Stærðfræðin opnar dyr Svana Helen Björnsdóttir skrifar 11. október 2019 07:00 Á þessu hausti eru 100 ár liðin frá stofnun stærðfræðideildar í Menntaskólanum í Reykjavík. Af þessu tilefni var nýverið haldið skemmtilegt málþing um notkun stærðfræði og mikilvægi góðrar stærðfræðikennslu á Sal MR. Stærðfræði er nauðsynlegur grunnur að tæknilegri nýsköpun á mörgum sviðum. Það er engin tilviljun að frumkvöðlar í stafni tæknilegrar nýsköpunar og atvinnuþróunar á ótal sviðum skuli koma úr hópi tæknimenntaðs fólks með góðan stærðfræðigrunn. Flest þau fyrirtæki sem við Íslendingar erum hvað stoltastir af byggja á góðri stærðfræði- og raungreinaþekkingu. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, flutti skemmtilegt erindi á málþinginu þar sem hann sýndi að stærðfræði er undirstaða gervigreindar og djúpnáms tölva, sem fjórða iðnbyltingin byggir á. Hún er nú hafin með tölvu- og reiknistuddri þjónustu af ýmsu tagi, m.a. fullsjálfvirkri framleiðslu, sjálfstýrðum skipum og bílum. Stærðfræði er stoð undir þessu öllu. Nú hefur framhaldsskólanámi á Íslandi verið breytt verulega og það hefur m.a. verið á kostnað stærðfræði- og eðlisfræðikennslu sem hefur verið meiri í MR en sumum öðrum framhaldsskólum. Að mínum dómi hefur verið gengið of langt í því að skerða nám í þessum fögum. Sérkenni MR og annarra framhaldsskóla sem lagt hafa áherslu á raungreinanám hafa verið rýrð. Þetta hefur minnkað tækifæri þeirra mörgu metnaðarfullu nemenda sem hafa sett markið hátt í lífinu og vilja standast alþjóðlega samkeppni. Góður stærðfræðigrunnur frá framhaldsskóla er eins og lykill sem opnar nemendum leið inn í „raungreinarýmið“. Slíkur grunnur auðveldar fólki nám, m.a. í verkfræði og hvers kyns raunvísindum en það eru einmitt þau svið sem eru undirstöður tæknilegrar nýsköpunar. Miklu skiptir að stjórnvöld standi vörð um metnaðarfullt stærðfræðinám því það er forsenda þess að Íslendingar geti nýtt sér 4. iðnbyltinguna. Við þurfum að snúa af þeirri óheillavegferð sem stjórnvöld hafa, vonandi ómeðvitað, markað með því að takmarka verulega það nám sem í boði er í stærðfræði og raungreinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á þessu hausti eru 100 ár liðin frá stofnun stærðfræðideildar í Menntaskólanum í Reykjavík. Af þessu tilefni var nýverið haldið skemmtilegt málþing um notkun stærðfræði og mikilvægi góðrar stærðfræðikennslu á Sal MR. Stærðfræði er nauðsynlegur grunnur að tæknilegri nýsköpun á mörgum sviðum. Það er engin tilviljun að frumkvöðlar í stafni tæknilegrar nýsköpunar og atvinnuþróunar á ótal sviðum skuli koma úr hópi tæknimenntaðs fólks með góðan stærðfræðigrunn. Flest þau fyrirtæki sem við Íslendingar erum hvað stoltastir af byggja á góðri stærðfræði- og raungreinaþekkingu. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, flutti skemmtilegt erindi á málþinginu þar sem hann sýndi að stærðfræði er undirstaða gervigreindar og djúpnáms tölva, sem fjórða iðnbyltingin byggir á. Hún er nú hafin með tölvu- og reiknistuddri þjónustu af ýmsu tagi, m.a. fullsjálfvirkri framleiðslu, sjálfstýrðum skipum og bílum. Stærðfræði er stoð undir þessu öllu. Nú hefur framhaldsskólanámi á Íslandi verið breytt verulega og það hefur m.a. verið á kostnað stærðfræði- og eðlisfræðikennslu sem hefur verið meiri í MR en sumum öðrum framhaldsskólum. Að mínum dómi hefur verið gengið of langt í því að skerða nám í þessum fögum. Sérkenni MR og annarra framhaldsskóla sem lagt hafa áherslu á raungreinanám hafa verið rýrð. Þetta hefur minnkað tækifæri þeirra mörgu metnaðarfullu nemenda sem hafa sett markið hátt í lífinu og vilja standast alþjóðlega samkeppni. Góður stærðfræðigrunnur frá framhaldsskóla er eins og lykill sem opnar nemendum leið inn í „raungreinarýmið“. Slíkur grunnur auðveldar fólki nám, m.a. í verkfræði og hvers kyns raunvísindum en það eru einmitt þau svið sem eru undirstöður tæknilegrar nýsköpunar. Miklu skiptir að stjórnvöld standi vörð um metnaðarfullt stærðfræðinám því það er forsenda þess að Íslendingar geti nýtt sér 4. iðnbyltinguna. Við þurfum að snúa af þeirri óheillavegferð sem stjórnvöld hafa, vonandi ómeðvitað, markað með því að takmarka verulega það nám sem í boði er í stærðfræði og raungreinum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun