Getum verið stolt af okkar verki í mannréttindaráðinu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. september 2019 07:00 Á morgun lýkur 42. fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, fjórðu og síðustu reglubundnu lotunni sem Ísland tekur þátt í sem fullgildur meðlimur. Ísland situr þó áfram í ráðinu til loka ársins og tekur þátt í öðrum störfum þess, s.s. fyrirtöku allsherjarúttekta á mannréttindamálum í einstökum ríkjum í nóvember. Þá er fulltrúi Íslands varaforseti ráðsins og áfram í nægu að snúast. Ísland og fulltrúar þess hafa með störfum sínum í ráðinu sýnt rækilega fram á að smáríki geta látið til sín taka í þágu mannréttinda hafi þau algild mannréttindi í forgrunni og sýni frumkvæði. Ég er ekki einn um þessa skoðun, virtustu mannréttindasamtök heimsins hafa ítrekað vakið athygli á frammistöðu Íslands og vinir okkar á Norðurlöndum hafa tekið í sama streng. Í mars síðastliðnum var Ísland í forystu 36 ríkja sem fluttu sameiginlega yfirlýsingu vegna mannréttindaástands í Sádi-Arabíu. Yfirlýsingunni var svo fylgt eftir í lotunni sem nú er að ljúka. Þetta var í fyrsta skipti sem fjallað var um stöðuna í Sádi-Arabíu með svo afgerandi hætti í mannréttindaráðinu. Ekki vakti síður athygli þegar mannréttindaráðið samþykkti í júlí ályktun Íslands um mannréttindaástand á Filippseyjum. Um það mál, eins og frumkvæði okkar varðandi Sádi-Arabíu, hefur verið fjallað á innlendum og erlendum vettvangi með þeim hætti að fyllsta ástæða er fyrir okkur að bera höfuðið hátt. Átakanlegt var að hlusta á fulltrúa filippseysku kirkjunnar og ástvini þeirra sem hafa látist í svonefndu fíkniefnastríði filippseyskra stjórnvalda þegar þeir komu hingað til lands fyrir skemmstu. Full ástæða er til að óháð rannsókn fari fram á þessu máli. Ég hef gagnrýnt það sérstaklega að ríki á borð við Sádi-Arabíu hafa í gegnum tíðina sloppið við gagnrýni í mannréttindaráðinu á meðan önnur eru þar stöðugt undir smásjánni. Sem dæmi má nefna Ísrael. Ekkert ríki ætti að vera stikkfrí í þessum málum, en hins vegar má gera kröfu um að kjörin aðildarríki ráðsins gangi á undan með góðu fordæmi. Þess vegna skýtur skökku við að einmitt um þessar mundir eru bæði Filippseyjar og Sádi-Arabía kjörnir fulltrúar í mannréttindaráðinu og nú lítur út fyrir að Venesúela verði kosið aftur í ráðið í október. Framganga þessara ríkja í mannréttindamálum sendir einfaldlega röng skilaboð. Mannréttindaráðið er ekki gallalaus stofnun, en einmitt þess vegna höfum við viljað stuðla að umbótum og hefur öll okkar framganga miðast við það. Mikil breidd í starfinu Önnur ályktun sem Ísland lagði fram ásamt fleiri ríkjum í sumar sneri að jöfnum launum karla og kvenna. Hún var samþykkt án atkvæðagreiðslu og voru meðflutningsríki ályktunarinnar á sjöunda tug. Við erum stolt af því að ályktun um kynjajafnréttistengd mál hafi náð fram að ganga. Þá er ástæða til að nefna að forsætisráðherra ávarpaði mannréttindaráðið í júnílotunni og fyrr á árinu tók félags- og barnamálaráðherra þátt í umræðum um málefni barna. Í byrjun þessa mánaðar kom svo hingað til lands í mínu boði sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin fólks. Hann flutti bæði opinberan fyrirlestur og fundaði með fagfólki, s.s. á sviði heilbrigðismála, fulltrúum Samtakanna 78 og biskupi Íslands. Við metum nú góðar ábendingar hans um hvernig við getum gert enn betur hér heima í málefnum hinsegin fólks og um leið verið öflug rödd á alþjóðavettvangi á þessu sviði. Allt þetta sýnir breidd þess starfs sem við höfum staðið fyrir á árinu. Við höfum komið víða við og látið til okkar taka en þó ætíð út frá skýrt afmarkaðri áætlun um að standa við þau fyrirheit sem við gáfum í upphafi. Við eigum eftir að gera betur upp setuna í mannréttindaráðinu en vilji minn stendur til þess að á næstu mánuðum fari fram upplýst umræða um framgöngu okkar og árangur, um mannréttindaráðið sem stofnun, og auðvitað um mannréttindi almennt. Með því getum við skerpt enn stefnu okkar í þessum efnum og byggt á henni til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Á morgun lýkur 42. fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, fjórðu og síðustu reglubundnu lotunni sem Ísland tekur þátt í sem fullgildur meðlimur. Ísland situr þó áfram í ráðinu til loka ársins og tekur þátt í öðrum störfum þess, s.s. fyrirtöku allsherjarúttekta á mannréttindamálum í einstökum ríkjum í nóvember. Þá er fulltrúi Íslands varaforseti ráðsins og áfram í nægu að snúast. Ísland og fulltrúar þess hafa með störfum sínum í ráðinu sýnt rækilega fram á að smáríki geta látið til sín taka í þágu mannréttinda hafi þau algild mannréttindi í forgrunni og sýni frumkvæði. Ég er ekki einn um þessa skoðun, virtustu mannréttindasamtök heimsins hafa ítrekað vakið athygli á frammistöðu Íslands og vinir okkar á Norðurlöndum hafa tekið í sama streng. Í mars síðastliðnum var Ísland í forystu 36 ríkja sem fluttu sameiginlega yfirlýsingu vegna mannréttindaástands í Sádi-Arabíu. Yfirlýsingunni var svo fylgt eftir í lotunni sem nú er að ljúka. Þetta var í fyrsta skipti sem fjallað var um stöðuna í Sádi-Arabíu með svo afgerandi hætti í mannréttindaráðinu. Ekki vakti síður athygli þegar mannréttindaráðið samþykkti í júlí ályktun Íslands um mannréttindaástand á Filippseyjum. Um það mál, eins og frumkvæði okkar varðandi Sádi-Arabíu, hefur verið fjallað á innlendum og erlendum vettvangi með þeim hætti að fyllsta ástæða er fyrir okkur að bera höfuðið hátt. Átakanlegt var að hlusta á fulltrúa filippseysku kirkjunnar og ástvini þeirra sem hafa látist í svonefndu fíkniefnastríði filippseyskra stjórnvalda þegar þeir komu hingað til lands fyrir skemmstu. Full ástæða er til að óháð rannsókn fari fram á þessu máli. Ég hef gagnrýnt það sérstaklega að ríki á borð við Sádi-Arabíu hafa í gegnum tíðina sloppið við gagnrýni í mannréttindaráðinu á meðan önnur eru þar stöðugt undir smásjánni. Sem dæmi má nefna Ísrael. Ekkert ríki ætti að vera stikkfrí í þessum málum, en hins vegar má gera kröfu um að kjörin aðildarríki ráðsins gangi á undan með góðu fordæmi. Þess vegna skýtur skökku við að einmitt um þessar mundir eru bæði Filippseyjar og Sádi-Arabía kjörnir fulltrúar í mannréttindaráðinu og nú lítur út fyrir að Venesúela verði kosið aftur í ráðið í október. Framganga þessara ríkja í mannréttindamálum sendir einfaldlega röng skilaboð. Mannréttindaráðið er ekki gallalaus stofnun, en einmitt þess vegna höfum við viljað stuðla að umbótum og hefur öll okkar framganga miðast við það. Mikil breidd í starfinu Önnur ályktun sem Ísland lagði fram ásamt fleiri ríkjum í sumar sneri að jöfnum launum karla og kvenna. Hún var samþykkt án atkvæðagreiðslu og voru meðflutningsríki ályktunarinnar á sjöunda tug. Við erum stolt af því að ályktun um kynjajafnréttistengd mál hafi náð fram að ganga. Þá er ástæða til að nefna að forsætisráðherra ávarpaði mannréttindaráðið í júnílotunni og fyrr á árinu tók félags- og barnamálaráðherra þátt í umræðum um málefni barna. Í byrjun þessa mánaðar kom svo hingað til lands í mínu boði sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin fólks. Hann flutti bæði opinberan fyrirlestur og fundaði með fagfólki, s.s. á sviði heilbrigðismála, fulltrúum Samtakanna 78 og biskupi Íslands. Við metum nú góðar ábendingar hans um hvernig við getum gert enn betur hér heima í málefnum hinsegin fólks og um leið verið öflug rödd á alþjóðavettvangi á þessu sviði. Allt þetta sýnir breidd þess starfs sem við höfum staðið fyrir á árinu. Við höfum komið víða við og látið til okkar taka en þó ætíð út frá skýrt afmarkaðri áætlun um að standa við þau fyrirheit sem við gáfum í upphafi. Við eigum eftir að gera betur upp setuna í mannréttindaráðinu en vilji minn stendur til þess að á næstu mánuðum fari fram upplýst umræða um framgöngu okkar og árangur, um mannréttindaráðið sem stofnun, og auðvitað um mannréttindi almennt. Með því getum við skerpt enn stefnu okkar í þessum efnum og byggt á henni til framtíðar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun