Færri tækifæri fyrir háskólamenntaða Þorsteinn Víglundsson skrifar 7. október 2019 11:13 Fátt finnst mér mikilvægara fyrir dætur mínar en að þær afli sér góðrar menntunar. Góð menntun mun opna fyrir þeim fjölmörg skemmtileg tækifæri og vonandi tryggja þeim sem best lífskjör til framtíðar. Framtíð barna okkar er auðvitað það sem skiptir okkur mestu máli. Að þau njóti allra þeirra tækifæra sem þau eiga skilið. Þar eru hins vegar ákveðnar blikur á lofti. Það er ekki sjálfgefið að þeirra kynslóð geti gengið að því sem vísu að þau muni búa við betri kjör eða lífsskilyrði en kynslóðirnar sem á undan hafa gengið. Okkur er tamt að tala um menntunarstig þjóðar í samhengi við samkeppnishæfni okkar og framtíðartækifæri þjóðar og fylgjumst grannt með alls konar tölfræði og samanburði við aðrar þjóðir. Menntun er hins vegar auðvitað dýrmætust þeim sem hennar afla sér enda fátt sem hefur meiri áhrif á tækifæri viðkomandi til framtíðar, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Fyrir þjóð sem leggur metnað sinn í hátt menntastig er því ekki síður mikilvægt að skapa tækifæri fyrir vel menntað fólk hér heima fyrir því þar stöndum við í alþjóðlegri samkeppni um hæft og gott fólk. Og þar er kannski ástæða fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur. Á rúmum áratug hefur hlutfall þeirra Íslendinga sem lokið hafa háskólamenntun hækkað verulega, farið úr liðlega 31% árið 2008 í tæp 44% á síðasta ári, en á sama tíma hefur atvinnutækifærum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði fækkað.Störfum sem krefjast hás menntastigs fækkar Þegar rýnt er í tölur um þróun íslensks vinnumarkaðar frá 2008 má sjá að störfum hefur fjölgað um 22 þúsund. Það er ánægjulegt og endurspeglar hversu vel okkur hefur gengið að vinna okkur út úr efnahagshruninu. Það er hins vegar meira áhyggjuefni þegar horft er til þess hvar þessi störf hafa orðið til. Í stuttu máli hafa þau orðið til hjá hinu opinbera (tæplega 9 þúsund) og í ferðaþjónustu (rúmlega fjórtán þúsund). Á hinum almenna vinnumarkaði hefur störfum fækkað um liðlega þúsund ef ferðaþjónustan er undanskilin. Ef betur er að gáð sést líka að störfum á hinum almenna vinnumarkaði sem krefjast hás menntastigs hefur fækkað. Munar þar mestu um nærri þrjú þúsund störf sem hafa tapast í fjármálaþjónustu en hátæknistörfum og vísindum hefur einnig fækkað. Samtals starfa um 30 þúsund manns í þessum atvinnugreinum og hefur samtals fækkað um 2.300 frá því í júlí 2008. Sem hlutfall af vinnumarkaði hefur þekkingargeiri hins almenna vinnumarkaðar farið úr tæpum 18% í tæp 15% á röskum áratug. Hér skal ekki lítið gert úr störfum innan hins opinbera sem krefjast hás menntastigs og rétt að halda því til haga að störfum í greinum á borð við mennta- og heilbrigðiskerfi hefur fjölgað á þessu tímabili.Óviðunandi rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að þróunin á hinum almenna vinnumarkaði sé eins og raun ber vitni. Það skortir ekki á frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Hér hafa orðið til fjölmörg spennandi fyrirtæki á undanförnum árum og skemmst að minnast mikillar nýsköpunarbylgju sem kom strax í kjölfar hrunsins. En staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir það eru tækni- og sprotafyrirtæki ekki að skjóta rótum hér á landi. Tölurnar hér að ofan um fjölda starfa í atvinnugreininni sýna það svart á hvítu. Spennandi fyrirtæki sem sprottið hafa hér upp á undanförnum árum og náð að komast á legg hafa í stórum stíl flutt megin þunga starfsemi sinnar úr landi. Fjölmörg önnur hafa aldrei náð svo langt. Rekstrarumhverfi þekkingarfyrirtækja er augljóslega ekki til þess fallið og þegar leitað er skýringa hjá forsvarsmönnum þessara fyrirtækja er bent á þann óstöðugleika og háa vaxtastig sem fylgir íslensku krónunni. Núverandi ríkisstjórn talar mjög fallega um mikilvægi nýsköpunar. Margt ágætt hefur líka verið gert. Aukið hefur verið við endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, sem er vel. Það er hins vegar einföld staðreynd að ríkið getur ekki bætt ósamkeppnishæft rekstrarumhverfi með niðurgreiðslum. Það verður að ráðast að rót vandans. Endurteknar yfirlýsingar um mikilvægi nýsköpunar eru innantómar ef ríkisstjórnin ætlar áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann. Neita að horfast í augu við þann mikla fórnarkostnað sem fylgir blessuðum gjaldmiðlinum okkar. Fórnarkostnaður sem, þegar öllu er á botninn hvolft, felur í sér færri tækifæri fyrir komandi kynslóðir hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tækni Vinnumarkaður Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fátt finnst mér mikilvægara fyrir dætur mínar en að þær afli sér góðrar menntunar. Góð menntun mun opna fyrir þeim fjölmörg skemmtileg tækifæri og vonandi tryggja þeim sem best lífskjör til framtíðar. Framtíð barna okkar er auðvitað það sem skiptir okkur mestu máli. Að þau njóti allra þeirra tækifæra sem þau eiga skilið. Þar eru hins vegar ákveðnar blikur á lofti. Það er ekki sjálfgefið að þeirra kynslóð geti gengið að því sem vísu að þau muni búa við betri kjör eða lífsskilyrði en kynslóðirnar sem á undan hafa gengið. Okkur er tamt að tala um menntunarstig þjóðar í samhengi við samkeppnishæfni okkar og framtíðartækifæri þjóðar og fylgjumst grannt með alls konar tölfræði og samanburði við aðrar þjóðir. Menntun er hins vegar auðvitað dýrmætust þeim sem hennar afla sér enda fátt sem hefur meiri áhrif á tækifæri viðkomandi til framtíðar, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Fyrir þjóð sem leggur metnað sinn í hátt menntastig er því ekki síður mikilvægt að skapa tækifæri fyrir vel menntað fólk hér heima fyrir því þar stöndum við í alþjóðlegri samkeppni um hæft og gott fólk. Og þar er kannski ástæða fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur. Á rúmum áratug hefur hlutfall þeirra Íslendinga sem lokið hafa háskólamenntun hækkað verulega, farið úr liðlega 31% árið 2008 í tæp 44% á síðasta ári, en á sama tíma hefur atvinnutækifærum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði fækkað.Störfum sem krefjast hás menntastigs fækkar Þegar rýnt er í tölur um þróun íslensks vinnumarkaðar frá 2008 má sjá að störfum hefur fjölgað um 22 þúsund. Það er ánægjulegt og endurspeglar hversu vel okkur hefur gengið að vinna okkur út úr efnahagshruninu. Það er hins vegar meira áhyggjuefni þegar horft er til þess hvar þessi störf hafa orðið til. Í stuttu máli hafa þau orðið til hjá hinu opinbera (tæplega 9 þúsund) og í ferðaþjónustu (rúmlega fjórtán þúsund). Á hinum almenna vinnumarkaði hefur störfum fækkað um liðlega þúsund ef ferðaþjónustan er undanskilin. Ef betur er að gáð sést líka að störfum á hinum almenna vinnumarkaði sem krefjast hás menntastigs hefur fækkað. Munar þar mestu um nærri þrjú þúsund störf sem hafa tapast í fjármálaþjónustu en hátæknistörfum og vísindum hefur einnig fækkað. Samtals starfa um 30 þúsund manns í þessum atvinnugreinum og hefur samtals fækkað um 2.300 frá því í júlí 2008. Sem hlutfall af vinnumarkaði hefur þekkingargeiri hins almenna vinnumarkaðar farið úr tæpum 18% í tæp 15% á röskum áratug. Hér skal ekki lítið gert úr störfum innan hins opinbera sem krefjast hás menntastigs og rétt að halda því til haga að störfum í greinum á borð við mennta- og heilbrigðiskerfi hefur fjölgað á þessu tímabili.Óviðunandi rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að þróunin á hinum almenna vinnumarkaði sé eins og raun ber vitni. Það skortir ekki á frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Hér hafa orðið til fjölmörg spennandi fyrirtæki á undanförnum árum og skemmst að minnast mikillar nýsköpunarbylgju sem kom strax í kjölfar hrunsins. En staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir það eru tækni- og sprotafyrirtæki ekki að skjóta rótum hér á landi. Tölurnar hér að ofan um fjölda starfa í atvinnugreininni sýna það svart á hvítu. Spennandi fyrirtæki sem sprottið hafa hér upp á undanförnum árum og náð að komast á legg hafa í stórum stíl flutt megin þunga starfsemi sinnar úr landi. Fjölmörg önnur hafa aldrei náð svo langt. Rekstrarumhverfi þekkingarfyrirtækja er augljóslega ekki til þess fallið og þegar leitað er skýringa hjá forsvarsmönnum þessara fyrirtækja er bent á þann óstöðugleika og háa vaxtastig sem fylgir íslensku krónunni. Núverandi ríkisstjórn talar mjög fallega um mikilvægi nýsköpunar. Margt ágætt hefur líka verið gert. Aukið hefur verið við endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, sem er vel. Það er hins vegar einföld staðreynd að ríkið getur ekki bætt ósamkeppnishæft rekstrarumhverfi með niðurgreiðslum. Það verður að ráðast að rót vandans. Endurteknar yfirlýsingar um mikilvægi nýsköpunar eru innantómar ef ríkisstjórnin ætlar áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann. Neita að horfast í augu við þann mikla fórnarkostnað sem fylgir blessuðum gjaldmiðlinum okkar. Fórnarkostnaður sem, þegar öllu er á botninn hvolft, felur í sér færri tækifæri fyrir komandi kynslóðir hér á landi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun