Samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu kynnt þingmönnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 11:43 Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut á dögunum.Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir með ólíkindum að fyrirhugað samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki fengið kynningu í nefndinni. Til stendur að samkomulagið verði undirritað á morgun. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma. Ekki liggur fyrir opinberlega ennþá hvað felst í samkomulaginu en það mun meðal annars snúa að borgarlínu, hugsanlegum vegtollum og uppbyggingu samgöngumannvirkja. Nú rétt fyrir hádegi hófst fundur í samgönguráðuneytinu þar sem þingmönnum höfuðborgarsvæðisins og nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd verður kynnt efni samkomulagsins. Bergþór Ólason er formaður nefndarinnar. „Það er nú þannig að það sem vekur kannski mestar áhyggjur í þessum efnum er að þarna sé ríkið skuldbundið um einhverja 50 plús milljarða án þess að hafa haft eitthvað með beinum hætti að segja um þá skuldbindingu,” segir Bergþór. Hann fagni því að loksins fái þingmenn kynningu á málinu en hann telji þó að það hafi átt að fá kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. Sjálfur viti hann lítið en ekkert um eiginlegt efni samningsins umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum.Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm„Þarna er til dæmis allt sem snýr að gjaldtökunni, sem sagt veggjöldunum sem þarna virðast útlistuð að einhverju marki, það er eitthvað sem að náttúrlega verður aldrei klárað nema með aðkomu Alþingis. Þannig að mér hefði þótt sjálfsagt, svo vægt sé til orða tekið, að Alþingi hefði fengið að hafa skoðun á því hvernig þetta er rammað inn.” Það sé þó ánægjuefni að ráðast eigi í vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. „Þær hafa setið á hakanum síðan sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu samkomulag árið 2012 um að fara í svokallað framkvæmdastopp þar sem að var settur milljarður aukalega í strætó á ári í stað þess að fara í stórframkvæmdir á svæðinu,” segir Bergþór. Hann telji mikilvægt að komast út úr þeim fasa. „Það blasir við öllum að stofnbrautakerfið innan höfuðborgarsvæðisins er löngu sprungið. Þannig að ég er mjög jákvæður gagnvart uppbyggingunni á höfuðborgarsvæðinu en ég hef miklar efasemdir um það hvernig er haldið á þessu máli í augnablikinu. Alþingi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir með ólíkindum að fyrirhugað samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki fengið kynningu í nefndinni. Til stendur að samkomulagið verði undirritað á morgun. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma. Ekki liggur fyrir opinberlega ennþá hvað felst í samkomulaginu en það mun meðal annars snúa að borgarlínu, hugsanlegum vegtollum og uppbyggingu samgöngumannvirkja. Nú rétt fyrir hádegi hófst fundur í samgönguráðuneytinu þar sem þingmönnum höfuðborgarsvæðisins og nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd verður kynnt efni samkomulagsins. Bergþór Ólason er formaður nefndarinnar. „Það er nú þannig að það sem vekur kannski mestar áhyggjur í þessum efnum er að þarna sé ríkið skuldbundið um einhverja 50 plús milljarða án þess að hafa haft eitthvað með beinum hætti að segja um þá skuldbindingu,” segir Bergþór. Hann fagni því að loksins fái þingmenn kynningu á málinu en hann telji þó að það hafi átt að fá kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. Sjálfur viti hann lítið en ekkert um eiginlegt efni samningsins umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum.Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm„Þarna er til dæmis allt sem snýr að gjaldtökunni, sem sagt veggjöldunum sem þarna virðast útlistuð að einhverju marki, það er eitthvað sem að náttúrlega verður aldrei klárað nema með aðkomu Alþingis. Þannig að mér hefði þótt sjálfsagt, svo vægt sé til orða tekið, að Alþingi hefði fengið að hafa skoðun á því hvernig þetta er rammað inn.” Það sé þó ánægjuefni að ráðast eigi í vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. „Þær hafa setið á hakanum síðan sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu samkomulag árið 2012 um að fara í svokallað framkvæmdastopp þar sem að var settur milljarður aukalega í strætó á ári í stað þess að fara í stórframkvæmdir á svæðinu,” segir Bergþór. Hann telji mikilvægt að komast út úr þeim fasa. „Það blasir við öllum að stofnbrautakerfið innan höfuðborgarsvæðisins er löngu sprungið. Þannig að ég er mjög jákvæður gagnvart uppbyggingunni á höfuðborgarsvæðinu en ég hef miklar efasemdir um það hvernig er haldið á þessu máli í augnablikinu.
Alþingi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira