Lífsgæðakapphlaupið Guðmundur Steingrímsson skrifar 26. ágúst 2019 08:30 Ég skal játa það, að á þessum tíma árs grípur mig yfirleitt viss hnýsni í garð samborgara minna. Ég skoða jafnan af rælni tvo lista yfir kaffibollanum sem teljast mælikvarðar á frammistöðu annarra í tveimur ólíkum viðfangsefnum: Annars vegar í hlaupi og hins vegar í tekjuöflun. Núna eru semsagt komin út tekjublöðin, þar sem listaðar eru áætlaðar árstekjur nafntogaðra Íslendinga, og hins vegar fór Reykjavíkurmaraþonið fram á laugardaginn. Á vefnum er hægt að skoða tímana og velta sér svolítið upp úr því hvað sumir hlupu hratt. Ægilegur gassi var til dæmis á einum æskufélaga mínum, sá ég. Hann kláraði hálft maraþon á einum og hálfum. Ég tek hatt minn ofan. Ég á aldrei eftir að hlaupa svona hratt. Né heldur á ég nokkurn tímann efir að hlaupa götulengd á sama hraða og Arnar Pétursson hleypur heilt maraþon. Þetta hef ég lært að sætta mig við. Það sem ég sækist eftir þegar ég skoða hlaupatímana er meira að sjá hvort ég þekki einhverja sem hlaupa á um það bil sama tíma og ég. Vel undir meðalhraða, sem sagt. Ég aðhyllist hæg hlaup. Njóta en ekki þjóta. Svo finn ég til samkenndar með þessum hópi fólks. Ég hugsa: Þessi var að hlaupa. Ég þekki hana. Ég er á svipuðu reki. Ég spegla sjálfan mig í samferðafólki mínu. Ég velti fyrir mér hvar ég stend. Ásigkomulagi mín sjálfs. Þetta er góður listi. Maður fer að gúgla hlaupahópa. Gera áætlanir um daglegar teygjur. Spá í paleó.Peningar smeningar Reykjavíkurmaraþonið er gleðileikar. Fólk tekst á við sjálft sig og gerist hetjur eigin tilvistar. Það setur sér markmið og reynir að ná þeim. Alls konar þrekvirki vinnast. Og það er gaman að taka þátt í því eða fylgjast með því. Maður samgleðst. En víkur þá sögunni að tekjublöðunum. Þau liggja alls staðar, einhvern veginn. Eitt kom inn um lúguna í vikunni. Ég fletti. Og jú. Ég sé að einhver gaur var með 900 milljónir í tekjur í fyrra og annar með 400 milljónir. Eftir því sem leið á yfirferð mína fóru þessar tölur að skipta sífellt minna máli. Þær misstu merkingu sína. Smám saman komst ég að því að mér er sléttsama um hvaða tekjur fólk hefur. Þetta segi ég ekki af biturð, eins og einhverjir gætu ætlað — fólki er jú samfélagslega uppálagt út af rótgrónum gildum efnishyggjunnar að vera öfundsjúkt út í peningafólk — heldur meina ég með yfirlýsingu minni frekar þetta: Listinn yfir hlaupatímana er hvetjandi. Maður fyllist gleði og löngun til að yfirstíga sjálfur svipaðar áskoranir. Listinn yfir tekjurnar er hins vegar ekkert hvetjandi. Hann er meira svona blah. Hann snertir mann ekki, nema kannski ef maður klæddi sig í pólitískar brækur og leitaði innblásturs í barátturæður um meiri jöfnuð og kannski réttlæti. En maður fyllist ekki löngun til að rífa sig upp og takast á við áskoranir. Maður fyllist ekki andagift og krafti. Náungi seldi jörð. Fékk tvo milljarða. Og hvað?/Fleiri listar Fjárhagslegt öryggi er eftirsóknarvert. Maður vill að sem flestir búi við það. Maður þarf það sjálfur. Kannski eru einhverjir sem sitja heima hjá sér og lúslesa tekjulistana og hugsa hvað þeir ætli aldeilis að eignast 850 milljónir á næsta ári. Gera plön. Ég held hins vegar að sífellt færri hugsi þannig. Ég þykist greina í samtíma mínum vissa breytingu á merkingu orðsins „lífsgæðakapphlaup“. Einu sinni þýddi það að fólk væri múlbundið lönguninni til að eiga meira en nágranninn. Það keppti að því að vera loðnara um lófana en maðurinn í næsta húsi. Ef einn fékk sér heitan pott, varð annar að gera það líka. Lífsgæðakapphlaup er núna farið að þýða það sem Reykjavíkurmaraþonið er. Kapphlaup sem eykur lífsgæði. Þátttakan í því, ásamt aukinni þátttöku í alls konar öðrum viðburðum og lífsstíl sem eykur gæði lífsins, eru til vitnis um það ein grunnsetning hagfræðinnar — sú sem segir að allir muni alltaf keppa að sem mestum peningalegum gróða — er úrelt. Undir oki loftslagsbreytinga og sívaxandi vitundar um mögulegan enda óhófs og ofneyslu, þróast mannlífið í átt til annarra markmiða. Hver þénaði mest er aðeins einn af mörgum listum. Hann er í sjálfu sér ekki áhugaverðari en fullt af öðrum listum sem mætti ímynda sér að blöðin gætu birt næst. Hver horfði mest á Netflix? Hver á flesta bíla? Hver fór oftast til London? Hver grillaði mest? Enginn þessara lista myndi vekja löngun mína til að ná sömu markmiðum. Ekki frekar en tekjulistinn. Hlaupalistinn hins vegar. Hann kveikir í mér. Á næsta ári er ég staðráðinn í að hlaupa maraþon á svipuðum tíma og ég sá að einn kunningi minn hljóp á um helgina. Ég held ég sé á mjög svipuðu reki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Ég skal játa það, að á þessum tíma árs grípur mig yfirleitt viss hnýsni í garð samborgara minna. Ég skoða jafnan af rælni tvo lista yfir kaffibollanum sem teljast mælikvarðar á frammistöðu annarra í tveimur ólíkum viðfangsefnum: Annars vegar í hlaupi og hins vegar í tekjuöflun. Núna eru semsagt komin út tekjublöðin, þar sem listaðar eru áætlaðar árstekjur nafntogaðra Íslendinga, og hins vegar fór Reykjavíkurmaraþonið fram á laugardaginn. Á vefnum er hægt að skoða tímana og velta sér svolítið upp úr því hvað sumir hlupu hratt. Ægilegur gassi var til dæmis á einum æskufélaga mínum, sá ég. Hann kláraði hálft maraþon á einum og hálfum. Ég tek hatt minn ofan. Ég á aldrei eftir að hlaupa svona hratt. Né heldur á ég nokkurn tímann efir að hlaupa götulengd á sama hraða og Arnar Pétursson hleypur heilt maraþon. Þetta hef ég lært að sætta mig við. Það sem ég sækist eftir þegar ég skoða hlaupatímana er meira að sjá hvort ég þekki einhverja sem hlaupa á um það bil sama tíma og ég. Vel undir meðalhraða, sem sagt. Ég aðhyllist hæg hlaup. Njóta en ekki þjóta. Svo finn ég til samkenndar með þessum hópi fólks. Ég hugsa: Þessi var að hlaupa. Ég þekki hana. Ég er á svipuðu reki. Ég spegla sjálfan mig í samferðafólki mínu. Ég velti fyrir mér hvar ég stend. Ásigkomulagi mín sjálfs. Þetta er góður listi. Maður fer að gúgla hlaupahópa. Gera áætlanir um daglegar teygjur. Spá í paleó.Peningar smeningar Reykjavíkurmaraþonið er gleðileikar. Fólk tekst á við sjálft sig og gerist hetjur eigin tilvistar. Það setur sér markmið og reynir að ná þeim. Alls konar þrekvirki vinnast. Og það er gaman að taka þátt í því eða fylgjast með því. Maður samgleðst. En víkur þá sögunni að tekjublöðunum. Þau liggja alls staðar, einhvern veginn. Eitt kom inn um lúguna í vikunni. Ég fletti. Og jú. Ég sé að einhver gaur var með 900 milljónir í tekjur í fyrra og annar með 400 milljónir. Eftir því sem leið á yfirferð mína fóru þessar tölur að skipta sífellt minna máli. Þær misstu merkingu sína. Smám saman komst ég að því að mér er sléttsama um hvaða tekjur fólk hefur. Þetta segi ég ekki af biturð, eins og einhverjir gætu ætlað — fólki er jú samfélagslega uppálagt út af rótgrónum gildum efnishyggjunnar að vera öfundsjúkt út í peningafólk — heldur meina ég með yfirlýsingu minni frekar þetta: Listinn yfir hlaupatímana er hvetjandi. Maður fyllist gleði og löngun til að yfirstíga sjálfur svipaðar áskoranir. Listinn yfir tekjurnar er hins vegar ekkert hvetjandi. Hann er meira svona blah. Hann snertir mann ekki, nema kannski ef maður klæddi sig í pólitískar brækur og leitaði innblásturs í barátturæður um meiri jöfnuð og kannski réttlæti. En maður fyllist ekki löngun til að rífa sig upp og takast á við áskoranir. Maður fyllist ekki andagift og krafti. Náungi seldi jörð. Fékk tvo milljarða. Og hvað?/Fleiri listar Fjárhagslegt öryggi er eftirsóknarvert. Maður vill að sem flestir búi við það. Maður þarf það sjálfur. Kannski eru einhverjir sem sitja heima hjá sér og lúslesa tekjulistana og hugsa hvað þeir ætli aldeilis að eignast 850 milljónir á næsta ári. Gera plön. Ég held hins vegar að sífellt færri hugsi þannig. Ég þykist greina í samtíma mínum vissa breytingu á merkingu orðsins „lífsgæðakapphlaup“. Einu sinni þýddi það að fólk væri múlbundið lönguninni til að eiga meira en nágranninn. Það keppti að því að vera loðnara um lófana en maðurinn í næsta húsi. Ef einn fékk sér heitan pott, varð annar að gera það líka. Lífsgæðakapphlaup er núna farið að þýða það sem Reykjavíkurmaraþonið er. Kapphlaup sem eykur lífsgæði. Þátttakan í því, ásamt aukinni þátttöku í alls konar öðrum viðburðum og lífsstíl sem eykur gæði lífsins, eru til vitnis um það ein grunnsetning hagfræðinnar — sú sem segir að allir muni alltaf keppa að sem mestum peningalegum gróða — er úrelt. Undir oki loftslagsbreytinga og sívaxandi vitundar um mögulegan enda óhófs og ofneyslu, þróast mannlífið í átt til annarra markmiða. Hver þénaði mest er aðeins einn af mörgum listum. Hann er í sjálfu sér ekki áhugaverðari en fullt af öðrum listum sem mætti ímynda sér að blöðin gætu birt næst. Hver horfði mest á Netflix? Hver á flesta bíla? Hver fór oftast til London? Hver grillaði mest? Enginn þessara lista myndi vekja löngun mína til að ná sömu markmiðum. Ekki frekar en tekjulistinn. Hlaupalistinn hins vegar. Hann kveikir í mér. Á næsta ári er ég staðráðinn í að hlaupa maraþon á svipuðum tíma og ég sá að einn kunningi minn hljóp á um helgina. Ég held ég sé á mjög svipuðu reki.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun