Telur ekki ólöglegt að reykja kannabis í sínum húsum Jakob Bjarnar skrifar 26. ágúst 2019 14:41 Gísli telur dóminn stangast á við stjórnarskrá. Maðurinn var ekki að vinna neinum öðrum skaða með því að reykja kannabis á sínu heimili. Getty/rez-art/Fbl/Anton Brink „Þessu verður væntanlega áfrýjað,“ segir Gísli Tryggvason lögmaður. En, nýverið féll dómur í héraði yfir skjólstæðingi hans í máli sem má heita athyglisvert. Maður nokkur búsettur í Hafnarfirði var dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, að hafa 31. maí 2017, haft í vörslu sinni samtals 19,19 g af maríhúana, 69,56 g af kannabislaufum og 0,72 g af amfetamíni sem lögregla fann við leit í íbúð ákærða. Hann var dæmdur til að greiða 272.000 króna sekt í ríkissjóð en tuttugu daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.Telur dóminn stangast á við stjórnarskrá Samkvæmt gögnum málsins bárust lögreglu upplýsingar um fíkniefnanotkun á heimili ákærða. Lögregla fór á vettvang og þar var ákærði handtekinn. Ákærði neitaði lögreglu um heimild til leitar í íbúðinni og var hún í framhaldi af því innsigluð og læst. Lögregla mun svo hafa fengið dómsúrskurð með heimild til leitar í íbúðinni og leitað þar í framhaldi af því. Gísli telur að vísa hefði átt málinu frá eða sýkna að teknu tilliti til stjórnarskrár. „Sakfelling er byggð á huglægri stjórnarskrárskýringu, það er hvað meinti stjórnarskrárgjafinn, sem ég tel ekki standast kenningar í stjórnlagafræði og fjölmörg fordæmi Hæstaréttar á sviði stjórnskipunarréttar um að stjórnarskrána eigi að skýra hlutlægri textaskýringu,“ segir Gísli: Hvað felst almennt í orðum ákvæðisins.Úr stjórarskrá.Gísli er að tala um 71. grein stjórnarskrárinnar þar sem talað er um friðhelgi einkalífs og heimilis. Og aldrei hafi annað verið inni í myndinni en að um væri að ræða vörsluskammta sem maðurinn ætlaði til eigin neyslu. Gísli segir að stjórnarskráin tryggi mönnum rétt til að gera hvað sem er í heimahúsum svo fremi sem það skerðir ekki réttindi annarra.Maðurinn ekki að valda neinum öðrum skaða „Dómarinn segir réttilega að menn hafi ekki meint þetta með stjórnarskrárbreytingunni 1995 en eiga menn að túlka stjórnarskrána eftir því hvað þeir sem hana skrifuðu meintu eða hvað stendur í henni?“ spyr Gísli sem telur sjálfsagt að bera þetta undir Landsrétt og fá úr því skorið; hvort túlka eigi stjórnarskrána samkvæmt orðanna hljóðan, huglægt eða hlutlægt.En, gæti þessi nálgun ekki hreinlega orðið til að binda hendur lögreglu, að henni sé gert ókleyft að sinna sínum störfum?„Í þessu máli var aldrei grunur um sölu heldur bara neyslu og vörslu. Þess þá heldur ætti ekki að vera hægt að framkvæma húsleit og halda manninum yfir nótt þegar niðurstaðan er svo þessi að hann fær smá sekt fyrir að hafa reykt kannabis í skjóli síns heimilis,“ segir Gísli sem vill meina að ótvírætt sé að maðurinn hafi aldrei ætlað, né var það til umræðu, að hann væri að selja, eða dreifa eða valda öðrum skaða með athæfi sínu. Dómsmál Hafnarfjörður Kannabis Lögreglumál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Þessu verður væntanlega áfrýjað,“ segir Gísli Tryggvason lögmaður. En, nýverið féll dómur í héraði yfir skjólstæðingi hans í máli sem má heita athyglisvert. Maður nokkur búsettur í Hafnarfirði var dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, að hafa 31. maí 2017, haft í vörslu sinni samtals 19,19 g af maríhúana, 69,56 g af kannabislaufum og 0,72 g af amfetamíni sem lögregla fann við leit í íbúð ákærða. Hann var dæmdur til að greiða 272.000 króna sekt í ríkissjóð en tuttugu daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.Telur dóminn stangast á við stjórnarskrá Samkvæmt gögnum málsins bárust lögreglu upplýsingar um fíkniefnanotkun á heimili ákærða. Lögregla fór á vettvang og þar var ákærði handtekinn. Ákærði neitaði lögreglu um heimild til leitar í íbúðinni og var hún í framhaldi af því innsigluð og læst. Lögregla mun svo hafa fengið dómsúrskurð með heimild til leitar í íbúðinni og leitað þar í framhaldi af því. Gísli telur að vísa hefði átt málinu frá eða sýkna að teknu tilliti til stjórnarskrár. „Sakfelling er byggð á huglægri stjórnarskrárskýringu, það er hvað meinti stjórnarskrárgjafinn, sem ég tel ekki standast kenningar í stjórnlagafræði og fjölmörg fordæmi Hæstaréttar á sviði stjórnskipunarréttar um að stjórnarskrána eigi að skýra hlutlægri textaskýringu,“ segir Gísli: Hvað felst almennt í orðum ákvæðisins.Úr stjórarskrá.Gísli er að tala um 71. grein stjórnarskrárinnar þar sem talað er um friðhelgi einkalífs og heimilis. Og aldrei hafi annað verið inni í myndinni en að um væri að ræða vörsluskammta sem maðurinn ætlaði til eigin neyslu. Gísli segir að stjórnarskráin tryggi mönnum rétt til að gera hvað sem er í heimahúsum svo fremi sem það skerðir ekki réttindi annarra.Maðurinn ekki að valda neinum öðrum skaða „Dómarinn segir réttilega að menn hafi ekki meint þetta með stjórnarskrárbreytingunni 1995 en eiga menn að túlka stjórnarskrána eftir því hvað þeir sem hana skrifuðu meintu eða hvað stendur í henni?“ spyr Gísli sem telur sjálfsagt að bera þetta undir Landsrétt og fá úr því skorið; hvort túlka eigi stjórnarskrána samkvæmt orðanna hljóðan, huglægt eða hlutlægt.En, gæti þessi nálgun ekki hreinlega orðið til að binda hendur lögreglu, að henni sé gert ókleyft að sinna sínum störfum?„Í þessu máli var aldrei grunur um sölu heldur bara neyslu og vörslu. Þess þá heldur ætti ekki að vera hægt að framkvæma húsleit og halda manninum yfir nótt þegar niðurstaðan er svo þessi að hann fær smá sekt fyrir að hafa reykt kannabis í skjóli síns heimilis,“ segir Gísli sem vill meina að ótvírætt sé að maðurinn hafi aldrei ætlað, né var það til umræðu, að hann væri að selja, eða dreifa eða valda öðrum skaða með athæfi sínu.
Dómsmál Hafnarfjörður Kannabis Lögreglumál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira