Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 11. desember 2019 11:00 Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. Aðgerðirnar snérust um að bæta skilyrði til starfsnáms. Skilgreina átti fagháskólastigið og tengingu þess við framhalds- og háskólakerfið. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur eðli samkvæmt verið með verkefnið á sínum snærum og skipað starfshóp og samráðsvettvang til þess að koma þessu verkefni til framkvæmdar. Senn er árið 2020 að hefjast og ég spyr, hvað er að frétta? Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil lagt áherslu á að fjölga sjúkraliðum og efla stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Einn þáttur í því er að styrkja og bæta sjúkraliðanámið með viðbótarnámi sem kennt verður á fagháskólastigi. Þannig verður betur hægt að tryggja samfellda námsleið fyrir nemendur úr framhaldsskóla yfir í háskóla og styðja faglegar forsendur námsins. Sjúkraliðar höfðu til ársins 2017 tækifæri til að stunda framhaldsnám á 4. hæfniþrepi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Námið styrkti sérhæfingu sjúkraliða til að takast að við fjölþættari hjúkrunarstörf. Á þessu tímabili sem unnið hefur verið að því að skilgreina fagháskólanám, í samræmi við framangreint loforð ríkisstjórnarinnar, hefur framhaldsnám sjúkraliða við Fjölbrautaskólann i Ármúla legið niðri. Það hefur því myndast uppsöfnuð eftirspurn eftir náminu, og er það verulegt áhyggjuefni. Það er beinlínis nauðsynlegt að lögformleg loforð ríkisstjórna séu sett fram með ábyrgum og markvissum hætti, og að áætlun um framkvæmd og fjármuni séu tryggð. Í störfum okkar á skrifstofu Sjúkraliðafélagsins fer allnokkur orka í að svara fyrirspurnum sjúkraliða um væntanlegt fagháskólanám. Það er ömurlegt hlutskipti að þurfa færa þessari lykilstarfsstétt í heilbrigðisþjónustunni ítrekuð vonbrigði með því að segja að ekkert sé að frétta af þessu fyrirhugaðri námsleið. Mennta- og menningarmálaráðherra þarf að bregðist hratt og vel við framangreindu loforði ríkisstjórnarinnar frá árinu 2015, því það er ekki valkostur að fresta viðbótarnámi fyrir sjúkraliða enn frekar.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Skóla - og menntamál Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. Aðgerðirnar snérust um að bæta skilyrði til starfsnáms. Skilgreina átti fagháskólastigið og tengingu þess við framhalds- og háskólakerfið. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur eðli samkvæmt verið með verkefnið á sínum snærum og skipað starfshóp og samráðsvettvang til þess að koma þessu verkefni til framkvæmdar. Senn er árið 2020 að hefjast og ég spyr, hvað er að frétta? Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil lagt áherslu á að fjölga sjúkraliðum og efla stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Einn þáttur í því er að styrkja og bæta sjúkraliðanámið með viðbótarnámi sem kennt verður á fagháskólastigi. Þannig verður betur hægt að tryggja samfellda námsleið fyrir nemendur úr framhaldsskóla yfir í háskóla og styðja faglegar forsendur námsins. Sjúkraliðar höfðu til ársins 2017 tækifæri til að stunda framhaldsnám á 4. hæfniþrepi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Námið styrkti sérhæfingu sjúkraliða til að takast að við fjölþættari hjúkrunarstörf. Á þessu tímabili sem unnið hefur verið að því að skilgreina fagháskólanám, í samræmi við framangreint loforð ríkisstjórnarinnar, hefur framhaldsnám sjúkraliða við Fjölbrautaskólann i Ármúla legið niðri. Það hefur því myndast uppsöfnuð eftirspurn eftir náminu, og er það verulegt áhyggjuefni. Það er beinlínis nauðsynlegt að lögformleg loforð ríkisstjórna séu sett fram með ábyrgum og markvissum hætti, og að áætlun um framkvæmd og fjármuni séu tryggð. Í störfum okkar á skrifstofu Sjúkraliðafélagsins fer allnokkur orka í að svara fyrirspurnum sjúkraliða um væntanlegt fagháskólanám. Það er ömurlegt hlutskipti að þurfa færa þessari lykilstarfsstétt í heilbrigðisþjónustunni ítrekuð vonbrigði með því að segja að ekkert sé að frétta af þessu fyrirhugaðri námsleið. Mennta- og menningarmálaráðherra þarf að bregðist hratt og vel við framangreindu loforði ríkisstjórnarinnar frá árinu 2015, því það er ekki valkostur að fresta viðbótarnámi fyrir sjúkraliða enn frekar.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar