Enski boltinn

Krakkaliðið sem Liverpool mun væntanlega stilla upp á móti Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harvey Elliott verður væntanlega yngsti leikmaður byrjunarliðs Liverpool á móti Aston Villa en kannski sá frægasti.
Harvey Elliott verður væntanlega yngsti leikmaður byrjunarliðs Liverpool á móti Aston Villa en kannski sá frægasti. Getty/ Andrew Powell

Bestu leikmenn Liverpool eru komnir til Katar en eftir standa ungir og óreyndir strákar sem þurfa að halda upp heiðri félagsins annað kvöld.

Blaðamaður frá Liverpool sem þekkir liðið vel hefur stillt upp mögulegu byrjunarliði Liverpool í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Aston Villa og það er athyglisvert svo ekki sé meira sagt.

Aðallið Liverpool er á leið til Katar þar sem liðið spilar í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða á miðvikudagskvöldið. Leikurinn á móti Aston Villa fer fram á Villa Park á þriðjudagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Liverpoool verður ekki aðeins án sinna tuttugu bestu manna í leiknum heldur eru tveir af þeim efnilegustu að glíma við meiðsli en það eru þeir Adam Lewis og Rhian Brewster.



Líklegt byrjunarlið Liverpool á móti Aston Villa:



Markvörður | Caoimhin Kelleher | 21 árs

Hægri bakvörður | Ki-Jana Hoever | 17 ára

Miðvörður | Sepp van den Berg | 17 ára

Miðvörður | Morgan Boyes | 18 ára

Vinstri bakvörður | Yasser Larouci | 18 ára

Miðjumaður | Pedro Chirivella | 22 ára

Miðjumaður | Herbie Kane | 21 árs

Miðjumaður | Isaac Christie-Davies | 22 ára

Hægri kantur| Harvey Elliott | 16 ára

Vinstri kantur | Luis Longstaff | 18 ára

Framherji | Layton Stewart | 17 ára

Það er síðan búist við því að Billy Koumetio, Tony Gallacher, Leighton Clarkson, Elijah Dixon-Bonner, Jake Cain, Fidel O’Rourke og Jack Bearne verði einnig í leikmannahópnum.

Neil Critchley mun stýra liðinu en hann er þjálfari 23 ára liðs Liverpool og þekkir því þessa ungu menn mjög vel.

Aston Villa hefur kannski aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum en liðið fær gullið tækifæri til að komast í undanúrslitin á móti svona ungu og reynslulitlu Liverpool liði.

Það verður áhugavert hvernig muni ganga hjá þessu krakkaliði Liverpool og auðvitað hálfgert kraftaverk ef þeir kæmust áfram. Reynsla þeirra að spila svona leik verður aftur á móti seint metin til fulls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×