Alþingi ráði uppbyggingu á varnarsvæði Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. september 2019 06:15 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vill breyta varnarmálalögum þannig að borið verði undir Alþingi í hvert sinn hvort og hvernig uppbygging á mannvirkjum tengdum erlendum herliðum verður háttað á varnarsvæðinu. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á yfirstandandi þingi. Allur þingflokkurinn, utan ráðherra og forseta Alþingis, mun flytja málið. Samhliða hyggst Kolbeinn leggja fram þingsályktun, sem lýtur að viðveru herliðs hér á landi almennt. „Þessi tillaga gefur Alþingi færi á því að koma meira að ákvörðunum um umsvif erlends herliðs hér á landi. Sjálfur vil ég að þau umsvif séu engin, Ísland fari úr NATO og að varnarsamningnum sé sagt upp, en óháð skoðunum þingmanna á því hljóta allir að fagna því að umræða um þessi mál verði meiri og að hlutverk Alþingis sé styrkt. Þingmönnum gefst þá færi á að sýna í verki skoðun sína á uppbyggingu á vegum hersins. Uppbyggingu á svæðinu má gera háða samþykkti Alþingis með breytingu á varnarmálalögum og er tillaga þess efnis eitt af forgangsmálum þingflokks VG á komandi þingi. Allt sem lýtur að viðveru herliðs er hins vegar bundið við varnarsamninginn og ég mun því leggja fram þingsályktun um bókun við hann þess efnis að það sé einnig háð samþykkt Alþingis.“ Bandaríkjaher hefur nú uppi áform um sjö milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra hefur sagt að sú uppbygging feli ekki í sér að verið sé að endurvekja gömlu herstöðina, en ýmsir hafa gagnrýnt uppbygginguna ekki síst vegna þess að Vinstri græn hafa forsætisráðuneytið á sinni könnu, en flokkurinn hefur alla tíð lagst gegn aðild Íslands að NATO. „Aukin hernaðarumsvif á norðurslóðum eru áhyggjuefni og fyllsta þörf á því að umræða um þessi mál verði aukin og Alþingi geti komið vilja sínum skýrt á framfæri. Við eigum að tala fyrir friðsamlegum lausnum og gegn vígvæðingu. Mér hefur sýnst í sumar að þingmenn úr flestum flokkum hafi miklar skoðanir á þessum málum og því hljóta þeir að fagna því að geta tekið þátt í ákvörðunum um þessi mál.“ Í greinargerð með frumvarpi Kolbeins segir að Ísland sé aðili að NATO og hafi sem aðildarríki skyldur að uppfylla. Þær hafi fyrst og fremst falist í aðstöðu fyrir herlið bandalagsins og loftrýmisgæslu. Ísland hafi þannig ekki útvegað herlið, enda herlaust land, heldur aðstöðu fyrir herlið annarra þjóða. Einnig segir að mikilvægt sé að efla lýðræðislega umræðu um varnarmál, í stað þess að margir átti sig fyrst á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu eftir að Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög sín á ári hverju. – ósk Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vill breyta varnarmálalögum þannig að borið verði undir Alþingi í hvert sinn hvort og hvernig uppbygging á mannvirkjum tengdum erlendum herliðum verður háttað á varnarsvæðinu. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á yfirstandandi þingi. Allur þingflokkurinn, utan ráðherra og forseta Alþingis, mun flytja málið. Samhliða hyggst Kolbeinn leggja fram þingsályktun, sem lýtur að viðveru herliðs hér á landi almennt. „Þessi tillaga gefur Alþingi færi á því að koma meira að ákvörðunum um umsvif erlends herliðs hér á landi. Sjálfur vil ég að þau umsvif séu engin, Ísland fari úr NATO og að varnarsamningnum sé sagt upp, en óháð skoðunum þingmanna á því hljóta allir að fagna því að umræða um þessi mál verði meiri og að hlutverk Alþingis sé styrkt. Þingmönnum gefst þá færi á að sýna í verki skoðun sína á uppbyggingu á vegum hersins. Uppbyggingu á svæðinu má gera háða samþykkti Alþingis með breytingu á varnarmálalögum og er tillaga þess efnis eitt af forgangsmálum þingflokks VG á komandi þingi. Allt sem lýtur að viðveru herliðs er hins vegar bundið við varnarsamninginn og ég mun því leggja fram þingsályktun um bókun við hann þess efnis að það sé einnig háð samþykkt Alþingis.“ Bandaríkjaher hefur nú uppi áform um sjö milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra hefur sagt að sú uppbygging feli ekki í sér að verið sé að endurvekja gömlu herstöðina, en ýmsir hafa gagnrýnt uppbygginguna ekki síst vegna þess að Vinstri græn hafa forsætisráðuneytið á sinni könnu, en flokkurinn hefur alla tíð lagst gegn aðild Íslands að NATO. „Aukin hernaðarumsvif á norðurslóðum eru áhyggjuefni og fyllsta þörf á því að umræða um þessi mál verði aukin og Alþingi geti komið vilja sínum skýrt á framfæri. Við eigum að tala fyrir friðsamlegum lausnum og gegn vígvæðingu. Mér hefur sýnst í sumar að þingmenn úr flestum flokkum hafi miklar skoðanir á þessum málum og því hljóta þeir að fagna því að geta tekið þátt í ákvörðunum um þessi mál.“ Í greinargerð með frumvarpi Kolbeins segir að Ísland sé aðili að NATO og hafi sem aðildarríki skyldur að uppfylla. Þær hafi fyrst og fremst falist í aðstöðu fyrir herlið bandalagsins og loftrýmisgæslu. Ísland hafi þannig ekki útvegað herlið, enda herlaust land, heldur aðstöðu fyrir herlið annarra þjóða. Einnig segir að mikilvægt sé að efla lýðræðislega umræðu um varnarmál, í stað þess að margir átti sig fyrst á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu eftir að Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög sín á ári hverju. – ósk
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira