Enski boltinn

Forráðamenn Arsenal ræddu við Arteta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arteta hefur verið aðstoðarmaður Peps Guardiola síðan hann tók við Manchester City 2016.
Arteta hefur verið aðstoðarmaður Peps Guardiola síðan hann tók við Manchester City 2016. vísir/getty

Mikel Arteta, aðstoðarþjálfari Manchester City, er líklegastur til að verða næsti knattspyrnustjóri Arsenal samkvæmt heimildum Sky Sports.

Forráðamenn Arsenal sáust yfirgefa heimili Artetas í nótt, eftir tveggja og hálfs klukkutíma fund.



Arsenal tapaði fyrir Manchester City í gær, 0-3. Liðið er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir 17 umferðir.

Freddie Ljungberg hefur stýrt Arsenal síðan Unai Emery var látinn taka pokann sinn 29. nóvember.

Arteta lék með Arsenal í fimm ár og var fyrirliði liðsins um tíma. Frá 2016 hefur hann verið aðstoðarmaður Peps Guardiola hjá City.

Englandsmeistararnir vilja að Arteta gefi þeim svar, hvort hann ætli að vera áfram eða fara til Arsenal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×