Solskjær segir að Erling Håland sé búinn að ákveða hvar hann vilji spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 10:00 Erling Braut Håland er víst búinn að ákveða sig. Fer hann til Manchester United? Getty/Andreas Schaad Margir eru að velta fyrir sér framtíð norska framherjans Erling Braut Håland sem sló í gegn með Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í vetur og stuðningsmenn Manchester United eru eflaust hvað spenntastir. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er landi Erling Braut Håland og þekkir líka strákinn vel síðan að hann þjálfaði hann hjá Molde. Solskjær virðist vita hvar framtíð Erling Håland liggur því Ole Gunnar sagði að Erling Håland sé búinn að ákveða framtíð sína og hvar hann vilji spila. Erling Braut Håland hefur skorað 28 mörk í 22 leikjum með Red Bull Salzburg í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. „Hann veit hvað hann vill gera og hvað hann mun gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær en Erling Braut Håland spilaði fyrir hann í tvö ár hjá Molde. Það var einmitt Solskjær sem gar framherjanum sitt fyrsta tækifæri í meistaraflokki þá sextán ára gömlum. Ole Gunnar Solskjaer says Erling Haaland "knows what he wants to do and knows what he is going to do"https://t.co/gJzgpj2ML9#mufcpic.twitter.com/6drKveR8cq— BBC Sport (@BBCSport) December 15, 2019 Solskjær var þó ekki tilbúinn að gefa Erling Håland einhver ráð opinberlega. „Ég ráðlegg ekki leikmönnum í öðrum liðum,“ svaraði Ole Gunnar Solskjær. Þýsku liðin Borussia Dortmund og RB Leipzig hafa bæði sýnt hinum nítján ára gamla framherja mikinn áhuga en umboðsmaður Norðmannsins er Mino Raiola en meðal annarra skjólstæðinga hans eru þeir Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba. Manchester United hefur ekki gefið það upp hvort félagið hafi sent inn formlegt tilboð í leikmanninn en liðið vantar framherja eftir að félagið seldi Romelu Lukaku til Internazionale fyrir 74 milljónir punda í sumar. Manchester United er enn með í fjórum keppnum og fram undan er leikur í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Colchester á miðvikudaginn. United gerði 1-1 jafntefli á móti Everton um helgina sem þýðir að liðið er í sjötta sætinu, fjórum stigum á eftir Chelsea sem situr í fjórða sæti. Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Margir eru að velta fyrir sér framtíð norska framherjans Erling Braut Håland sem sló í gegn með Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í vetur og stuðningsmenn Manchester United eru eflaust hvað spenntastir. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er landi Erling Braut Håland og þekkir líka strákinn vel síðan að hann þjálfaði hann hjá Molde. Solskjær virðist vita hvar framtíð Erling Håland liggur því Ole Gunnar sagði að Erling Håland sé búinn að ákveða framtíð sína og hvar hann vilji spila. Erling Braut Håland hefur skorað 28 mörk í 22 leikjum með Red Bull Salzburg í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. „Hann veit hvað hann vill gera og hvað hann mun gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær en Erling Braut Håland spilaði fyrir hann í tvö ár hjá Molde. Það var einmitt Solskjær sem gar framherjanum sitt fyrsta tækifæri í meistaraflokki þá sextán ára gömlum. Ole Gunnar Solskjaer says Erling Haaland "knows what he wants to do and knows what he is going to do"https://t.co/gJzgpj2ML9#mufcpic.twitter.com/6drKveR8cq— BBC Sport (@BBCSport) December 15, 2019 Solskjær var þó ekki tilbúinn að gefa Erling Håland einhver ráð opinberlega. „Ég ráðlegg ekki leikmönnum í öðrum liðum,“ svaraði Ole Gunnar Solskjær. Þýsku liðin Borussia Dortmund og RB Leipzig hafa bæði sýnt hinum nítján ára gamla framherja mikinn áhuga en umboðsmaður Norðmannsins er Mino Raiola en meðal annarra skjólstæðinga hans eru þeir Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba. Manchester United hefur ekki gefið það upp hvort félagið hafi sent inn formlegt tilboð í leikmanninn en liðið vantar framherja eftir að félagið seldi Romelu Lukaku til Internazionale fyrir 74 milljónir punda í sumar. Manchester United er enn með í fjórum keppnum og fram undan er leikur í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Colchester á miðvikudaginn. United gerði 1-1 jafntefli á móti Everton um helgina sem þýðir að liðið er í sjötta sætinu, fjórum stigum á eftir Chelsea sem situr í fjórða sæti.
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira