Tvöfaldur vandi mannkynsins Böðvar Jónsson skrifar 8. október 2019 14:41 Þegar horft er til stöðu mannkynsins í dag blasir við tvíþættur vandi. Annars vegar loftslags- og umhverfisváin og hins vegar sú staðreynd að enn eru við lýði styrjaldir, borgarastyrjaldir grimmilegri og óhugnanlegri en áður hefur sést og hryllingsverkin oft og tíðum í beinni útsendingu. Á þessu virðist ekkert lát og nú virðist í uppsiglingu enn ein stríðsátökin, innrás inn í Sýrland, ákveðin af tveimur þjóðarleitogum án samráðs við þing sín og þjóðir. Átök sem munu að venju leiða til ómældra þjáninga og mannfalls almennra borgara meðal Kúrda. Í þessu sambandi vil ég benda á greinina „Veruleiki Kúrda“ á Vísir.is. Stríðsrekstur í heiminum er vissulega ógn við mannkynið eftir að stórveldin komu sér upp birgðum gereyðingarvopna sem dygðu til að tortíma mannkyninu mörgum sinnum. Blessunarlega hefur enginn leiðtogi þessara kjarnokuvelda látið verða af því að nýta þessar vopnabirgðir. Mannkynið á að baki ótölulegan fjölda borgarastyrjalda og tvær heimsstyrjaldir en hefur lifað þetta af með þeim hræðilegu þjáningum sem af þessu brjálæði leiddi. Þegar kemur að loftslags- og umhverfisvánni sem skyndilega birtist okkur svo alvarleg og að okkur óviðbúnum þá er kannski aðeins hluti mannkynsins sem viðurkennir hættuna sem steðjar að. Það er þó sextán ára stúlka sem á skömmum tíma hefur hrint af stað fjöldahreyfingu barna, unglinga og ungs fólks um allan heim, þeirra sem erfa heiminn, sem krefjast aðgerða til að snúa af þeirri vegferð sem mannkynið er á. Það er hægt að hefja stríð og ljúka stíði en það sem við stöndum frammi fyrir núna og arfleiðum komandi kynslóðir að er annars eðlis og upp koma í hugann þessi spámannlegu orð sem féllu um miðjai nítjándu öldina.Veröldin á í erfiðleikum og æsing hennar eflist dag frá degi. Ásjónu hennar er snúið í átt til villu og vantrúar. Slíkt verður ástand hennar, að ekki er rétt og sæmilegt að veita vitneskju um það nú. Spilling hennar mun lengi viðhaldast. En þegar hin tiltekna stund er komin, þá mun það skyndilega koma í ljós, sem veldur skjálfta í limum mannkynsins.Það hefur varla verið hægt að orða þetta betur miðað við það sem við okkur blasir. En mannskepnan er ótrúleg í hroka sínum og sjálfbyrginghætti sem birtist manni í því að einstaklingar halda því fram, að því er virðist, í alvöru að skjóta eigi sendiboðann, sextán ára unglingsstúlkuna Gretu. H.C. Andersen var glöggur á mannlegt eðli og fyrir mér er Greta Thunberg raunverulegur persónugerfingur barnsins í sögunni um Nýju fötin keisarans. En í dag er heimurinn eitt þorp og keisararnir margir en Greta opinberar nekt þeirra allra.Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Loftslagsmál Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er til stöðu mannkynsins í dag blasir við tvíþættur vandi. Annars vegar loftslags- og umhverfisváin og hins vegar sú staðreynd að enn eru við lýði styrjaldir, borgarastyrjaldir grimmilegri og óhugnanlegri en áður hefur sést og hryllingsverkin oft og tíðum í beinni útsendingu. Á þessu virðist ekkert lát og nú virðist í uppsiglingu enn ein stríðsátökin, innrás inn í Sýrland, ákveðin af tveimur þjóðarleitogum án samráðs við þing sín og þjóðir. Átök sem munu að venju leiða til ómældra þjáninga og mannfalls almennra borgara meðal Kúrda. Í þessu sambandi vil ég benda á greinina „Veruleiki Kúrda“ á Vísir.is. Stríðsrekstur í heiminum er vissulega ógn við mannkynið eftir að stórveldin komu sér upp birgðum gereyðingarvopna sem dygðu til að tortíma mannkyninu mörgum sinnum. Blessunarlega hefur enginn leiðtogi þessara kjarnokuvelda látið verða af því að nýta þessar vopnabirgðir. Mannkynið á að baki ótölulegan fjölda borgarastyrjalda og tvær heimsstyrjaldir en hefur lifað þetta af með þeim hræðilegu þjáningum sem af þessu brjálæði leiddi. Þegar kemur að loftslags- og umhverfisvánni sem skyndilega birtist okkur svo alvarleg og að okkur óviðbúnum þá er kannski aðeins hluti mannkynsins sem viðurkennir hættuna sem steðjar að. Það er þó sextán ára stúlka sem á skömmum tíma hefur hrint af stað fjöldahreyfingu barna, unglinga og ungs fólks um allan heim, þeirra sem erfa heiminn, sem krefjast aðgerða til að snúa af þeirri vegferð sem mannkynið er á. Það er hægt að hefja stríð og ljúka stíði en það sem við stöndum frammi fyrir núna og arfleiðum komandi kynslóðir að er annars eðlis og upp koma í hugann þessi spámannlegu orð sem féllu um miðjai nítjándu öldina.Veröldin á í erfiðleikum og æsing hennar eflist dag frá degi. Ásjónu hennar er snúið í átt til villu og vantrúar. Slíkt verður ástand hennar, að ekki er rétt og sæmilegt að veita vitneskju um það nú. Spilling hennar mun lengi viðhaldast. En þegar hin tiltekna stund er komin, þá mun það skyndilega koma í ljós, sem veldur skjálfta í limum mannkynsins.Það hefur varla verið hægt að orða þetta betur miðað við það sem við okkur blasir. En mannskepnan er ótrúleg í hroka sínum og sjálfbyrginghætti sem birtist manni í því að einstaklingar halda því fram, að því er virðist, í alvöru að skjóta eigi sendiboðann, sextán ára unglingsstúlkuna Gretu. H.C. Andersen var glöggur á mannlegt eðli og fyrir mér er Greta Thunberg raunverulegur persónugerfingur barnsins í sögunni um Nýju fötin keisarans. En í dag er heimurinn eitt þorp og keisararnir margir en Greta opinberar nekt þeirra allra.Höfundur er lyfjafræðingur.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun