Skoðun

Þrjár sárar minningar og ein til­laga

Katrín Oddsdóttir skrifar
1. Þegar ég var sumarstarfsmaður hjá Landsbankanum árið 2007 og bankastjóri notaði eitt hádegið til að kynna nýja vöru bankans sem var IceSave innlánsreikningarnir frægu. Hann sýndi okkur auglýsingar fyrir erlenda markaði sem voru troðfullar af íslenskum hestum, hverum, geysum, jöklum og íslensku fólki. Svo hló hann sjálfur hrossahlátri yfir því að það þyrfti í raun ekkert að markaðssetja þessa reikninga því ímynd Íslands væri svo söluvænleg að þetta bara svínvirkaði svona.

2. Í miðju áfalli yfir Klaustursmálinu, rétt eins og restin af þjóðinni, fékk ég fréttir af því að Gunnar Bragi væri einhvers konar veggspjaldadrengur fyrir HeForShe átakið. Með öðrum orðum notaði hann íslenska jafnréttisbaráttu til að slá sig til riddara en talaði svo með þeim hætti sem hann gerði á barnum... Gott ef Sigmundur Davíð var ekki líka á einhverjum heimslista yfir áhrifaríka feminista!

3. Þegar fjallað var um það í Kveik hvernig Samherji notaði þá góðvild sem skapast hafði í garð Íslendinga í tengslum við þróunaraðstoð í Namibíu til að sölsa undir sig auðlindir þessa fátæku þjóðar, staðráðnir í því að skilja ekki eftir nein auðæfi í formi skatta hjá fólkinu í landinu.

Tillaga:

Lögfestum nú nýju stjórnarskrána. Við erum fullvalda þjóð.

Sameinumst á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14.

Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.




Skoðun

Sjá meira


×