Alþingi ráði um hermál Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. september 2019 07:00 Sú hugsun læðist oft að undirrituðum að sú staðreynd að aðild að Atlantshafsbandalaginu fylgi skyldur sé ekki öllum kunn. Að sum haldi að með aðildinni sé Ísland bara að merkja sig hvorum megin það vilji standa í alþjóðapólitík; við ætlum að vera með þessum í liði. Svo er ekki. Aðildinni fylgja skyldur og í tilfelli Íslands hafa þær í gegnum tíðina falist í viðveru herliðs og aðstöðu fyrir það. Um þetta er á kveðið í svokölluðum varnarsamningi og bókunum og viðaukum við hann. Á Íslandi ríkir þingræði og ríkisstjórnir sækja vald sitt til þingsins. Engu að síður er það staðreynd að frá því að Alþingi greiddi atkvæði um varnarsamninginn árið 1951 hefur þingið aldrei fengið að greiða atkvæði um neitt sem að viðveru og umfangi herliðs hér kemur. Grundvallarbreytingar á eðli varnarsamningsins hafa ekki einu sinni verið bornar undir atkvæði Alþingis. Eitt af forgangsmálum Vinstri grænna á komandi þingi verður tillaga mín um breytingar á varnarmálalögum. Hún felur í sér að allar bókanir og viðbætur við samninginn verði að bera undir Alþingi til samþykktar, sem og öll uppbygging og framkvæmdir sem tengjast hernum, utan eðlilegs viðhalds. Aukinheldur hyggst ég leggja til þingsályktun um að ráðherra verði falið að vinna að bókun við varnarsamninginn sem kveði á um að alla viðveru herliðs hér á landi skuli bera undir Alþingi, en um viðveru herliðs er kveðið á í sjálfum varnarsamningnum. Hver sem afstaða fólks er til viðveru starfsfólks herliða og uppbyggingar mannvirkja á vegum hersins, hlýtur það að öllum kappsmál að auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Það hlýtur að vera öllum þingmönnum kappsmál að fá að segja skoðun sína á varnarmálum með atkvæði sínu. Samþykkt þessarar tillögu gefur þeim færi á því og eykur þannig mikilvægi Alþingis þegar að þessum málum kemur. Ég vonast því eftir víðtækum stuðningi við málið.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Varnarmál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Sjá meira
Sú hugsun læðist oft að undirrituðum að sú staðreynd að aðild að Atlantshafsbandalaginu fylgi skyldur sé ekki öllum kunn. Að sum haldi að með aðildinni sé Ísland bara að merkja sig hvorum megin það vilji standa í alþjóðapólitík; við ætlum að vera með þessum í liði. Svo er ekki. Aðildinni fylgja skyldur og í tilfelli Íslands hafa þær í gegnum tíðina falist í viðveru herliðs og aðstöðu fyrir það. Um þetta er á kveðið í svokölluðum varnarsamningi og bókunum og viðaukum við hann. Á Íslandi ríkir þingræði og ríkisstjórnir sækja vald sitt til þingsins. Engu að síður er það staðreynd að frá því að Alþingi greiddi atkvæði um varnarsamninginn árið 1951 hefur þingið aldrei fengið að greiða atkvæði um neitt sem að viðveru og umfangi herliðs hér kemur. Grundvallarbreytingar á eðli varnarsamningsins hafa ekki einu sinni verið bornar undir atkvæði Alþingis. Eitt af forgangsmálum Vinstri grænna á komandi þingi verður tillaga mín um breytingar á varnarmálalögum. Hún felur í sér að allar bókanir og viðbætur við samninginn verði að bera undir Alþingi til samþykktar, sem og öll uppbygging og framkvæmdir sem tengjast hernum, utan eðlilegs viðhalds. Aukinheldur hyggst ég leggja til þingsályktun um að ráðherra verði falið að vinna að bókun við varnarsamninginn sem kveði á um að alla viðveru herliðs hér á landi skuli bera undir Alþingi, en um viðveru herliðs er kveðið á í sjálfum varnarsamningnum. Hver sem afstaða fólks er til viðveru starfsfólks herliða og uppbyggingar mannvirkja á vegum hersins, hlýtur það að öllum kappsmál að auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Það hlýtur að vera öllum þingmönnum kappsmál að fá að segja skoðun sína á varnarmálum með atkvæði sínu. Samþykkt þessarar tillögu gefur þeim færi á því og eykur þannig mikilvægi Alþingis þegar að þessum málum kemur. Ég vonast því eftir víðtækum stuðningi við málið.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun