Líf á öðrum hnöttum Guðmundur Steingrímsson skrifar 23. september 2019 07:00 Um daginn rataði frétt úr heimi geimvísindanna á síður allra helstu netmiðla og í hádegisfréttir. Hún lét kannski lítið yfir sér en var æði stór þegar maður spáði í það. Líklegt var talið, að á tiltekinni plánetu í fjarlægu sólkerfi væri einhvers konar líf. Að minnsta kosti var talið að þar væru lífvænleg skilyrði. Lengi hefur vangaveltan um líf annars staðar verið á meðal þeirra stærstu sem mannkynið hefur glímt við. Þarna var sem sagt sögð frétt sem markaði viss tímamót í þeirri viðureign. Ein frétt á meðal annarra frétta. Ég hugsaði: Svona gerist þetta. Svona verður fréttin sögð þegar líf loksins finnst á öðrum hnöttum. Maður er að keyra einhvers staðar og Broddi Broddason segir í fréttum það vera helst að bandaríska geimferðastofnunin hafi í gær fundið vitsmunalíf á annarri plánetu. Verurnar séu grænar og með stór augu og ílangan haus. Þær séu búnar að hlusta á tónlistina sem við sendum þeim út í geiminn fyrir einhverjum árum og þakki kærlega fyrir sig. Fólk segir almennt „ja, hérna“ og „svei mér þá“. Svo kemur næsta frétt um afla línubáta það sem af er vetri. Og svo að íþróttum.Svæði 51 Spurningin um líf á öðrum á hnöttum er jú á meðal þeirra stærstu, rétt er það. Þó verð ég að viðurkenna að mér finnst eins og þessi spurning hafi aðeins lækkað í sessi með árunum. Hún hefur misst mikilvægi sitt. Á föstudaginn átti sér stað viðburður í Bandaríkjunum sem hafði áður verið blásinn mjög upp á samfélagsmiðlum. Grallaraspói þar vestra hafði boðað að þennan dag skyldi æstur múgur brjótast inn í hið dularfulla afgirta hersvæði númer 51 í Nevada (Area 51). Lengi hafa kenningar verið uppi um að innan þessara girðinga geymi bandaríski herinn geimverur. Þarna sé til dæmis ET til húsa og fái ekki að hringja heim til sín. Yfir tvær milljónir manna boðuðu komu sína. Allt stefndi í að þörf fólks til að vita fyrir víst að líf sé á öðrum hnöttum myndi ná vissum hápunkti. Málið yrði jafnvel leyst í eitt skipti fyrir öll. Það er skemmst frá því að segja að örfáir mættu þegar á hólminn var komið. Af fréttum að dæma virðist viðburðurinn hafa verið tíðindalítill. Einn var handtekinn fyrir að pissa. Annar keyrði óvart á kú og varð miður sín. Lífið hér Það er þetta sem ég segi. Spurningin hefur ekki sama sess lengur. Í mínum huga lítur dæmið þannig út, að mér finnst afskaplega líklegt — eiginlega borðleggjandi — að á einhverjum þessara þúsunda milljarða stjarna í alheiminum sé einhvers konar líf. Annað væri fáránlegt. Fréttin sem Broddi myndi lesa í hádegisfréttum myndi því ekki koma mér það mikið á óvart, þótt vissulega fæli hún í sér tímamót. Ég held að ástæðan fyrir því að vægi spurningarinnar um líf á öðrum hnöttum hafi minnkað sé þó ekki endilega sú að málið þyki ekki nógu merkilegt lengur, heldur er ástæðan mun fremur fólgin í því, að sú tilfinningin er fjarska útbreidd að lífið á þessum hnetti sé nógu erfitt og mikil ráðgáta fyrir. Af þessum sökum er það táknrænt að á föstudaginn skyldi maður í leit að geimverum enda með að keyra á kú. Lífið á þessum hnetti varð honum fyrirstaða. Sjáiði til. Hver þarf geimverur þegar maður hefur Donald Trump? Er ekki nógu erfitt að skilja landsbyggðarfólk í miðríkjum Bandaríkjanna og þeirra hugsanakerfi? Er það að Boris Johnson sé forsætisráðherra í Bretlandi ekki fyllilega sambærilegt við það að geimvera væri það? Og hingað heim: Þegar maður heldur að maður sé nokkurn veginn búinn að átta sig á sínu nærumhverfi, dúkkar þá ekki ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu upp kollinum með illskiljanlega greinargerð þar sem öllum kröfum um bætur vegna gríðarlegs óréttlætis sem saklaust fólk hefur mátt þola af hálfu ríkisins er hafnað. Það er engu líkara en greinargerðin og embættið komi frá öðrum hnetti þar sem allt aðrir hlutir hafa gerst. Hugar annarra Sífellt skal maður minntur á það í stóru sem smáu að aðrir heimar eru allt í kringum mann. Í hugum annarra og hegðun þeirra birtast ráðgáturnar ljóslifandi. Þótt mannkynið hafi líklega aldrei verið jafntengt og aldrei jafnauðvelt að sameina gríðarlegan fjölda fyrir framan tölvur og sjónvarpstæki, þá er hitt líka afskaplega áberandi sem einkenni á okkar samtíma, að út um allt er fólk í sínum búbblum og hólfum, aðskilið frá öðrum. Heilu þjóðfélögin skiptast í hópa sem geta með engu móti talast við. Gréta Thunberg sér enga ástæðu til að tala við Trump. Hann býr í öðrum veruleika en hún, án talsambands. Niðurstaðan? Jú, líf á öðrum hnöttum má bíða aðeins. Það er nóg af geimverum hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Um daginn rataði frétt úr heimi geimvísindanna á síður allra helstu netmiðla og í hádegisfréttir. Hún lét kannski lítið yfir sér en var æði stór þegar maður spáði í það. Líklegt var talið, að á tiltekinni plánetu í fjarlægu sólkerfi væri einhvers konar líf. Að minnsta kosti var talið að þar væru lífvænleg skilyrði. Lengi hefur vangaveltan um líf annars staðar verið á meðal þeirra stærstu sem mannkynið hefur glímt við. Þarna var sem sagt sögð frétt sem markaði viss tímamót í þeirri viðureign. Ein frétt á meðal annarra frétta. Ég hugsaði: Svona gerist þetta. Svona verður fréttin sögð þegar líf loksins finnst á öðrum hnöttum. Maður er að keyra einhvers staðar og Broddi Broddason segir í fréttum það vera helst að bandaríska geimferðastofnunin hafi í gær fundið vitsmunalíf á annarri plánetu. Verurnar séu grænar og með stór augu og ílangan haus. Þær séu búnar að hlusta á tónlistina sem við sendum þeim út í geiminn fyrir einhverjum árum og þakki kærlega fyrir sig. Fólk segir almennt „ja, hérna“ og „svei mér þá“. Svo kemur næsta frétt um afla línubáta það sem af er vetri. Og svo að íþróttum.Svæði 51 Spurningin um líf á öðrum á hnöttum er jú á meðal þeirra stærstu, rétt er það. Þó verð ég að viðurkenna að mér finnst eins og þessi spurning hafi aðeins lækkað í sessi með árunum. Hún hefur misst mikilvægi sitt. Á föstudaginn átti sér stað viðburður í Bandaríkjunum sem hafði áður verið blásinn mjög upp á samfélagsmiðlum. Grallaraspói þar vestra hafði boðað að þennan dag skyldi æstur múgur brjótast inn í hið dularfulla afgirta hersvæði númer 51 í Nevada (Area 51). Lengi hafa kenningar verið uppi um að innan þessara girðinga geymi bandaríski herinn geimverur. Þarna sé til dæmis ET til húsa og fái ekki að hringja heim til sín. Yfir tvær milljónir manna boðuðu komu sína. Allt stefndi í að þörf fólks til að vita fyrir víst að líf sé á öðrum hnöttum myndi ná vissum hápunkti. Málið yrði jafnvel leyst í eitt skipti fyrir öll. Það er skemmst frá því að segja að örfáir mættu þegar á hólminn var komið. Af fréttum að dæma virðist viðburðurinn hafa verið tíðindalítill. Einn var handtekinn fyrir að pissa. Annar keyrði óvart á kú og varð miður sín. Lífið hér Það er þetta sem ég segi. Spurningin hefur ekki sama sess lengur. Í mínum huga lítur dæmið þannig út, að mér finnst afskaplega líklegt — eiginlega borðleggjandi — að á einhverjum þessara þúsunda milljarða stjarna í alheiminum sé einhvers konar líf. Annað væri fáránlegt. Fréttin sem Broddi myndi lesa í hádegisfréttum myndi því ekki koma mér það mikið á óvart, þótt vissulega fæli hún í sér tímamót. Ég held að ástæðan fyrir því að vægi spurningarinnar um líf á öðrum hnöttum hafi minnkað sé þó ekki endilega sú að málið þyki ekki nógu merkilegt lengur, heldur er ástæðan mun fremur fólgin í því, að sú tilfinningin er fjarska útbreidd að lífið á þessum hnetti sé nógu erfitt og mikil ráðgáta fyrir. Af þessum sökum er það táknrænt að á föstudaginn skyldi maður í leit að geimverum enda með að keyra á kú. Lífið á þessum hnetti varð honum fyrirstaða. Sjáiði til. Hver þarf geimverur þegar maður hefur Donald Trump? Er ekki nógu erfitt að skilja landsbyggðarfólk í miðríkjum Bandaríkjanna og þeirra hugsanakerfi? Er það að Boris Johnson sé forsætisráðherra í Bretlandi ekki fyllilega sambærilegt við það að geimvera væri það? Og hingað heim: Þegar maður heldur að maður sé nokkurn veginn búinn að átta sig á sínu nærumhverfi, dúkkar þá ekki ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu upp kollinum með illskiljanlega greinargerð þar sem öllum kröfum um bætur vegna gríðarlegs óréttlætis sem saklaust fólk hefur mátt þola af hálfu ríkisins er hafnað. Það er engu líkara en greinargerðin og embættið komi frá öðrum hnetti þar sem allt aðrir hlutir hafa gerst. Hugar annarra Sífellt skal maður minntur á það í stóru sem smáu að aðrir heimar eru allt í kringum mann. Í hugum annarra og hegðun þeirra birtast ráðgáturnar ljóslifandi. Þótt mannkynið hafi líklega aldrei verið jafntengt og aldrei jafnauðvelt að sameina gríðarlegan fjölda fyrir framan tölvur og sjónvarpstæki, þá er hitt líka afskaplega áberandi sem einkenni á okkar samtíma, að út um allt er fólk í sínum búbblum og hólfum, aðskilið frá öðrum. Heilu þjóðfélögin skiptast í hópa sem geta með engu móti talast við. Gréta Thunberg sér enga ástæðu til að tala við Trump. Hann býr í öðrum veruleika en hún, án talsambands. Niðurstaðan? Jú, líf á öðrum hnöttum má bíða aðeins. Það er nóg af geimverum hér.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun