Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2019 16:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarið vegna framkomu ríkisins við aðila málsins. Vísir/Vilhelm Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Viðleitni stjórnvalda til að ná heildarsátt við hina sýknuðu og afkomendur þeirra hefur enn ekki borið árangur. Einn þeirra, Guðjón Skarphéðinsson, hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að frumvarpið sé lagt fram til að taka af öll tvímæli um eindreginn sáttavilja ríkisstjórnar og Alþingis. Tillaga um 759 milljónir króna í bótagreiðslur hafi verið á borðinu þegar hlé varð á viðræðum ríkislögmanns við hina sýknuðu og afkomendur þeirra.Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra.Vísir/vilhelmGert ráð fyrir skattfrjálsum bótum Með dómi Hæstaréttar Íslands 27. september 2018 voru Kristján Viðar Júlíusson (áður Viðarsson), Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson sýknaðir af því að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar 1974, Albert Klahn Skaftason af því að hafa tálmað rannsókn á brotinu og Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar og Sævar Marinó af því að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana í nóvember 1974. Með frumvarpinu er lagt til að ráðherra verði veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru með dóminum og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru. Í frumvarpinu kemur fram að enda þótt fjármunir geti aldrei bætt það tjón sem hinn rangláti dómur hefur valdið hinum sýknuðu og fjölskyldum þeirra sé eigi að síður nauðsynlegt að ríkisvaldið greiði bætur sem hluta af uppgjöri og viðurkenningu á rangindum. Frumvarpið tryggir að sérstök lagaheimild standi að baki greiðslu bóta „með sanngirni og jafnræði gagnvart hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra að leiðarljósi“ eins og segir á vef stjórnarráðsins. Þá er gert ráð fyrir skattfrelsi bóta. Fram kemur í frumvarpinu að réttur aðila til að láta reyna á lögvarinn rétt sinn að öðru leyti fyrir dómi standi óhaggaður og þá komi bætur sem greiddar kunna að hafa verið samkvæmt lögunum til frádráttar. Gengið er út frá því að samhliða framlagningu frumvarpsins og meðferð þess á Alþingi haldi viðræður við aðila máls áfram með það að markmiði að leita samkomulags um fjárhæð bóta og önnur atriði sem lúta að samfélagslegu uppgjöri málsins. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að gengið sé út frá því að samhliða framlagningu frumvarpsins og meðferð þess á Alþingi haldi viðræður við aðila máls áfram til að leita samkomulags um fjárhæð bóta og önnur atriði sem lúta að uppgjöri vegna þessa máls.Sævar Ciesielski heldur ræðu fyrir Hæstarétti árið 1980.LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON759 milljónir krónur í heildarbætur Lagt er til að sami grundvöllur búi að baki greiðslum til fimm aðila alls, þ.e. til þriggja eftirlifandi málsaðila og maka og barna hinna tveggja látnu. Svigrúm þurfi þó að vera til staðar til að taka tillit til einstaklingsbundinna aðstæðna. „Í þeim viðræðum sem settur ríkislögmaður hefur átt við aðila málsins hefur 700–800 millj. kr. heildarfjárhæð verið rædd. Sú fjárhæð kann þó að taka einhverjum breytingum eftir framgangi samningaviðræðna,“ segir í greinagerðinni. Þegar hlé varð á viðræðum nefndarinnar og síðar setts ríkislögmanns við aðila málsins var gert ráð fyrir að greiðslur til hinna sýknuðu og eftirlifandi maka og barna þeirra næmu um 70–80 þús. kr. fyrir hvern dag sem viðkomandi var sviptur frelsi og náði það bæði til gæsluvarðhalds og afplánunar. Miðað var við að bætur skiptust með eftirfarandi hætti á milli aðila: 15 milljónir króna til Alberts Klahns Skaftasonar, 145 milljónir króna til Guðjóns Skarphéðinssonar, 204 milljónir króna til Kristjáns Viðars Júlíussonar, 171 milljón króna til Tryggva Rúnars Leifssonar og 224 milljónir króna til Sævars Marinós Ciesielskis. Samtals var um 759 milljónir króna að ræða. Að auki var gert ráð fyrir skattfrelsi bótanna enda yrðu lög sett um það efni.Frumvarpið og greinagerðina má lesa í heild hér. Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Viðleitni stjórnvalda til að ná heildarsátt við hina sýknuðu og afkomendur þeirra hefur enn ekki borið árangur. Einn þeirra, Guðjón Skarphéðinsson, hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að frumvarpið sé lagt fram til að taka af öll tvímæli um eindreginn sáttavilja ríkisstjórnar og Alþingis. Tillaga um 759 milljónir króna í bótagreiðslur hafi verið á borðinu þegar hlé varð á viðræðum ríkislögmanns við hina sýknuðu og afkomendur þeirra.Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra.Vísir/vilhelmGert ráð fyrir skattfrjálsum bótum Með dómi Hæstaréttar Íslands 27. september 2018 voru Kristján Viðar Júlíusson (áður Viðarsson), Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson sýknaðir af því að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar 1974, Albert Klahn Skaftason af því að hafa tálmað rannsókn á brotinu og Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar og Sævar Marinó af því að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana í nóvember 1974. Með frumvarpinu er lagt til að ráðherra verði veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru með dóminum og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru. Í frumvarpinu kemur fram að enda þótt fjármunir geti aldrei bætt það tjón sem hinn rangláti dómur hefur valdið hinum sýknuðu og fjölskyldum þeirra sé eigi að síður nauðsynlegt að ríkisvaldið greiði bætur sem hluta af uppgjöri og viðurkenningu á rangindum. Frumvarpið tryggir að sérstök lagaheimild standi að baki greiðslu bóta „með sanngirni og jafnræði gagnvart hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra að leiðarljósi“ eins og segir á vef stjórnarráðsins. Þá er gert ráð fyrir skattfrelsi bóta. Fram kemur í frumvarpinu að réttur aðila til að láta reyna á lögvarinn rétt sinn að öðru leyti fyrir dómi standi óhaggaður og þá komi bætur sem greiddar kunna að hafa verið samkvæmt lögunum til frádráttar. Gengið er út frá því að samhliða framlagningu frumvarpsins og meðferð þess á Alþingi haldi viðræður við aðila máls áfram með það að markmiði að leita samkomulags um fjárhæð bóta og önnur atriði sem lúta að samfélagslegu uppgjöri málsins. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að gengið sé út frá því að samhliða framlagningu frumvarpsins og meðferð þess á Alþingi haldi viðræður við aðila máls áfram til að leita samkomulags um fjárhæð bóta og önnur atriði sem lúta að uppgjöri vegna þessa máls.Sævar Ciesielski heldur ræðu fyrir Hæstarétti árið 1980.LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON759 milljónir krónur í heildarbætur Lagt er til að sami grundvöllur búi að baki greiðslum til fimm aðila alls, þ.e. til þriggja eftirlifandi málsaðila og maka og barna hinna tveggja látnu. Svigrúm þurfi þó að vera til staðar til að taka tillit til einstaklingsbundinna aðstæðna. „Í þeim viðræðum sem settur ríkislögmaður hefur átt við aðila málsins hefur 700–800 millj. kr. heildarfjárhæð verið rædd. Sú fjárhæð kann þó að taka einhverjum breytingum eftir framgangi samningaviðræðna,“ segir í greinagerðinni. Þegar hlé varð á viðræðum nefndarinnar og síðar setts ríkislögmanns við aðila málsins var gert ráð fyrir að greiðslur til hinna sýknuðu og eftirlifandi maka og barna þeirra næmu um 70–80 þús. kr. fyrir hvern dag sem viðkomandi var sviptur frelsi og náði það bæði til gæsluvarðhalds og afplánunar. Miðað var við að bætur skiptust með eftirfarandi hætti á milli aðila: 15 milljónir króna til Alberts Klahns Skaftasonar, 145 milljónir króna til Guðjóns Skarphéðinssonar, 204 milljónir króna til Kristjáns Viðars Júlíussonar, 171 milljón króna til Tryggva Rúnars Leifssonar og 224 milljónir króna til Sævars Marinós Ciesielskis. Samtals var um 759 milljónir króna að ræða. Að auki var gert ráð fyrir skattfrelsi bótanna enda yrðu lög sett um það efni.Frumvarpið og greinagerðina má lesa í heild hér.
Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49
Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00
Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51
Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03