef lánveitendur uppfylla ekki skyldur sínar gagnvart ábyrgðarmönnum með hliðsjón af lögum um ábyrgðarmenn frá 2009. Lög sem tóku gildi 2009 um ábyrgðarmenn kváðu á um þrjár meginskyldur lánveitenda. Í fyrsta lagi að lánveitendur skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn staðfestir ábyrgð sína með undirskrift. Í öðru lagi að lánveitendur skuli með skriflegum hætti ráða ábyrgðarmanni frá því að gangast í ábyrgð ef greiðslumat bendir til þess að lántaki geti ekki efnt skuldbindingar sínar. Í þriðja lagi er kveðið á um vissa upplýsingaskyldu lántaka gagnvart ábyrgðarmanni. Vanræki lánveitandi að sinna einhverri af ofangreindum reglum/ skyldum, þá leiðir það til þess að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmæt og ábyrgðin því ógildanleg skv. samningalögum. Ógilding ábyrgðar á þeim forsendum var einmitt niðurstaðan í dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. júlí sl. í máli nr. E-1719/2018. Málið snerist um að LÍN hafði stefnt skuldara námsláns og ábyrgðarmanni til greiðslu skuldar. Ábyrgðarmaðurinn tók þar til varna og sá undirritaður um að gæta hagsmuna hans fyrir dómi. Krafa ábyrgðarmannsins var sú að sjálfskuldarábyrgð lánsins myndi víkja á grundvelli 36 gr. samningalaga, meðal annars vegna þess að LÍN sem lánveitandi, hefði ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögum um ábyrgðarmenn nr. 32/2009. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að LÍN hafi ekki uppfyllt skyldu sína um að ráða ábyrgðarmanninum frá því skriflega að gangast undir ábyrgðina. Með vísan til þess taldi héraðsdómur óvíst hvort ábyrgðarmaðurinn hefði verið tilbúinn að gangast undir sjálfskuldarábyrgðina ef LÍN hefði svo sem opinberum lánastofnunum er skylt, ráðið honum skriflega frá því. Héraðsdómur taldi þar af leiðandi að uppfyllt væru skilyrði samningalaga til að víkja til hliðar sjálfskuldarábyrgðinni enda ósanngjarnt að mati dómsins af hálfu LÍN að bera fyrir sig „óupplýst“ loforð ábyrgðarmannsins. Var ábyrgðarmaðurinn því sýknaður af fjárkröfu LÍN. Að mati undirritaðs eru fjölmörg sambærileg dæmi til staðar í samfélaginu, þar sem að lánastofnanir hafa ekki fylgt ofangreindum reglum og eru að innheimta kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem í reynd eru ólögmætar. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Það er á valdi ábyrgðarmanna að sækja þennan rétt sinn því lánveitendur skoða ekki réttmæti ábyrgða hvað þessi atriði varðar að eigin frumkvæði. Fordæmi þess dóms sem féll í umræddu máli sýnir að það getur margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að fá óháða sérfræðinga til að kanna réttarstöðu sína í þessum efnum.Höfundur er landsréttarlögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Námslán Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Hér er greint frá dómi sem skýrir hvernig ábyrgð á lánum af hálfu ábyrgðarmanna getur orðið ógild ef lánveitendur uppfylla ekki skyldur sínar gagnvart ábyrgðarmönnum með hliðsjón af lögum um ábyrgðarmenn frá 2009. Lög sem tóku gildi 2009 um ábyrgðarmenn kváðu á um þrjár meginskyldur lánveitenda. Í fyrsta lagi að lánveitendur skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn staðfestir ábyrgð sína með undirskrift. Í öðru lagi að lánveitendur skuli með skriflegum hætti ráða ábyrgðarmanni frá því að gangast í ábyrgð ef greiðslumat bendir til þess að lántaki geti ekki efnt skuldbindingar sínar. Í þriðja lagi er kveðið á um vissa upplýsingaskyldu lántaka gagnvart ábyrgðarmanni. Vanræki lánveitandi að sinna einhverri af ofangreindum reglum/ skyldum, þá leiðir það til þess að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmæt og ábyrgðin því ógildanleg skv. samningalögum. Ógilding ábyrgðar á þeim forsendum var einmitt niðurstaðan í dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. júlí sl. í máli nr. E-1719/2018. Málið snerist um að LÍN hafði stefnt skuldara námsláns og ábyrgðarmanni til greiðslu skuldar. Ábyrgðarmaðurinn tók þar til varna og sá undirritaður um að gæta hagsmuna hans fyrir dómi. Krafa ábyrgðarmannsins var sú að sjálfskuldarábyrgð lánsins myndi víkja á grundvelli 36 gr. samningalaga, meðal annars vegna þess að LÍN sem lánveitandi, hefði ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögum um ábyrgðarmenn nr. 32/2009. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að LÍN hafi ekki uppfyllt skyldu sína um að ráða ábyrgðarmanninum frá því skriflega að gangast undir ábyrgðina. Með vísan til þess taldi héraðsdómur óvíst hvort ábyrgðarmaðurinn hefði verið tilbúinn að gangast undir sjálfskuldarábyrgðina ef LÍN hefði svo sem opinberum lánastofnunum er skylt, ráðið honum skriflega frá því. Héraðsdómur taldi þar af leiðandi að uppfyllt væru skilyrði samningalaga til að víkja til hliðar sjálfskuldarábyrgðinni enda ósanngjarnt að mati dómsins af hálfu LÍN að bera fyrir sig „óupplýst“ loforð ábyrgðarmannsins. Var ábyrgðarmaðurinn því sýknaður af fjárkröfu LÍN. Að mati undirritaðs eru fjölmörg sambærileg dæmi til staðar í samfélaginu, þar sem að lánastofnanir hafa ekki fylgt ofangreindum reglum og eru að innheimta kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem í reynd eru ólögmætar. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Það er á valdi ábyrgðarmanna að sækja þennan rétt sinn því lánveitendur skoða ekki réttmæti ábyrgða hvað þessi atriði varðar að eigin frumkvæði. Fordæmi þess dóms sem féll í umræddu máli sýnir að það getur margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að fá óháða sérfræðinga til að kanna réttarstöðu sína í þessum efnum.Höfundur er landsréttarlögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun